Handbolti

EM í dag: Meira EHF bras og Danir í for­gangi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sigurður Már Davíðsson, tökumaður þáttarins, fékkst loksins réttu megin við linsuna. Enda gullfallegur maður.
Sigurður Már Davíðsson, tökumaður þáttarins, fékkst loksins réttu megin við linsuna. Enda gullfallegur maður. Vísir/Vilhelm

Dagurinn var tekinn snemma eftir svekkjandi tap fyrir Dönum í gær. EM í dag í höllinni í Herning innan um þreytta leikmenn.

Leikmenn landsliðanna fjögurra á úrslitahelginni í Herning voru send af stað snemma til að hitta fjölmiðla þennan laugardaginn. Það kom sér verr fyrir einhverja en aðra, til að mynda landsliðsmenn Íslands sem voru að sofna um klukkan fjögur í morgun.

Allir voru þó léttir í keppnishöllinni í Herning þar sem einnig náðist í skottið á þeim Degi Sigurðssyni og Alfreð Gíslasyni. Draumur um verðlaun á stórmóti lifa, nema Dagur Sig ætli að brjóta hjörtu þjóðar enn á ný.

Danir fengu sérmeðferð og EHF sætir enn gagnrýni þrátt fyrir sáttafund Dags og framkvæmdastjórans.

EM í dag má sjá í spilaranum.

Klippa: EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×