Handbolti

„Þetta er þungt“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur eftir jafnteflið gegn Sviss.
Snorri Steinn Guðjónsson var svekktur eftir jafnteflið gegn Sviss. vísir / vilhelm

„Því miður vorum við langt frá okkar besta varnarlega“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir 38-38 jafntefli Íslands gegn Sviss.

Sviss skoraði 19 mörk í fyrri hálfleik og lítið breyttist varnarlega í seinni hálfleik því Sviss skoraði þá önnur 19 mörk.

„Við reyndum að þétta varnarleikinn [í seinni hálfleik] og vera þéttari. Við vorum slitnir en svo voru líka alls konar mistök, við vorum að tapa maður á mann, klikka á skiptingum. Þetta er víða. Við prófuðum fullt af uppstillingum… en heilt yfir var þetta ekki nógu gott varnarlega í dag“ sagði Snorri en vildi ekki skrifa það á værukærð eða vanmat hjá íslenska liðinu.

Þrátt fyrir afleitan leik fékk Ísland tækifæri til að vinna Sviss í lokasókninni, en náði ekki upp almennilegu skoti.

„Það var ekki nægilega vel gert. Við höfum haft þann háttinn á að Gísli stillir þessu upp, og hann hefur gert það stórkostlega hingað til. Ég held að uppleggið hafi verið fínt, það var ekkert að því, það var bara hvernig við framkvæmdum það sem var ekki nógu gott.“

Ísland þarf nú að treysta á önnur úrslit, að Svíþjóð eða Króatía tapi allavega öðrum af sínum tveimur leikjum. Ásamt því að vinna Slóveníu.

„Við þurfum bara að vinna hann, sama hvað. En það breytir því ekki að þetta er þungt“ sagði Snorri að lokum.

Klippa: Snorri Steinn svekktur eftir jafnteflið gegn Sviss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×