Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar 29. janúar 2026 08:02 Um mikilvægi þess að prófa hugmyndir okkar og þekkja heiminn eins og hann er Ímyndaðu þér að ég kynni þig fyrir hnefaleikakappa og við ættum þessi orðaskipti: Þetta er besti boxari í heiminum. Vá, magnað. Hvern hefur hann unnið? Engan. Hann hefur aldrei keppt við neinn. En hvernig veistu þá að hann er besti boxari í heiminum? Ég bara veit það. Þú myndir líklega halda að ég væri rugludallur. En þetta er nákvæmlega staðan á mörgum skoðunum okkar. Við erum fullviss um að við höfum rétt fyrir okkur — en við höfum aldrei þurft að verja þessar skoðanir. Þær hafa aldrei stigið í hringinn. Óprófuð skoðun er bara tilgáta Vísindamenn vita þetta. Tilgáta verður ekki að þekkingu fyrr en hún hefur verið prófuð, gagnrýnd og staðist. Sama gildir um skoðanir okkar. Skoðun sem hefur aldrei mætt andstöðu, aldrei þurft að svara fyrir sig, er í besta falli tilgáta — í versta falli sjálfsblekking. Þegar við tjáum okkur opinberlega, stígum við í hringinn. Þá kemur í ljós hvort skoðunin stenst eða hvort hún er rotin í fyrstu lotu. Tjáningarfrelsi er hringurinn þar sem hugmyndir fá að mætast. Þegar sannleikurinn reyndist rangur Sagan kennir okkur að „sannleikurinn" hefur oft reynst rangur. Hugmyndir sem voru viðurkenndar á sínum tíma — sem enginn þorði að efast um — reyndust síðar vera skaðlegar eða rangar. Oft er það sem við teljum okkur vita fyrir víst, en er rangt, það sem fer verst með okkur. Jörðin var miðja alheimsins. Þetta var óumdeilanleg staðreynd í aldir. Þeir sem efuðust voru stimplaðir sem villutrúarmenn. Þrælahald var eðlilegt. Merkilegir hugsuðir og trúarleiðtogar réttlættu það. Þeir sem mótmæltu voru öfgamenn. Reykingar voru skaðlausar. Læknar mæltu með þeim. Þeir sem vöruðu við voru taldir ofsóknarbrjálaðir. Mettuð dýrafita olli hjartasjúkdómum. Þetta var vísindaleg samstaða í áratugi. Sykuriðnaðurinn greiddi fyrir rannsóknir sem beindu sjónum að fitu í stað sykurs. OxyContin var ekki ávanabindandi. Purdue Pharma og Sackler-fjölskyldan sögðu okkur það. Læknar trúðu þeim. Milljónir urðu fíklar. Hundruð þúsunda dóu. Hefðu gagnrýnar raddir verið þaggaðar niður, þá hefðum við sem þjóð hætt að læra, þróast og þroskast. Þess vegna verðum við að standa vörð um tjáningarfrelsið — jafnvel þegar „sannleikurinn" særir, ruglar eða ögrar. Þegar afneitun verður refsiverð Er það tjáningarfrelsi að halda því fram að helförin hafi verið uppspuni? Sumir segja já. Aðrir segja nei. Rökin fyrir banni eru að verið sé að afneita staðreyndum sem augljóslega eru réttar. En þessi rök opna á óþægilega spurningu: Hvar liggja mörkin? Fólk trúir alls konar hlutum sem ekki byggja á sönnunum — trúarbrögð eru augljósasta dæmið. Í Þýskalandi og Frakklandi er afneitun helfararinnar bönnuð og hægt að fangelsa fólk fyrir brot á þeim lögum. Í Bandaríkjunum og á Íslandi er hún ekki bönnuð. En gott er að minna á: Að banna eitthvað þýðir ekki að það hverfi. Það þýðir frekar að það fer í felur — og jafnvel magnast fyrir vikið. Við þurfum að vita hvað fólk hugsar Greg Lukianoff, bandarískur lögfræðingur og forseti FIRE (Foundation for Individual Rights and Expression), setti fram kenningu sem snýst um gildi óhindraðs upplýsingaflæðis. Kjarni hennar er einfaldur: Við þurfum að vita hvað fólk raunverulega hugsar, jafnvel þegar það er óþægilegt. Ef einhver hefur fordóma, er með öfgaskoðanir eða hættulegar hugmyndir — vil ég vita það. Þá get ég ákveðið hvort ég vil reyna að sannfæra hann, forðast hann, eða einfaldlega skilja betur hvernig heimurinn er. En ef ég fæ aldrei að vita hvað hann hugsar, þá geng ég um í myrkri. Ákvarðanir mínar eru ekki teknar með opnum augum. Þegar opinberar persónur birta umdeildar eða rangar staðhæfingar á samfélagsmiðlum, þá gefur það okkur í raun verðmætar upplýsingar. Við sjáum hvaða viðhorf eru til staðar í samfélaginu. Við getum brugðist við á upplýstan hátt. Ef þessar skoðanir væru ritskoðaðar, værum við blindari fyrir því sem raunverulega er að gerast. Til að taka góðar ákvarðanir þurfum við meiri upplýsingar, ekki færri. Hvað gerist þegar tjáningarfrelsi er heft? Þó langt sé um liðið síðan Berlínarmúrinn féll, sýnir tölfræðin enn talsverðan mun á milli Austur- og Vestur-Evrópu. Mun fleiri lönd í Vestur-Evrópu leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Talsvert meiri hamingja mælist í Vestur-Evrópu. Viðhorf til minnihlutahópa eins og múslíma, gyðinga og samkynhneigðra er mun jákvæðara í Vestur-Evrópu. Austur-Evrópubúar eru líklegri til að líta á sína eigin menningu sem æðri öðrum. Fólk í fyrrum Austur-Evrópu sagði að eitt það versta við kerfið hefði verið að upplifa að eiga ekki val um að bæta eigin hag. Þegar þú hefur ekkert val, þá kennir þú ríkisstjórninni um þína óhamingju. Það er auðvelt og skiljanlegt. Ég fullyrði ekki að skortur á tjáningarfrelsi sé eina skýringin á þessum mun. En ég velti því fyrir mér hvort áratuga þöggun hafi ekki sett mark sitt á hugsunarhætti og viðhorf — og hvort afleiðingarnar séu enn að koma í ljós. Gamlar leiðir opna ekki nýjar dyr Tjáningarfrelsi er grundvallaratriði fyrir framfarir. Það skorar viðtekin gildi og „sannleika" á hólm. Að læra er ekki bara að læra nýja hluti — það þýðir líka að aflæra það sem við höfum lært, en er vitleysa. Darwin birti kenningu sína um þróun lífvera og mætti mikilli gagnrýni. En vegna þess að tjáningarfrelsi var til staðar, gat umræðan átt sér stað. Kenningin var prófuð, véfengd og að lokum styrkt. Ef vísindamenn hefðu verið þaggaðir niður, hefðu byltingarkenndar hugmyndir ekki náð að þróast. Bara það að þú trúir einhverju í langan tíma þýðir ekki að það sé rétt. Það þýðir bara að þú hefur trúað því lengi. Í næstu og síðustu grein skoða ég hvað þetta þýðir fyrir okkur hvert og eitt — og hvernig við getum haldið huganum opnum í heimi þar sem svo margir loka sig inni í eigin sannleika. Ásgeir Jónsson er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf. Allar ábendingar á kurteislegum nótum eru velkomnar á info@takmarkalaustlif.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásgeir Jónsson Tengdar fréttir Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Þegar Johannes Gutenberg hannaði prentvélina um miðja 15. öld gat hann ekki séð fyrir hversu djúpstæð áhrif uppfinning hans myndi hafa. Upplýsingar sem áður höfðu verið á forræði fárra urðu aðgengilegar almenningi. 23. janúar 2026 08:30 Þöggunin sem enginn viðurkennir Í fyrstu grein minni um tjáningarfrelsi fjallaði ég um hvers vegna það skiptir máli. Nú kafa ég dýpra í óþægilegu spurningarnar: Hvar liggja mörkin? Hverjum treystum við til að draga þau? 20. janúar 2026 09:00 Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Við tökum tjáningarfrelsið sem sjálfsagðan hlut – en getum við útskýrt hvers vegna? 16. janúar 2026 09:03 Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um mikilvægi þess að prófa hugmyndir okkar og þekkja heiminn eins og hann er Ímyndaðu þér að ég kynni þig fyrir hnefaleikakappa og við ættum þessi orðaskipti: Þetta er besti boxari í heiminum. Vá, magnað. Hvern hefur hann unnið? Engan. Hann hefur aldrei keppt við neinn. En hvernig veistu þá að hann er besti boxari í heiminum? Ég bara veit það. Þú myndir líklega halda að ég væri rugludallur. En þetta er nákvæmlega staðan á mörgum skoðunum okkar. Við erum fullviss um að við höfum rétt fyrir okkur — en við höfum aldrei þurft að verja þessar skoðanir. Þær hafa aldrei stigið í hringinn. Óprófuð skoðun er bara tilgáta Vísindamenn vita þetta. Tilgáta verður ekki að þekkingu fyrr en hún hefur verið prófuð, gagnrýnd og staðist. Sama gildir um skoðanir okkar. Skoðun sem hefur aldrei mætt andstöðu, aldrei þurft að svara fyrir sig, er í besta falli tilgáta — í versta falli sjálfsblekking. Þegar við tjáum okkur opinberlega, stígum við í hringinn. Þá kemur í ljós hvort skoðunin stenst eða hvort hún er rotin í fyrstu lotu. Tjáningarfrelsi er hringurinn þar sem hugmyndir fá að mætast. Þegar sannleikurinn reyndist rangur Sagan kennir okkur að „sannleikurinn" hefur oft reynst rangur. Hugmyndir sem voru viðurkenndar á sínum tíma — sem enginn þorði að efast um — reyndust síðar vera skaðlegar eða rangar. Oft er það sem við teljum okkur vita fyrir víst, en er rangt, það sem fer verst með okkur. Jörðin var miðja alheimsins. Þetta var óumdeilanleg staðreynd í aldir. Þeir sem efuðust voru stimplaðir sem villutrúarmenn. Þrælahald var eðlilegt. Merkilegir hugsuðir og trúarleiðtogar réttlættu það. Þeir sem mótmæltu voru öfgamenn. Reykingar voru skaðlausar. Læknar mæltu með þeim. Þeir sem vöruðu við voru taldir ofsóknarbrjálaðir. Mettuð dýrafita olli hjartasjúkdómum. Þetta var vísindaleg samstaða í áratugi. Sykuriðnaðurinn greiddi fyrir rannsóknir sem beindu sjónum að fitu í stað sykurs. OxyContin var ekki ávanabindandi. Purdue Pharma og Sackler-fjölskyldan sögðu okkur það. Læknar trúðu þeim. Milljónir urðu fíklar. Hundruð þúsunda dóu. Hefðu gagnrýnar raddir verið þaggaðar niður, þá hefðum við sem þjóð hætt að læra, þróast og þroskast. Þess vegna verðum við að standa vörð um tjáningarfrelsið — jafnvel þegar „sannleikurinn" særir, ruglar eða ögrar. Þegar afneitun verður refsiverð Er það tjáningarfrelsi að halda því fram að helförin hafi verið uppspuni? Sumir segja já. Aðrir segja nei. Rökin fyrir banni eru að verið sé að afneita staðreyndum sem augljóslega eru réttar. En þessi rök opna á óþægilega spurningu: Hvar liggja mörkin? Fólk trúir alls konar hlutum sem ekki byggja á sönnunum — trúarbrögð eru augljósasta dæmið. Í Þýskalandi og Frakklandi er afneitun helfararinnar bönnuð og hægt að fangelsa fólk fyrir brot á þeim lögum. Í Bandaríkjunum og á Íslandi er hún ekki bönnuð. En gott er að minna á: Að banna eitthvað þýðir ekki að það hverfi. Það þýðir frekar að það fer í felur — og jafnvel magnast fyrir vikið. Við þurfum að vita hvað fólk hugsar Greg Lukianoff, bandarískur lögfræðingur og forseti FIRE (Foundation for Individual Rights and Expression), setti fram kenningu sem snýst um gildi óhindraðs upplýsingaflæðis. Kjarni hennar er einfaldur: Við þurfum að vita hvað fólk raunverulega hugsar, jafnvel þegar það er óþægilegt. Ef einhver hefur fordóma, er með öfgaskoðanir eða hættulegar hugmyndir — vil ég vita það. Þá get ég ákveðið hvort ég vil reyna að sannfæra hann, forðast hann, eða einfaldlega skilja betur hvernig heimurinn er. En ef ég fæ aldrei að vita hvað hann hugsar, þá geng ég um í myrkri. Ákvarðanir mínar eru ekki teknar með opnum augum. Þegar opinberar persónur birta umdeildar eða rangar staðhæfingar á samfélagsmiðlum, þá gefur það okkur í raun verðmætar upplýsingar. Við sjáum hvaða viðhorf eru til staðar í samfélaginu. Við getum brugðist við á upplýstan hátt. Ef þessar skoðanir væru ritskoðaðar, værum við blindari fyrir því sem raunverulega er að gerast. Til að taka góðar ákvarðanir þurfum við meiri upplýsingar, ekki færri. Hvað gerist þegar tjáningarfrelsi er heft? Þó langt sé um liðið síðan Berlínarmúrinn féll, sýnir tölfræðin enn talsverðan mun á milli Austur- og Vestur-Evrópu. Mun fleiri lönd í Vestur-Evrópu leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Talsvert meiri hamingja mælist í Vestur-Evrópu. Viðhorf til minnihlutahópa eins og múslíma, gyðinga og samkynhneigðra er mun jákvæðara í Vestur-Evrópu. Austur-Evrópubúar eru líklegri til að líta á sína eigin menningu sem æðri öðrum. Fólk í fyrrum Austur-Evrópu sagði að eitt það versta við kerfið hefði verið að upplifa að eiga ekki val um að bæta eigin hag. Þegar þú hefur ekkert val, þá kennir þú ríkisstjórninni um þína óhamingju. Það er auðvelt og skiljanlegt. Ég fullyrði ekki að skortur á tjáningarfrelsi sé eina skýringin á þessum mun. En ég velti því fyrir mér hvort áratuga þöggun hafi ekki sett mark sitt á hugsunarhætti og viðhorf — og hvort afleiðingarnar séu enn að koma í ljós. Gamlar leiðir opna ekki nýjar dyr Tjáningarfrelsi er grundvallaratriði fyrir framfarir. Það skorar viðtekin gildi og „sannleika" á hólm. Að læra er ekki bara að læra nýja hluti — það þýðir líka að aflæra það sem við höfum lært, en er vitleysa. Darwin birti kenningu sína um þróun lífvera og mætti mikilli gagnrýni. En vegna þess að tjáningarfrelsi var til staðar, gat umræðan átt sér stað. Kenningin var prófuð, véfengd og að lokum styrkt. Ef vísindamenn hefðu verið þaggaðir niður, hefðu byltingarkenndar hugmyndir ekki náð að þróast. Bara það að þú trúir einhverju í langan tíma þýðir ekki að það sé rétt. Það þýðir bara að þú hefur trúað því lengi. Í næstu og síðustu grein skoða ég hvað þetta þýðir fyrir okkur hvert og eitt — og hvernig við getum haldið huganum opnum í heimi þar sem svo margir loka sig inni í eigin sannleika. Ásgeir Jónsson er stofnandi og eigandi Takmarkalaust líf ehf. Allar ábendingar á kurteislegum nótum eru velkomnar á info@takmarkalaustlif.is
Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Þegar Johannes Gutenberg hannaði prentvélina um miðja 15. öld gat hann ekki séð fyrir hversu djúpstæð áhrif uppfinning hans myndi hafa. Upplýsingar sem áður höfðu verið á forræði fárra urðu aðgengilegar almenningi. 23. janúar 2026 08:30
Þöggunin sem enginn viðurkennir Í fyrstu grein minni um tjáningarfrelsi fjallaði ég um hvers vegna það skiptir máli. Nú kafa ég dýpra í óþægilegu spurningarnar: Hvar liggja mörkin? Hverjum treystum við til að draga þau? 20. janúar 2026 09:00
Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Við tökum tjáningarfrelsið sem sjálfsagðan hlut – en getum við útskýrt hvers vegna? 16. janúar 2026 09:03
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar