Uppgjör eftir Króatía - Ísland 30-29: Króatar skutu Ísland í kaf
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Jóhann Gunnar Einarsson ræddu leik Króatíu og Ísland við Ágúst Orra Arnarson. Svekkjandi eins marks tap varð niðurstaðan eftir slæman fyrri hálfleik. Vörnin lak og markvarslan var lítil á meðan fjögur víti fóru forgörðum hinumegin. Strákarnir okkar eru með bakið upp við vegg.