„Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. janúar 2026 09:32 Ásta Erla Jónasdóttir var tvítug þegar hún fékk sér PIP brjóstapúða, árið 2008. Samsett „Það voru alltaf einhver veikindi, ólík veikindi. Og ég var bara ung, hraust stelpa áður, ég var íþróttastelpa, aldrei veik og ekkert vesen. Það er bara ótrúlega sárt að horfa til baka og vita ekki að brjóstin á mér voru að gera mig svona veika,“ segir Ásta Erla Jónasdóttir, ein af þeim fjölmörgu íslensku konum sem á sínum tíma fengu sér PIP brjóstapúða, með afdrifaríkum afleiðingum. Rætt er við Ástu í nýjasta þætti Eftirmála en þar er PIP málið svokallaða rifjað upp. PIP málið er allt í senn fréttamál, svikamál, læknisfræðilegt hneykslismál og dómsmál sem teygir anga sína um alla Evrópu. Málið snýst um kerfisbundin vörusvik hjá franska fyrirtækinu Poly Implant Prothèse (PIP) en fyrirtækið framleiddi brjóstapúða sem voru seldir og græddir í konur víða um heim, þar á meðal á Íslandi, þrátt fyrir að vera fylltir ólöglegu iðnaðarsílíkoni í stað læknisfræðilegs sílikons. Um tvær milljónir PIP-púða voru seldir á tíu árum og talið er að um 400 íslenskar konur hafi fengið slíka púða grædda í sig. Hópur íslenskra kvenna urðu seinna hluti af hópmálsókn á hendur fyrirtækinu, sem stendur ennþá yfir í dag, þrettán árum síðar. Taldir valda krabbameini Fyrsta frétt af málinu hér á landi birtist á Vísi þann 20. desember árið 2011. Þar var sagt frá því að frönsk nefnd hefði ráðlagt rúmlega 30 þúsund konum að láta fjarlægja PIP-ígræðslur og að töluverðar líkur væru á að þær rifnuðu. Þá kom einnig fram að átta konur sem höfðu fengið slíkar ígræðslur hefðu greinst með krabbamein. Svo virðist sem að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi þegar verið farin að kanna málið á þessum tímapunkti en tveimur dögum síðar birtist önnur frétt á Vísi þar sem Lyfjastofnun hvatti konur með sílikonpúða til að hafa samband við skurðlækni ef þær hefðu áhyggjur eða fyndu eymsli, en sagði jafnframt að ekkert benti til þess að fjarlægja þyrfti alla slíka púða. Nokkrum dögum seinna var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar kom fram að talið væri að um 400 íslenskar konur væru með PIP-púða og að stofnandi fyrirtækisins, Jean-Claude Mas, væri eftirlýstur af Interpol. Þá var einnig bent á að enginn miðlægur gagnagrunnur væri til á Íslandi yfir sílikonaðgerðir, sem gerði umfangið óljósara og leitina að upplýsingum erfiðari. Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála voru púðarnir vottaðir innan Evrópu og því var nánast ómögulegt fyrir notendur að greina vörusvikin fyrr. Samt var vísað til þess að bandaríska FDA hefði gert athugasemdir við starfsemi PIP snemma á ferlinu, án þess að það leiddi til stöðvunar á sölu í Evrópu. Í lok desember 2011 kom fram að Félag íslenskra lýtalækna hygðist senda konum sem höfðu fengið PIP-púða eftir árið 2000 bréf með leiðbeiningum. Í tilkynningu félagsins var stigið varlega til jarðar, sagt að fyllingarnar væru ekki taldar valda sjúkdómum „svo vitað sé“ og að rof væri „afar sjaldgæft“, þó að erlendar umræður væru á sama tíma mun harðorðari og bentu á aukna hættu á rofi. Hafði aldrei áður kennt sér meins Í þætti Eftirmála er rætt við Ástu Erlu Jónsdóttur, sem fékk PIP-púða árið 2008, þá tvítug að aldri. Ásta lýsir því að á þessum tíma hafi útlitsdýrkun ýtt undir hugmyndina um stór brjóst og kynþokka, auk þess sem hún hafi glímt við lágt sjálfsálit. „Svo fer ég bara til lýtalæknis sem segir bara: „Já, við græjum þetta bara, setjum þetta bara undir vöðva, ekkert mál.“ Og ég fæ einhvern veginn aldrei að sjá púða eða neitt svoleiðis. Ég vissi ekkert hvaða tegund ég var að fá og þetta var allt bara eins og þetta væri bara ekkert mál.“ Það liðu þrjú ár á milli þess sem Ásta fékk sér sílíkonpúða og þar til PIP-málið komst í umræðuna árið 2011. Hún fór í kjölfarið og sótti sjúkragögnin sín og þá fóru að renna á hana tvær grímur. Þegar konur fengu bréf um að þær væru með eitraða púða og að rofhætta væri mun meiri fór Ásta í skoðun og þá kom í ljós að hún var með rofna púða. „Það er ótrúlegt að sjá hvernig sjúkrasagan mín hefst bara ári eftir að ég fæ PIP-púðana. Þá greinist ég með gigt og liðagigt og er bara alltaf inni á borði hjá heimilislækni,“ segir Ásta sem hafði alla tíð verið afar heilsuhraust. Þessi mynd var tekin eftir að Ásta fékk sér PIP brjótapúðana árið 2008.Aðsend „Ég náttúrulega tengdi þegar málið kemur upp, að við fáum bréf þarna fjögur hundruð konur heim um að það séum við með eitraða brjóstapúða. Og það eru fimm hundruð prósent meiri líkur á því að þeir rofni miðað við aðra púða. Og þá fáum við sem sagt tíma hjá heimilislækni og skoðun og þá er ég með rofna púða.” Með tifandi tímasprengju inni í sér Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 30. desember 2011 kom fram afstaða landlæknis, Geirs Gunnlaugssonar, sem sagði ekki ástæðu til að konur með PIP-púða létu fjarlægja þá, og vísaði til þess að flest Evrópulönd, utan Frakklands, teldu ekki aukna hættu á ferðinni. Einnig var bent á að aðgerðir við að fjarlægja púða væru ekki áhættulausar þar sem þær færu fram í svæfingu, og óljóst var á þeim tímapunkti hvernig kostnaðarþátttöku stjórnvalda yrði háttað. Í frétt Bylgjunnar þann 10. janúar 2012 var rætt við íslenska konu um þrítugt sem byrjaði að missa hárið eftir að hún fékk sílikonpúða frá PIP hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni, árið 2008. Hún fann einnig fyrir margs konar öðrum óþægindum, eins og húðbreytingum og útbrotum. Kvaðst hún hafa haft samband við Jens á sínum tíma, sem hafi tjáð henni að veikindin gætu ekki verið mögulega út af sílikoninu. Konan kvaðst hafa rætt þrisvar við starfsfólk landlæknisembættisins án þess að fá nokkur svör. Fram kom að hún væri búin að ráða sér lögmann og ætlaði að fara í mál við Jens. „Ég er gangandi með þessa púða og mér líður eins og ég sé með tifandi tímasprengju inni í mér. Ég veit ekkert hvort þetta er búið að springa eða hvað. Það er búið að kippa algjörlega undan manni þessu trausti sem maður hafði. Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála skilaði fjölmiðlaumfjöllun um málið sér í sívaxandi þrýstingi á yfirvöld. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti aðgerðaáætlun um að konum skyldi boðin ómskoðun án kostnaðar og ef púðar reyndust leka þá tæki ríkið þátt í kostnaði við að láta fjarlægja þá. Jafnframt var settur á fót sérstakur starfshópur á Alþingi um „sílikonmálið mikla“. Í ljós kom að um 60 prósent þeirra kvenna sem létu skoða PIP-púða sína höfðu verið með lekandi púða, sem þótti grafalvarlegt í ljósi fjöldans hér á landi. Líf fjölmargra kvenna eyðilagt Ásta Erla, sem rætt er við í þætti Eftirmála, lét lýtalækni fjarlægja PIP-púðana og setja nýja í staðinn. Hún lýsir því að þegar púðarnir voru fjarlægðir hefði verið gert lítið úr alvarleikanum en hún sjálf hafi orðið mjög veik eftir aðgerð. Líkaminn myndar himnu utan um sílikonpúðana til þess að vernda sig frá eitrinu en þegar skorið er í himnuna þá lekur náttúrulega eitrið í kerfið. Síðar kom í ljós að Ásta var enn með iðnaðarsílikon fast í eitlum, meðal annars í handarkrika, hálsi og nára. Læknir tjáði henni að þetta væri líklega eitthvað sem færi með henni „í gröfina“, þar sem aðgerðir til að fjarlægja eitla gætu valdið öðrum alvarlegum fylgikvillum. Óhætt er að segja að ákvörðun Ástu um að fá sér sílikonpúða hafi haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Fyrir nokkrum árum byrjaði Ásta að kynna sér brjóstaveiki (e.breast implant illness) og hún vill aukna meðvitund um þessi mál. „Það er epoxí bindiefni í þessum púðum. Þetta er ekkert grín. Svo er nefnilega málið, það er svo lítið hægt að finna um þetta út af því að öflin eru svo sterk. Á meðan það er eftirspurn, þá er framboð. Og stelpur vilja ekki heyra þetta, af því það er náttúrulega bara alveg svakalega ríkjandi útlitsdýrkun í dag, sérstaklega með komu samfélagsmiðla. „Þetta hefur bara eyðilagt líf svo margra kvenna. Og það er ekki bara PIP-púðamálið, við erum að tala um að konur úti um allan heim eru að þjást út af sílíkonpúðum og margar þeirra vita það ekki einu sinni. Og það er oft ekki hlustað á þær, þeim er ekki tekið alvarlega. Það er mín upplifun.“ Ásta er laus við púðana í dag, en glímir enn við eftirköstin.Aðsend Ásta segist enn vera í sambandi við þó nokkrar konur sem voru með PIP-púða sem rifnuðu. „Við vorum allar með sprungna púða og þetta er bara fast í kerfinu okkar. Og við erum allar á einhvern hátt að díla við einhvers konar veikindi út frá því að vera með iðnaðarsílikon fast í líkamanum.“ Ásta er ein af þeim sem fengu sér púða fyrir barneignir. Síðan þá hefur hún gengið átta sinnum í gegnum fósturmissi. Það er búið að vera mikil reiði og sorg, og allt út í kerfið, sem maður á að treysta. Ekkert að gerast Í janúar 2012 birtist fyrsta fréttin af því að íslenskar konur með PIP-brjóstapúða væru að íhuga málsókn gegn Jens Kjartanssyni, lýtalækninum sem græddi púðana í þær. Jens var yfirlæknir lýtalækninga á Landspítalanum en starfrækti einnig eigin stofu þar sem hann flutti inn umrædda púða. Í fréttinni kom fram að tíu konur hefðu fengið Sögu Ír Jónsdóttur héraðsdómslögmann til að undirbúa málsókn á hendur Jens og færu fram á að púðarnir yrðu fjarlægðir þeim að kostnaðarlausu. Í þætti Eftirmála er rætt við Sögu Ýr, en málið kom inn á borð hennar fyrir hálfgerða tilviljun eins og lýst er. Á þessum tíma óraði hana ekki fyrir því að málið yrði jafn umfangsmikið og raun bar vitni og að baráttan ætti eftir að spanna meira en áratug. Saga fór fyrst í mál við Jens lýtalækni fyrir hönd einnar konu en það endaði með því að öllum kröfum á hendur Jens var vísað frá á þeim forsendum að Jens hafi treyst á sérstaka CE-vottun sem púðarnir höfðu. Á svipuðum tíma og sú niðurstaða lá fyrir á Íslandi voru hópmálsóknir í bígerð í öðrum löndum og sér í lagi í Frakklandi. Franskur lögmaður, sem stendur í málaferlum fyrir hönd franskra kvenna með PIP-púða, hafði samband við Sögu og spurði hvort hún væri tilbúin til þess að taka þátt í þessum viðræðum og gæta hagsmuna íslensku kvennanna. Í kjölfarið tók Saga þátt í stóru málsókninni í Frakklandi gegn vottunarfyrirtækinu TÜV Rheinland, þar sem tugþúsundir kvenna bíða nú niðurstöðu. Saga lýsir því að verkefnið hafi orðið mun víðtækara en hefðbundin lögmannsstörf: hún hafi blandast inn í praktíska hagsmunagæslu, verið í nánum samskiptum við konurnar og séð að margar þeirra höfðu hvorki bolmagn né fjármagn til að standa einar í svona ferli. Maður auðvitað fann til með þessum konum og var búinn að vera í miklum samskiptum við þær og það er eðlilegt að, hérna, vera með mínar hendur í þessu. Í þættinum kemur fram að franskur áfrýjunardómstóll hafi árið 2021 komist að þeirri niðurstöðu að hluti kvennanna ætti að fá skaðabætur og að vottunarfyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Síðan þá hefur lítið gerst og málið er nú til meðferðar hjá Hæstarétti Frakklands, þar sem íslenskar konur eru á meðal þúsunda sem bíða niðurstöðu. Saga lýsir biðinni sem andlega erfiðri, bæði fyrir sig og konurnar. „Ég er náttúrulega ekki mjög þolinmóð manneskja og það er alltaf erfitt að þú þurfir að bíða í svona mörg ár. Og það er bara ekkert að frétta,“ segir Saga en bætir við að hún sé þó vongóð um að það fari að komast einhver hreyfing á málin: „Þegar það verður kveðinn dómur í Frakklandi þá verður þetta risastórt fréttamál en það bara líða alltaf þarna einhver ár á milli. Það eru komin fjögur ár frá síðustu dómsuppkvaðningu. Ég trúi nú ekki öðru heldur en að við förum að fara að fá einhverjar fréttir fljótlega. Ég held að það hljóti eitthvað að skýrast í þessu. Þetta mál er enn þá í gangi og ég sit áfram þangað til að þetta er búið. Ég klára þetta, ég byrjaði á þessu og ég klára þetta.“ Ónæmiskerfið sífellt í varnarstöðu Mál íslensku kvennanna, sem fengu grædda í sér PIP-sílíkonpúða, hefur nú staðið yfir í þrettán ár. Það er Ástu hjartans mál að konur taki upplýsta ákvörðun áður en þær láta setja í sig sílíkon. Þá kallar hún eftir betra aðgengi að upplýsingum yfir höfuð. „Heilsa mín í dag er ekki nógu góð. Og ég er að glíma við mjög slæma liðagigt. Og kerfið á mér er einhvern veginn alltaf í varnarviðbrögðum út af þessu sílikoni sem ég er með, sem er fast í kerfinu á mér. Og sama hvað ég er búin að reyna allt til að „dítoxa“, þá er það bara fast. Ónæmiskerfið er alltaf í varnarviðbrögðum. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að lifa með, og sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina. Svo segja þeir,“ segir hún. „Ég er búin að heyra raddir svo margra kvenna sem eru á sama stað. Það er svo mikil sorg og reiði sem fylgir þessu. Við erum bara allar búnar svolítið að berskjalda okkur og berjast fyrir því að, að aðrar ungar stelpur lendi ekki í því sama og við höfum lent í.” Eftirmál Heilbrigðismál PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Rætt er við Ástu í nýjasta þætti Eftirmála en þar er PIP málið svokallaða rifjað upp. PIP málið er allt í senn fréttamál, svikamál, læknisfræðilegt hneykslismál og dómsmál sem teygir anga sína um alla Evrópu. Málið snýst um kerfisbundin vörusvik hjá franska fyrirtækinu Poly Implant Prothèse (PIP) en fyrirtækið framleiddi brjóstapúða sem voru seldir og græddir í konur víða um heim, þar á meðal á Íslandi, þrátt fyrir að vera fylltir ólöglegu iðnaðarsílíkoni í stað læknisfræðilegs sílikons. Um tvær milljónir PIP-púða voru seldir á tíu árum og talið er að um 400 íslenskar konur hafi fengið slíka púða grædda í sig. Hópur íslenskra kvenna urðu seinna hluti af hópmálsókn á hendur fyrirtækinu, sem stendur ennþá yfir í dag, þrettán árum síðar. Taldir valda krabbameini Fyrsta frétt af málinu hér á landi birtist á Vísi þann 20. desember árið 2011. Þar var sagt frá því að frönsk nefnd hefði ráðlagt rúmlega 30 þúsund konum að láta fjarlægja PIP-ígræðslur og að töluverðar líkur væru á að þær rifnuðu. Þá kom einnig fram að átta konur sem höfðu fengið slíkar ígræðslur hefðu greinst með krabbamein. Svo virðist sem að íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi þegar verið farin að kanna málið á þessum tímapunkti en tveimur dögum síðar birtist önnur frétt á Vísi þar sem Lyfjastofnun hvatti konur með sílikonpúða til að hafa samband við skurðlækni ef þær hefðu áhyggjur eða fyndu eymsli, en sagði jafnframt að ekkert benti til þess að fjarlægja þyrfti alla slíka púða. Nokkrum dögum seinna var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar kom fram að talið væri að um 400 íslenskar konur væru með PIP-púða og að stofnandi fyrirtækisins, Jean-Claude Mas, væri eftirlýstur af Interpol. Þá var einnig bent á að enginn miðlægur gagnagrunnur væri til á Íslandi yfir sílikonaðgerðir, sem gerði umfangið óljósara og leitina að upplýsingum erfiðari. Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála voru púðarnir vottaðir innan Evrópu og því var nánast ómögulegt fyrir notendur að greina vörusvikin fyrr. Samt var vísað til þess að bandaríska FDA hefði gert athugasemdir við starfsemi PIP snemma á ferlinu, án þess að það leiddi til stöðvunar á sölu í Evrópu. Í lok desember 2011 kom fram að Félag íslenskra lýtalækna hygðist senda konum sem höfðu fengið PIP-púða eftir árið 2000 bréf með leiðbeiningum. Í tilkynningu félagsins var stigið varlega til jarðar, sagt að fyllingarnar væru ekki taldar valda sjúkdómum „svo vitað sé“ og að rof væri „afar sjaldgæft“, þó að erlendar umræður væru á sama tíma mun harðorðari og bentu á aukna hættu á rofi. Hafði aldrei áður kennt sér meins Í þætti Eftirmála er rætt við Ástu Erlu Jónsdóttur, sem fékk PIP-púða árið 2008, þá tvítug að aldri. Ásta lýsir því að á þessum tíma hafi útlitsdýrkun ýtt undir hugmyndina um stór brjóst og kynþokka, auk þess sem hún hafi glímt við lágt sjálfsálit. „Svo fer ég bara til lýtalæknis sem segir bara: „Já, við græjum þetta bara, setjum þetta bara undir vöðva, ekkert mál.“ Og ég fæ einhvern veginn aldrei að sjá púða eða neitt svoleiðis. Ég vissi ekkert hvaða tegund ég var að fá og þetta var allt bara eins og þetta væri bara ekkert mál.“ Það liðu þrjú ár á milli þess sem Ásta fékk sér sílíkonpúða og þar til PIP-málið komst í umræðuna árið 2011. Hún fór í kjölfarið og sótti sjúkragögnin sín og þá fóru að renna á hana tvær grímur. Þegar konur fengu bréf um að þær væru með eitraða púða og að rofhætta væri mun meiri fór Ásta í skoðun og þá kom í ljós að hún var með rofna púða. „Það er ótrúlegt að sjá hvernig sjúkrasagan mín hefst bara ári eftir að ég fæ PIP-púðana. Þá greinist ég með gigt og liðagigt og er bara alltaf inni á borði hjá heimilislækni,“ segir Ásta sem hafði alla tíð verið afar heilsuhraust. Þessi mynd var tekin eftir að Ásta fékk sér PIP brjótapúðana árið 2008.Aðsend „Ég náttúrulega tengdi þegar málið kemur upp, að við fáum bréf þarna fjögur hundruð konur heim um að það séum við með eitraða brjóstapúða. Og það eru fimm hundruð prósent meiri líkur á því að þeir rofni miðað við aðra púða. Og þá fáum við sem sagt tíma hjá heimilislækni og skoðun og þá er ég með rofna púða.” Með tifandi tímasprengju inni í sér Í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 30. desember 2011 kom fram afstaða landlæknis, Geirs Gunnlaugssonar, sem sagði ekki ástæðu til að konur með PIP-púða létu fjarlægja þá, og vísaði til þess að flest Evrópulönd, utan Frakklands, teldu ekki aukna hættu á ferðinni. Einnig var bent á að aðgerðir við að fjarlægja púða væru ekki áhættulausar þar sem þær færu fram í svæfingu, og óljóst var á þeim tímapunkti hvernig kostnaðarþátttöku stjórnvalda yrði háttað. Í frétt Bylgjunnar þann 10. janúar 2012 var rætt við íslenska konu um þrítugt sem byrjaði að missa hárið eftir að hún fékk sílikonpúða frá PIP hjá Jens Kjartanssyni lýtalækni, árið 2008. Hún fann einnig fyrir margs konar öðrum óþægindum, eins og húðbreytingum og útbrotum. Kvaðst hún hafa haft samband við Jens á sínum tíma, sem hafi tjáð henni að veikindin gætu ekki verið mögulega út af sílikoninu. Konan kvaðst hafa rætt þrisvar við starfsfólk landlæknisembættisins án þess að fá nokkur svör. Fram kom að hún væri búin að ráða sér lögmann og ætlaði að fara í mál við Jens. „Ég er gangandi með þessa púða og mér líður eins og ég sé með tifandi tímasprengju inni í mér. Ég veit ekkert hvort þetta er búið að springa eða hvað. Það er búið að kippa algjörlega undan manni þessu trausti sem maður hafði. Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála skilaði fjölmiðlaumfjöllun um málið sér í sívaxandi þrýstingi á yfirvöld. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti aðgerðaáætlun um að konum skyldi boðin ómskoðun án kostnaðar og ef púðar reyndust leka þá tæki ríkið þátt í kostnaði við að láta fjarlægja þá. Jafnframt var settur á fót sérstakur starfshópur á Alþingi um „sílikonmálið mikla“. Í ljós kom að um 60 prósent þeirra kvenna sem létu skoða PIP-púða sína höfðu verið með lekandi púða, sem þótti grafalvarlegt í ljósi fjöldans hér á landi. Líf fjölmargra kvenna eyðilagt Ásta Erla, sem rætt er við í þætti Eftirmála, lét lýtalækni fjarlægja PIP-púðana og setja nýja í staðinn. Hún lýsir því að þegar púðarnir voru fjarlægðir hefði verið gert lítið úr alvarleikanum en hún sjálf hafi orðið mjög veik eftir aðgerð. Líkaminn myndar himnu utan um sílikonpúðana til þess að vernda sig frá eitrinu en þegar skorið er í himnuna þá lekur náttúrulega eitrið í kerfið. Síðar kom í ljós að Ásta var enn með iðnaðarsílikon fast í eitlum, meðal annars í handarkrika, hálsi og nára. Læknir tjáði henni að þetta væri líklega eitthvað sem færi með henni „í gröfina“, þar sem aðgerðir til að fjarlægja eitla gætu valdið öðrum alvarlegum fylgikvillum. Óhætt er að segja að ákvörðun Ástu um að fá sér sílikonpúða hafi haft mjög afdrifaríkar afleiðingar. Fyrir nokkrum árum byrjaði Ásta að kynna sér brjóstaveiki (e.breast implant illness) og hún vill aukna meðvitund um þessi mál. „Það er epoxí bindiefni í þessum púðum. Þetta er ekkert grín. Svo er nefnilega málið, það er svo lítið hægt að finna um þetta út af því að öflin eru svo sterk. Á meðan það er eftirspurn, þá er framboð. Og stelpur vilja ekki heyra þetta, af því það er náttúrulega bara alveg svakalega ríkjandi útlitsdýrkun í dag, sérstaklega með komu samfélagsmiðla. „Þetta hefur bara eyðilagt líf svo margra kvenna. Og það er ekki bara PIP-púðamálið, við erum að tala um að konur úti um allan heim eru að þjást út af sílíkonpúðum og margar þeirra vita það ekki einu sinni. Og það er oft ekki hlustað á þær, þeim er ekki tekið alvarlega. Það er mín upplifun.“ Ásta er laus við púðana í dag, en glímir enn við eftirköstin.Aðsend Ásta segist enn vera í sambandi við þó nokkrar konur sem voru með PIP-púða sem rifnuðu. „Við vorum allar með sprungna púða og þetta er bara fast í kerfinu okkar. Og við erum allar á einhvern hátt að díla við einhvers konar veikindi út frá því að vera með iðnaðarsílikon fast í líkamanum.“ Ásta er ein af þeim sem fengu sér púða fyrir barneignir. Síðan þá hefur hún gengið átta sinnum í gegnum fósturmissi. Það er búið að vera mikil reiði og sorg, og allt út í kerfið, sem maður á að treysta. Ekkert að gerast Í janúar 2012 birtist fyrsta fréttin af því að íslenskar konur með PIP-brjóstapúða væru að íhuga málsókn gegn Jens Kjartanssyni, lýtalækninum sem græddi púðana í þær. Jens var yfirlæknir lýtalækninga á Landspítalanum en starfrækti einnig eigin stofu þar sem hann flutti inn umrædda púða. Í fréttinni kom fram að tíu konur hefðu fengið Sögu Ír Jónsdóttur héraðsdómslögmann til að undirbúa málsókn á hendur Jens og færu fram á að púðarnir yrðu fjarlægðir þeim að kostnaðarlausu. Í þætti Eftirmála er rætt við Sögu Ýr, en málið kom inn á borð hennar fyrir hálfgerða tilviljun eins og lýst er. Á þessum tíma óraði hana ekki fyrir því að málið yrði jafn umfangsmikið og raun bar vitni og að baráttan ætti eftir að spanna meira en áratug. Saga fór fyrst í mál við Jens lýtalækni fyrir hönd einnar konu en það endaði með því að öllum kröfum á hendur Jens var vísað frá á þeim forsendum að Jens hafi treyst á sérstaka CE-vottun sem púðarnir höfðu. Á svipuðum tíma og sú niðurstaða lá fyrir á Íslandi voru hópmálsóknir í bígerð í öðrum löndum og sér í lagi í Frakklandi. Franskur lögmaður, sem stendur í málaferlum fyrir hönd franskra kvenna með PIP-púða, hafði samband við Sögu og spurði hvort hún væri tilbúin til þess að taka þátt í þessum viðræðum og gæta hagsmuna íslensku kvennanna. Í kjölfarið tók Saga þátt í stóru málsókninni í Frakklandi gegn vottunarfyrirtækinu TÜV Rheinland, þar sem tugþúsundir kvenna bíða nú niðurstöðu. Saga lýsir því að verkefnið hafi orðið mun víðtækara en hefðbundin lögmannsstörf: hún hafi blandast inn í praktíska hagsmunagæslu, verið í nánum samskiptum við konurnar og séð að margar þeirra höfðu hvorki bolmagn né fjármagn til að standa einar í svona ferli. Maður auðvitað fann til með þessum konum og var búinn að vera í miklum samskiptum við þær og það er eðlilegt að, hérna, vera með mínar hendur í þessu. Í þættinum kemur fram að franskur áfrýjunardómstóll hafi árið 2021 komist að þeirri niðurstöðu að hluti kvennanna ætti að fá skaðabætur og að vottunarfyrirtækið hefði sýnt af sér vanrækslu. Síðan þá hefur lítið gerst og málið er nú til meðferðar hjá Hæstarétti Frakklands, þar sem íslenskar konur eru á meðal þúsunda sem bíða niðurstöðu. Saga lýsir biðinni sem andlega erfiðri, bæði fyrir sig og konurnar. „Ég er náttúrulega ekki mjög þolinmóð manneskja og það er alltaf erfitt að þú þurfir að bíða í svona mörg ár. Og það er bara ekkert að frétta,“ segir Saga en bætir við að hún sé þó vongóð um að það fari að komast einhver hreyfing á málin: „Þegar það verður kveðinn dómur í Frakklandi þá verður þetta risastórt fréttamál en það bara líða alltaf þarna einhver ár á milli. Það eru komin fjögur ár frá síðustu dómsuppkvaðningu. Ég trúi nú ekki öðru heldur en að við förum að fara að fá einhverjar fréttir fljótlega. Ég held að það hljóti eitthvað að skýrast í þessu. Þetta mál er enn þá í gangi og ég sit áfram þangað til að þetta er búið. Ég klára þetta, ég byrjaði á þessu og ég klára þetta.“ Ónæmiskerfið sífellt í varnarstöðu Mál íslensku kvennanna, sem fengu grædda í sér PIP-sílíkonpúða, hefur nú staðið yfir í þrettán ár. Það er Ástu hjartans mál að konur taki upplýsta ákvörðun áður en þær láta setja í sig sílíkon. Þá kallar hún eftir betra aðgengi að upplýsingum yfir höfuð. „Heilsa mín í dag er ekki nógu góð. Og ég er að glíma við mjög slæma liðagigt. Og kerfið á mér er einhvern veginn alltaf í varnarviðbrögðum út af þessu sílikoni sem ég er með, sem er fast í kerfinu á mér. Og sama hvað ég er búin að reyna allt til að „dítoxa“, þá er það bara fast. Ónæmiskerfið er alltaf í varnarviðbrögðum. Þetta er bara eitthvað sem ég þarf að lifa með, og sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina. Svo segja þeir,“ segir hún. „Ég er búin að heyra raddir svo margra kvenna sem eru á sama stað. Það er svo mikil sorg og reiði sem fylgir þessu. Við erum bara allar búnar svolítið að berskjalda okkur og berjast fyrir því að, að aðrar ungar stelpur lendi ekki í því sama og við höfum lent í.”
Eftirmál Heilbrigðismál PIP-brjóstapúðar Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira