Kona úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald

Kona var í dag úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglu á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu. Alls eru nú tveir karlar og tvær konur í varðhaldi og sá fimmti, sem er karlmaður, verður leiddur fyrir dómara í kvöld þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald. Rannsóknin varðar andlát karlmanns á sjötugsaldri sem fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést stuttu eftir komu á spítala.

362
01:00

Vinsælt í flokknum Fréttir