Jean-Marie Le Pen látinn

Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska hægriflokksins Þjóðfylkingarinnar, er látinn. Hann varð 96 ára gamall og bauð sig fimm sinnum fram til forseta. Le Pen náði alla leið í aðra umferð forsetakosninganna 2002 en tapaði fyrir Jacques Chirac. Le Pen var þekktur fyrir andstöðu sína gegn innflytjendum og fjölmenningarsamfélagi og var mjög umdeildur.

8
00:43

Vinsælt í flokknum Fréttir