Gerendur í auknum mæli farnir að nota möguleika tækninnar til að meiða
Hundrað og þrír leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð á síðasta ári vegna umsáturseineltis og 159 vegna stafræns ofbeldis. Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir að með aukinni tæknivæðingu hafi fleiri möguleikar opnast til að meiða. Þetta sé veruleiki sem systursamtök úti í heimi segja að sé að stigmagnast.