Handbolti

Svona meiddist Elvar

Sindri Sverrisson skrifar
Elvar Örn Jónsson greip strax um vinstri höndina og virtist þjáður.
Elvar Örn Jónsson greip strax um vinstri höndina og virtist þjáður. Skjáskot/RÚV

Elvar Örn Jónsson spilar ekki meira á Evrópumótinu í handbolta, eftir að hafa handarbrotnað þegar hann varðist gegn leikmanni Ungverjalands í gærkvöld.

Á myndbandi sem RÚV hefur birt má sjá hvernig Elvar meiddist en þetta afdrifaríka óhapp varð undir lok fyrri hálfleiks.

Það sást strax að eitthvað alvarlegt hafði gerst enda Elvar ekki þekktur fyrir annað en að harka af sér eins og hægt er. Hann meiddist þegar hann setti vinstri höndina á móti Egon Hanusz sem kom á mikilli ferð og átti skot sem maður leiksins, Viktor Gísli Hallgrímsson, varði að sjálfsögðu.

Um er að ræða brot á fjórða miðhandarbeini, samkvæmt upplýsingum frá HSÍ. 

Á meðan að félagar hans flytja sig nú um set til Malmö og spila þar fjóra leiki í milliriðli þá mun Elvar ferðast til Íslands og fara hér í aðgerð á morgun. Óljóst er hve lengi hann verður frá keppni.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að kalla inn nýjan leikmann í íslenska hópinn en skyttan hávaxna Þorsteinn Leó Gunnarsson kæmi þar mögulega til greina. Hann tók þátt í undirbúningi fyrir mótið og hefur verið að koma sér af stað eftir meiðsli í nára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×