Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar 21. janúar 2026 15:02 Landbúnaður á Grænlandi hefur um langt skeið verið lítt áberandi í umræðu um efnahag og framtíð landsins. Hann er lítill að umfangi, bundinn við afmarkað svæði og starfar við afar krefjandi náttúruskilyrðum. Samt hefur hann staðið af sér áföll og erfiðleika – ekki vegna hagkvæmni í hefðbundnum skilningi, heldur vegna meðvitaðrar samfélagslegrar ákvörðunar. Í nýlegri grein fjallar Christian Anton Smedshaug, forstjóri Agri Analyse í Noregi, um þróun og stöðu landbúnaðar á Grænlandi. Þar er dregin upp mynd af atvinnugrein sem er smá í sniðum, ósamkeppnishæf í reynd en gegnir engu að síður mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið. Landbúnaður á Grænlandi á sér tvö söguleg skeið. Hið fyrra hófst með norrænu landnámi á Suður-Grænlandi á 10. öld, þegar Íslendingar fluttu með sér búpening og landbúnaðarhefðir. Það kerfi lagðist að lokum af þegar aðstæður, loftslag og samfélagslegar forsendur breyttust. Hið síðara hófst á 20. öld með markvissri uppbyggingu sauðfjárræktar, sem í dag er burðarás grænlensks landbúnaðar. Nútíma landbúnaður á Grænlandi er nánast alfarið bundinn við Suður-Grænland, einkum svæðið í kringum Qaqortoq. Þar eru ívið bestu skilyrðin til landbúnaðar og skárri en víðast annars staðar, þó þau séu engu að síður erfið: stuttur vaxtartími, takmarkað ræktunarland, sveiflukennt veðurfar. Ofan á þetta bætist hár flutningskostnaður á aðföngum til búrekstrar. Sauðfjárstofninn hefur sveiflast töluvert í gegnum árin m.a. vegna erfiðs tíðarfars og framleiðslugetan er takmörkuð. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að byggja upp virka virðiskeðju í kringum sauðfjárræktina, þar á meðal sláturhús og vinnslu í Narsaq. Þessi uppbygging skiptir sköpum. Án hennar væri framleiðslan ekki aðeins lítil, heldur einnig óraunhæf. Með henni er tryggt að þekking, innviðir og rekstrargeta haldist innanlands. Smedshaug leggur áherslu á að réttlæting landbúnaðar á Grænlandi sé ekki fyrst og fremst efnahagsleg. Hún byggist á víðari samfélagslegum forsendum: byggð, menningu, fæðuöryggi og sjálfstæði. Grænland verður aldrei sjálfu sér nægt í matvælum, en markmiðið er heldur ekki slíkt. Markmiðið er að viðhalda raunverulegri getu til framleiðslu innan þeirra náttúrlegu marka sem landið setur. Í þessu ljósi verður gagnlegt að skilja fæðuöryggi sem kerfisgetu fremur en áætlun. Raunverulegt fæðuöryggi felst í því að samfélög hafi starfandi innviði, mannauð og rekstrarumhverfi sem þola óvissu og áföll. Slík geta verður ekki til með yfirlýsingum einum saman, heldur með stöðugum rekstri og fyrirsjáanlegum forsendum. Staða Grænlands sýnir að þegar þessi geta tapast er hún ekki auðveldlega endurheimt. Slátrunargeta, dreifikerfi og fagleg þekking verða ekki endurbyggð á skömmum tíma í harðbýlu landi. Þess vegna er viðhald jafnvel lítillar framleiðslu samfélagslega mikilvægara en tölulegur samanburður við hagkvæmari kerfi annars staðar. Grænlenska dæmið minnir okkur þannig á að spurningin er ekki hvort landbúnaður á jaðarsvæðum standist þröng viðmið hagkvæmni í hagfræðilegum skilningi. Spurningin er hvort samfélög sem búa við viðkvæmar aðstæður hafi efni á að láta getu sína til matvælaframleiðslu hverfa. Fæðuöryggi verður til í rekstri, í innviðum og í þeirri meðvituðu ákvörðun að halda kerfum gangandi – jafnvel þegar þau líta ekki út fyrir að vera hagkvæm samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum. Þegar þessi geta hverfur verður hún ekki endurheimt með áætlunum. Skaðinn er raunverulegur. Höfundur er hagfræðingur og formaður Íslandsdeildar Circumpolar Agricultural Association. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Landbúnaður á Grænlandi hefur um langt skeið verið lítt áberandi í umræðu um efnahag og framtíð landsins. Hann er lítill að umfangi, bundinn við afmarkað svæði og starfar við afar krefjandi náttúruskilyrðum. Samt hefur hann staðið af sér áföll og erfiðleika – ekki vegna hagkvæmni í hefðbundnum skilningi, heldur vegna meðvitaðrar samfélagslegrar ákvörðunar. Í nýlegri grein fjallar Christian Anton Smedshaug, forstjóri Agri Analyse í Noregi, um þróun og stöðu landbúnaðar á Grænlandi. Þar er dregin upp mynd af atvinnugrein sem er smá í sniðum, ósamkeppnishæf í reynd en gegnir engu að síður mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið. Landbúnaður á Grænlandi á sér tvö söguleg skeið. Hið fyrra hófst með norrænu landnámi á Suður-Grænlandi á 10. öld, þegar Íslendingar fluttu með sér búpening og landbúnaðarhefðir. Það kerfi lagðist að lokum af þegar aðstæður, loftslag og samfélagslegar forsendur breyttust. Hið síðara hófst á 20. öld með markvissri uppbyggingu sauðfjárræktar, sem í dag er burðarás grænlensks landbúnaðar. Nútíma landbúnaður á Grænlandi er nánast alfarið bundinn við Suður-Grænland, einkum svæðið í kringum Qaqortoq. Þar eru ívið bestu skilyrðin til landbúnaðar og skárri en víðast annars staðar, þó þau séu engu að síður erfið: stuttur vaxtartími, takmarkað ræktunarland, sveiflukennt veðurfar. Ofan á þetta bætist hár flutningskostnaður á aðföngum til búrekstrar. Sauðfjárstofninn hefur sveiflast töluvert í gegnum árin m.a. vegna erfiðs tíðarfars og framleiðslugetan er takmörkuð. Þrátt fyrir þetta hefur tekist að byggja upp virka virðiskeðju í kringum sauðfjárræktina, þar á meðal sláturhús og vinnslu í Narsaq. Þessi uppbygging skiptir sköpum. Án hennar væri framleiðslan ekki aðeins lítil, heldur einnig óraunhæf. Með henni er tryggt að þekking, innviðir og rekstrargeta haldist innanlands. Smedshaug leggur áherslu á að réttlæting landbúnaðar á Grænlandi sé ekki fyrst og fremst efnahagsleg. Hún byggist á víðari samfélagslegum forsendum: byggð, menningu, fæðuöryggi og sjálfstæði. Grænland verður aldrei sjálfu sér nægt í matvælum, en markmiðið er heldur ekki slíkt. Markmiðið er að viðhalda raunverulegri getu til framleiðslu innan þeirra náttúrlegu marka sem landið setur. Í þessu ljósi verður gagnlegt að skilja fæðuöryggi sem kerfisgetu fremur en áætlun. Raunverulegt fæðuöryggi felst í því að samfélög hafi starfandi innviði, mannauð og rekstrarumhverfi sem þola óvissu og áföll. Slík geta verður ekki til með yfirlýsingum einum saman, heldur með stöðugum rekstri og fyrirsjáanlegum forsendum. Staða Grænlands sýnir að þegar þessi geta tapast er hún ekki auðveldlega endurheimt. Slátrunargeta, dreifikerfi og fagleg þekking verða ekki endurbyggð á skömmum tíma í harðbýlu landi. Þess vegna er viðhald jafnvel lítillar framleiðslu samfélagslega mikilvægara en tölulegur samanburður við hagkvæmari kerfi annars staðar. Grænlenska dæmið minnir okkur þannig á að spurningin er ekki hvort landbúnaður á jaðarsvæðum standist þröng viðmið hagkvæmni í hagfræðilegum skilningi. Spurningin er hvort samfélög sem búa við viðkvæmar aðstæður hafi efni á að láta getu sína til matvælaframleiðslu hverfa. Fæðuöryggi verður til í rekstri, í innviðum og í þeirri meðvituðu ákvörðun að halda kerfum gangandi – jafnvel þegar þau líta ekki út fyrir að vera hagkvæm samkvæmt hefðbundnum mælikvörðum. Þegar þessi geta hverfur verður hún ekki endurheimt með áætlunum. Skaðinn er raunverulegur. Höfundur er hagfræðingur og formaður Íslandsdeildar Circumpolar Agricultural Association.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun