Uppskeruhátíð átaksins Römpum upp Ísland
Síðasti og jafnframt stærsti rampurinn við aðalbyggingu Háskóla Íslands var vígður við hátíðlega athöfn í dag. Á sama tíma var efnt til uppskeruhátíðar átaksins Römpum upp Ísland en á vegum þess hafa hátt í átján hundruð rampar verið reistir víða um land. Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti og núverandi prófessor við Hí var viðstaddur og smellti við tilefnið kossi á Harald Inga Þorleifsson forsprakka verkefnisins. Þá