Skoðun

Fimm á­stæður fyrir því að full­yrðing dóms­mála­ráð­herra er röng

Askur Hrafn Hannesson og Askur Hrafn Hannesson skrifa

Í frétt sem að birtist í Vísi í gær bar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra ljúgvitni í máli rússneskrar fjölskyldu sem var nýlega vísað héðan úr landi. Hér með eru ummæli Þorbjargar leiðrétt.

Yfirlýsing mannréttindasamtaka í Króatíu bendir á að rússneska fjölskyldan hafi sætt ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð í varðhaldi í Króatíu, í desember 2024.

Þegar alvarlega veik móðir er skilin eftir með umsjá þriggja barna - þar af tveggja nýfæddra tvíbura - og sundrað frá eiginmanni sínum og barnsföður sem er fangelsaður í lokuðu brottfararúrræði, er það ekki “mannúðleg” meðferð.

Fjölskylduföðurnum var hótað líkamsmeiðingum í varðhaldi í Króatíu - af fulltrúa öryggisþjónustu stjórnvalda. Meðferð hans og annarra einstaklinga frá Norður-Kákasussvæðinu í varðhaldi hefur verið slík að 55 einstaklingar hófu hungurverkfall í haldi.

Ef fjölskyldan hlýtur synjun á umsókn um alþjóðlega vernd í Króatíu, sem allar líkur eru á miðað við nýjustu tölfræði, mun það sannarlega vera ómannúðleg og vanvirðandi meðferð. Amnesty International hefur einnig fordæmt stjórnvöld í Króatíu fyrir ómannúðlega meðferð á rússneskum umsækjendum um alþjóðlega vernd. Samkvæmt tölfræði innanríkisráðuneytis Króatíu sem AIDA gagnagrunnurinn vísar til eru engar upplýsingar um að einn einasti rússneski ríkisborgari hafi fengið vernd þar í landi árið 2024. Ætla má að fjölskyldan muni af öllum líkindum enda í Rússlandi af þessum gögnum að dæma. Miðað við tölfræði AIDA (2023) voru 8000 umsóknir á því ári frá Rússlandi, en aðeins 23 þeirra voru samþykktar.

Útlendingastofnun hefur nú þegar verið gerð afturreka um lygar í máli fjölskyldunnar. Fyrrnefndar lygar birtust í yfirlýsingu á vef island.is þann 7. október 2025. Efni yfirlýsingarinnar hafði verið afsannað áður en nú er sú staða ljós að fjölskyldan hefur svo sannarlega hlotið ómannúðlega meðferð í Króatíu. Þrátt fyrir að þær upplýsingar liggi fyrir virðist Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir standa keik í afneitun sinni.

https://www.visir.is/g/20262833900d/fadirinn-i-hungur-verk-falli-i-lokadri-mot-toku-stod-og-modirin-ein-med-bornin

https://www.visir.is/g/20252783031d/tveggja-vikna-tviburasystrum-visad-ur-landi

Höfundar eru háskólanemi og sjúkraliði.




Skoðun

Skoðun

Fimm rang­færslur um Byrjendalæsi

Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar

Skoðun

Hvað er velsældar­hag­kerfið?

Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar

Sjá meira


×