Handbolti

Haukakonur upp í þriðja sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir spilaði vel í kvöld.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir spilaði vel í kvöld. Haukar

Haukakonur sóttu tvö stig í Garðabæinn í kvöld eftir fjögurra marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild kvenna.

Haukaliðið fór þar með upp fyrir ÍR og upp í þriðja sæti deildarinnar. Stjörnukonur eru áfram í næstneðsta sæti.

Haukar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16-12, en voru síðan margoft fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum og sigurinn því aldrei í mikilli hættu.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði átta mörk og þær Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Embla Steindórsdóttir voru allar með fjögur mörk. Sara Sif Helgadóttir átti stórleik í markinu, varði 19 skot þar af tvö víti.

Eva Björk Davíðsdóttir skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna og þær Sara Katrín Gunnarsdóttir og Natasja Hammer voru með fjögur mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×