Ísland í dag - Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizza kofa í garðinum

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir er með stóran heimasmíðaðan pizza kofa í garðinum. Ragnar Freyr sem betur er þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu hefur slegið í gegn bæði með matreiðslubókum sínum, sjónvarpsþáttum og matarbloggi. Og hann er alltaf að gera tilraunir með ýmsa girnilega rétti. Ragnar sem læknir notar matargerð sem slökunaraðferð eða núvitund og í raun hans jóga. Og pizzurnar hans eru oft skemmtilega öðruvísi. Risa pizzakofinn á pallinum hjá honum hefur verið notaður til að halda vinsælar pizza veislur með ólíkum pizzum sem oft koma á óvart. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði þennan einstaka pizzaofn og ræddi við lækninn.

498
12:36

Vinsælt í flokknum Fréttir