Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 29. janúar 2026 17:07 Málin voru rædd í Pallborðinu fyrr í dag. Vísir/Lýður Valberg Frambjóðendur til oddvita Viðreisnar í Reykjavíkurborg tókust á í Pallborðinu í dag. Farið var yfir óbirta spurningu í skoðanakönnun og Airbnb-mál fyrrverandi bæjarstjóra. Enginn frambjóðandi gat valið hvern hann myndi velja í oddvitasætið fyrir utan sig sjálfan. Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur, og Signý Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur, vilja öll leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjör flokksins fer fram á laugardag þar sem nýr oddviti verður kynntur. Stillt verður upp í önnur sæti listans. Óbirt svör Fyrir um viku síðan sendi Aðalsteinn frá sér fréttatilkynningu þar sem mátti sjá niðurstöður úr skoðanakönnun sem hann lét framkvæma. Samkvæmt könnuninni telur meirihluti Reykvíkinga hann best til þess fallinn að leiða listann, eða 52 prósent. Björg mældist þar með 36 prósent og Róbert með rúmlega tólf prósent. Signý hafði ekki tilkynnt um framboðið þegar könnunin var framkvæmd. Það vakti hins vegar meiri athygli að svör við annarri spurningu voru ekki birt en þátttakendur voru einnig spurðir hvort það myndi draga úr eða auka líkurnar á að þeir myndu kjósa Viðreisn ef að Aðalsteinn myndi leiða listann. Í Pallborðinu sagði Aðalsteinn ástæðuna fyrir því að hann hefði ekki deilt svörunum verið að hann átti erfitt með að túlka svörin. „Í fyrsta lagi var samanburðurinn milli okkar frambjóðanda þar sem var bara verið að spyrja um mig. Í öðru lagi vorum við í vandræðum með að túlka niðurstöðuna, ég skal segja þér hver niðurstaðan var, ég held ég muni þetta upp á punkt og prik,“ segir Aðalsteinn. „Það voru rúm nítján prósent sem sögðu að þau myndu kjósa Viðreisn ef ég myndi leiða listann og rúmlega átján prósent sem sögðu að það væru minni líkur. Þá kemur túlkunin, sumir sögðu að þetta væru frábærar niðurstöður, því að fólk hefur skoðun á mér og það er betra að hafa nítján prósent rúmlega sem eru auknar líkur heldur en könnunin sem var gerð ekki fyrir löngu síðan þar sem voru oddvitar allra hinna flokkanna og enginn skoraði hærra en í kringum tíu prósent.“ Aðalsteinn segir að aðrir hafi talið niðurstöðuna í raun ekki segja neitt. Vegna skiptra skoðana á niðurstöðunni hafi hann að endingu ákveðið að birta einfaldlega ekki svarið. Hann viðurkennir þó að það hefði verið heiðarlegra að láta svörin fylgja með áðurnefndri fréttatilkynningu. Leigan hafi ekkert að gera með starfslokin Gamalt mál Róberts var einnig rifjað upp en þegar hann var bæjarstjóri í Grindavík auglýsti hann herbergi á heimili sínu, sem hann leigði af Grindavíkurbæ, til leigu á Airbnb. Hann baðst síðar afsökunar en lét síðan af störfum sem bæjarstjóri rúmi ári síðar. Róbert neitar að hann hafi hætt í illu. „Það er nú ekki verra en svo að forseti bæjarstjórnar á þeim tíma er í mínu baklandi er að styðja við mig í þessu prófkjöri. Mikið af Grindvíkingum sem búa í borginni styðja mig og eru að skrá sig í flokkinn sem er frábært. Ég skildi í þokkalegri sátt við mína bæjarstjórn og íbúa Grindavíkur þegar ég fór,“ segir hann. Róbert viðurkennir að um algjör mistök hafi verið að ræða og minnir á að hann hafi beðist afsökunar á þeim tíma. Leiga herbergisins hafi ekki haft nein áhrif á starfslokin. „Það er ekki orsakasamhengi þar á milli. Það líður rúmt ár á milli og fín sátt á milli mín og bæjarstjórnarinnar og íbúanna þarna á milli. Það er þannig í pólitík að stundum vakna bæjarfulltrúarnir og ákveða að nú þurfi að skipta um þjálfara eða bæjarstjóra. Það var staðan að Sjálfstæðismennirnir vildu skipta út, það var Viðreisnarfólk í meirihluta með þeim og þeir vildu fá Sjálfstæðismann og þeir gerðu það.“ Gera ekki á milli Frambjóðendurnir fjórir voru spurðir hvern þeir myndu velja sem oddvita, ef þeir mættu ekki velja sig sjálfa. Ekkert þeirra gat valið á milli mótframbjóðendanna. „Ég get ekki bent á einhvern einn, ég myndi treysta Signýju til að gera þetta og fara í þetta með hjartað út og rífa leikskólamálin upp, ég myndi treysta Aðalsteini til að fara inn og gera frábæran meirihlutasamning fyrir okkur og ég myndi treysta Björgu til þess að vekja mikla athygli í fjölmiðlum og rífa upp fylgið. Ég ætla að plead the fifth. Ég skila auðu í þessum kosningum,“ segir Róbert. Björg sagði ekki berum orðum að hún myndi skila auðu en sagðist ætla að fara í stjórnmála- og pólitíkusaleik. „Við hér fjögur, við skiptum ekki öllu máli í þessu. Það sem skiptir öllu máli eru málefnin og Reykvíkingar. Þetta ýtir undir narcissismann okkar að vera í þessum leikjum, ég er ekkert að taka blaðamanninn og spurninguna fyrir en mér finnst rosa mikilvægt að við séum ekki öll í þessum spurningum heldur séum með augun á boltanum, sem eru málin og Reykvíkingar. Þannig ég ætla að kjósa Reykvíkinga,“ sagði Björg. Signý sagði prófkjörið snúast um traust og hún treysti Reykvíkingum fullkomlega til að ákvarða það. Hinum þremur sé alveg treystandi til að leiða listann. „Ég sagði það áðan og meina með hjartanu, ég treysti þeim öllum þremur til að leiða þennan lista og helst vildi ég að við værum fjögur á þessum lista. Ég veit ég má ekki segja það,“ sagði hún og skellti upp úr. Aðalsteinn svaraði síðast og sagði svör meðframbjóðendanna til fyrirmyndar, saman gætu þau myndað sterkt teymi enda væru þau öll Viðreisnarfólk. „[Viðreisn] stendur fyrir því að við treystum fólki til að lifa lífinu sínu og við erum ekki hérna til að gera lífið erfiðara eða flóknara fyrir Reykvíkinga eins og mér finnst Reykjavíkurborg stundum vera að gera. Við erum líka með hjartað til þess að skapa samfélag þar sem ungt fólk vill búa, getur búið og finnur sér stað til þess að ala upp fjölskyldur og láta drauma sína rætast. Sama hvert okkar verður valið þá er þetta sú hugsun sem liggur að baki og sú stefna sem við höfum og ég treysti þeim öllum mjög vel,“ segir hann. „En ég ætla að kjósa mig, ég játa það.“ Þau sögðust öll vera tilbúin í að vinna með flokknum sama hver verður kjörinn oddviti. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Pallborðið Reykjavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, Róbert Ragnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Grindavíkur, og Signý Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur, vilja öll leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjör flokksins fer fram á laugardag þar sem nýr oddviti verður kynntur. Stillt verður upp í önnur sæti listans. Óbirt svör Fyrir um viku síðan sendi Aðalsteinn frá sér fréttatilkynningu þar sem mátti sjá niðurstöður úr skoðanakönnun sem hann lét framkvæma. Samkvæmt könnuninni telur meirihluti Reykvíkinga hann best til þess fallinn að leiða listann, eða 52 prósent. Björg mældist þar með 36 prósent og Róbert með rúmlega tólf prósent. Signý hafði ekki tilkynnt um framboðið þegar könnunin var framkvæmd. Það vakti hins vegar meiri athygli að svör við annarri spurningu voru ekki birt en þátttakendur voru einnig spurðir hvort það myndi draga úr eða auka líkurnar á að þeir myndu kjósa Viðreisn ef að Aðalsteinn myndi leiða listann. Í Pallborðinu sagði Aðalsteinn ástæðuna fyrir því að hann hefði ekki deilt svörunum verið að hann átti erfitt með að túlka svörin. „Í fyrsta lagi var samanburðurinn milli okkar frambjóðanda þar sem var bara verið að spyrja um mig. Í öðru lagi vorum við í vandræðum með að túlka niðurstöðuna, ég skal segja þér hver niðurstaðan var, ég held ég muni þetta upp á punkt og prik,“ segir Aðalsteinn. „Það voru rúm nítján prósent sem sögðu að þau myndu kjósa Viðreisn ef ég myndi leiða listann og rúmlega átján prósent sem sögðu að það væru minni líkur. Þá kemur túlkunin, sumir sögðu að þetta væru frábærar niðurstöður, því að fólk hefur skoðun á mér og það er betra að hafa nítján prósent rúmlega sem eru auknar líkur heldur en könnunin sem var gerð ekki fyrir löngu síðan þar sem voru oddvitar allra hinna flokkanna og enginn skoraði hærra en í kringum tíu prósent.“ Aðalsteinn segir að aðrir hafi talið niðurstöðuna í raun ekki segja neitt. Vegna skiptra skoðana á niðurstöðunni hafi hann að endingu ákveðið að birta einfaldlega ekki svarið. Hann viðurkennir þó að það hefði verið heiðarlegra að láta svörin fylgja með áðurnefndri fréttatilkynningu. Leigan hafi ekkert að gera með starfslokin Gamalt mál Róberts var einnig rifjað upp en þegar hann var bæjarstjóri í Grindavík auglýsti hann herbergi á heimili sínu, sem hann leigði af Grindavíkurbæ, til leigu á Airbnb. Hann baðst síðar afsökunar en lét síðan af störfum sem bæjarstjóri rúmi ári síðar. Róbert neitar að hann hafi hætt í illu. „Það er nú ekki verra en svo að forseti bæjarstjórnar á þeim tíma er í mínu baklandi er að styðja við mig í þessu prófkjöri. Mikið af Grindvíkingum sem búa í borginni styðja mig og eru að skrá sig í flokkinn sem er frábært. Ég skildi í þokkalegri sátt við mína bæjarstjórn og íbúa Grindavíkur þegar ég fór,“ segir hann. Róbert viðurkennir að um algjör mistök hafi verið að ræða og minnir á að hann hafi beðist afsökunar á þeim tíma. Leiga herbergisins hafi ekki haft nein áhrif á starfslokin. „Það er ekki orsakasamhengi þar á milli. Það líður rúmt ár á milli og fín sátt á milli mín og bæjarstjórnarinnar og íbúanna þarna á milli. Það er þannig í pólitík að stundum vakna bæjarfulltrúarnir og ákveða að nú þurfi að skipta um þjálfara eða bæjarstjóra. Það var staðan að Sjálfstæðismennirnir vildu skipta út, það var Viðreisnarfólk í meirihluta með þeim og þeir vildu fá Sjálfstæðismann og þeir gerðu það.“ Gera ekki á milli Frambjóðendurnir fjórir voru spurðir hvern þeir myndu velja sem oddvita, ef þeir mættu ekki velja sig sjálfa. Ekkert þeirra gat valið á milli mótframbjóðendanna. „Ég get ekki bent á einhvern einn, ég myndi treysta Signýju til að gera þetta og fara í þetta með hjartað út og rífa leikskólamálin upp, ég myndi treysta Aðalsteini til að fara inn og gera frábæran meirihlutasamning fyrir okkur og ég myndi treysta Björgu til þess að vekja mikla athygli í fjölmiðlum og rífa upp fylgið. Ég ætla að plead the fifth. Ég skila auðu í þessum kosningum,“ segir Róbert. Björg sagði ekki berum orðum að hún myndi skila auðu en sagðist ætla að fara í stjórnmála- og pólitíkusaleik. „Við hér fjögur, við skiptum ekki öllu máli í þessu. Það sem skiptir öllu máli eru málefnin og Reykvíkingar. Þetta ýtir undir narcissismann okkar að vera í þessum leikjum, ég er ekkert að taka blaðamanninn og spurninguna fyrir en mér finnst rosa mikilvægt að við séum ekki öll í þessum spurningum heldur séum með augun á boltanum, sem eru málin og Reykvíkingar. Þannig ég ætla að kjósa Reykvíkinga,“ sagði Björg. Signý sagði prófkjörið snúast um traust og hún treysti Reykvíkingum fullkomlega til að ákvarða það. Hinum þremur sé alveg treystandi til að leiða listann. „Ég sagði það áðan og meina með hjartanu, ég treysti þeim öllum þremur til að leiða þennan lista og helst vildi ég að við værum fjögur á þessum lista. Ég veit ég má ekki segja það,“ sagði hún og skellti upp úr. Aðalsteinn svaraði síðast og sagði svör meðframbjóðendanna til fyrirmyndar, saman gætu þau myndað sterkt teymi enda væru þau öll Viðreisnarfólk. „[Viðreisn] stendur fyrir því að við treystum fólki til að lifa lífinu sínu og við erum ekki hérna til að gera lífið erfiðara eða flóknara fyrir Reykvíkinga eins og mér finnst Reykjavíkurborg stundum vera að gera. Við erum líka með hjartað til þess að skapa samfélag þar sem ungt fólk vill búa, getur búið og finnur sér stað til þess að ala upp fjölskyldur og láta drauma sína rætast. Sama hvert okkar verður valið þá er þetta sú hugsun sem liggur að baki og sú stefna sem við höfum og ég treysti þeim öllum mjög vel,“ segir hann. „En ég ætla að kjósa mig, ég játa það.“ Þau sögðust öll vera tilbúin í að vinna með flokknum sama hver verður kjörinn oddviti.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Viðreisn Pallborðið Reykjavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira