Handbolti

Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bónda­degi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sonja Steinarsdóttir er ein aðalsprautan í íslensku stuðningsmannasveitinni og hér hvetur hún strákana sína áfram í leiknum í gær.
Sonja Steinarsdóttir er ein aðalsprautan í íslensku stuðningsmannasveitinni og hér hvetur hún strákana sína áfram í leiknum í gær. Vísir/Vilhelm

Sigurganga íslenska karlalandsliðsins í handbolta á Evrópumótinu í handbolta endaði í fyrsta leik á milliriðli.

Eftir þrjá sigra í röð í riðlakeppninni í Kristianstad tapaðist fyrsti leikurinn í milliriðli á móti Króötum með minnsta mun.

Íslenska liðið tapaði því annað árið í röð á móti lærisveinum Dags Sigurðssonar á Bóndadegi.

Tapið í fyrra var dýrkeypt en vonandi ná strákarnir okkar að rífa sig aftur upp og sýna að þeir eru beygðir en ekki brotnir á bóndadegi.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum í Malmö og náði þessum flottu myndum hér fyrir neðan.

Íslensku áhorfendurnir áttu stúkuna í leiknum á móti Króötunum í gær.Vísir/Vilhelm
Orri Freyr Þorkelsson fékk slæmt högg á öxlina og fór af velli en kom síðan aftur inn á völlinn undir lokin.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli Hallgrímsson náði ekki alveg að fylgja eftir frábærum leik sínum á móti Ungverjum.Vísir/Vilhelm
Elliði Snær Viðarsson fær hér harðar móttökur á línunni og Króatar reyna að klæða hann úr treyjunni.Vísir/Vilhelm
Haukur Þrastarson hefur hér fengið byltu og endað á auglýsingaskilti.Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir Kristjánsson fiskaði sex víti í leiknum en það var oft tekið hart á honum í leiknum.Vísir/Vilhelm
Elliði Snær Viðarsson reynir hér að rífa upp stemmninguna meðal stuðningsmanna íslenska liðsins.Vísir/Vilhelm
Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk í leiknum í gær.Vísir/Vilhelm
Það tekur oft á að styðja íslenska handboltalandsliðið í gegnum súrt og sætt.Vísir/Vilhelm
Ómar Ingi Magnússon fann fáar leiðir fram hjá háxöxnum Króötum í gær.Vísir/Vilhelm
Janus Daði Smárason er hér greinilega ánægður með þau skilaboð sem hann fékk.Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sést hér á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm
Orri Freyr Þorkelsson fer hér inn úr vinstra horninu.Vísir/Vilhelm
Ýmir Örn Gíslason fagnar hér góðum varnarleik.Vísir/Vilhelm
Áfram Ísland hljómaði allan leikinn.Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×