Fótbolti

Mættu með snjóinn með sér til Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atletico Madrid spilar heimaleiki sína á Estadio Wanda Metropolitano og þar eru menn ekki vanir að sjá mikinn snjó.
Atletico Madrid spilar heimaleiki sína á Estadio Wanda Metropolitano og þar eru menn ekki vanir að sjá mikinn snjó. Getty/David S. Bustamante

Það er barist um sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld og á sumum stöðum eru aðstæðurnar óvenjulegar.

Bodö/Glimt kemur frá norskri borg norðan við heimskautsbaug og þekkir það vel að spila í snjó en sömu sögu er ekki hægt að segja frá leikmönnum spænska liðsins Atlético Madrid.

Snjókoma hefur engu að síður gengið yfir spænsku höfuðborgina, aðeins klukkustundum áður en Bodö/Glimt mætir Atlético í Meistaradeildinni í kvöld.

„Það er notalegt fyrir leikmenn Glimt að vakna við snjókomu, þá líður þeim svolítið eins og heima hjá sér. Þegar þeir sjá að það er kalt og smá hvítt á bílþökunum hugsa þeir kannski að möguleikar þeirra aukist aðeins. Leikmenn Madríd eru líklega ekki jafn vanir svona mikilli snjókomu en ég held að það muni ekki hafa áhrif á völlinn,“ sagði Carl Erik Torp, sérfræðingur NRK.

Þegar heimaliðið átti að æfa á þriðjudag ollu haglél og rigning því að völlurinn var undir vatni og þurfti að fresta æfingunni um þrjátíu mínútur. Búist er við um fimm stiga hita í leiknum í kvöld.

Glimt er að koma úr frábærum 3–1 sigri gegn Manchester City á Aspmyra-leikvanginum en hann fór fram í miklum kulda í Norður-Noregi.

Þrátt fyrir að sigurinn gegn ensku meisturunum hafi gefið liðinu þrjú stig gegn spænska stórliðinu til að eiga von um að komast áfram. Auk þess þurfa nokkur önnur úrslit að falla með Glimt.

Madrídarliðið þarf sigur til að komast meðal átta efstu liðanna sem fara beint í sextán liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×