Jólalegt í fjárhúsinu á Strönd
Kindurnar á bænum Strönd í Rangárvallasýslu eru allar í jólaskapi enda búið að skreyta fjárhúsið hjá þeim hátt og lágt. Á milli þess sem þær éta tugguna sína þá geta þær hlustað á jólalög úr jólabjöllu, sem kom til landsins með Gullfossi 1964.