Enn deilt um ákvörðun Flugleiða að láta frá sér hlutinn í Cargolux
Sú afdrifaríka ákvörðun stjórnar Flugleiða að láta frá sér þriðjungshlut í Cargolux situr enn í Íslendingum í Lúxemborg þremur áratugum síðar. Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir að andstaða þáverandi forstjóra Flugleiða í garð Cargolux hafi ráðið úrslitum.