Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Íþróttadeild Sýnar skrifar 20. janúar 2026 22:02 Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi magnaða frammistöðu gegn Ungverjalandi í kvöld. epa/Johan Nilsson Viktor Gísli Hallgrímsson átti einn besta landsleik sem íslenskur markvörður hefur átt þegar Ísland vann Ungverjaland, 23-24, í spennutrylli í F-riðli Evrópumótsins í handbolta í kvöld. Mótlætið dundi á íslenska liðinu í kvöld. Norður-makedónsku dómararnir og eftirlitsmaðurinn voru stórir þátttakendur í leiknum, Ýmir Örn Gíslason fékk rautt spjald og Elvar Örn Jónsson meiddist og spilaði ekkert í seinni hálfleik. Þá gekk sóknin afar treglega lengst af. Ekkert fékk samt á íslenska liðið bitið. Frammistaða Viktors í upphafi seinni hálfleiks var mögnuð en hann varði hvert skotið á fætur öðru og tók svo mikilvæga bolta undir lokin. Sóknarleikurinn var stirður en Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik og kom að nánast öllum mörkum íslenska liðsins. Vörnin var sterk og Einar Þorsteinn Ólafsson átti eftirminnilega innkomu í seinni hálfleik. Ísland fékk aðeins níu mörk á sig í seinni hálfleik og gerði nóg í sókninni til að landa langþráðum sigri á okkar ungversku fjendum. Viggó Kristjánsson skoraði úr tveimur vítaköstum á lokakaflanum og gulltryggði sigur Íslendinga þegar hann skoraði 24. markið mínútu fyrir leikslok. Íslenska liðið heldur nú til Malmö þar sem milliriðill II verður leikinn. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 6 (23/1 varin skot - 56:32 mín.) Stórfengleg frammistaða hjá Börsungnum! Var góður í fyrri hálfleik en ósigrandi í þeim seinni. Varði og varði og varði svo meira. Richard Bodo var sá eini sem fann leiðina framhjá Viktori í seinni hálfleik en Viktor fann svo svarið við honum undir lokin og varði tvisvar frá skyttunni öflugu á síðustu þremur mínútum leiksins. Fullkomin frammistaða hjá Viktori. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (1 mark - 24:57 mín.) Klikkaði á tveimur góðum færum snemma leiks, skoraði úr þriðja skotinu en klikkaði á síðasta skoti sínu í fyrri hálfleik. Ágætur í vörninni en Bjarki getur miklu betur. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 47:26 mín.) Átti í erfiðleikum í sókninni. Tapaði boltanum of oft og var tæpur á köflum. En var frábær í vörninni. Hleypti engu í gegn, var hreyfanlegur og sterkur. Lagði sitt að mörkum til þess að Ísland vann leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (7 mörk - 32:27 mín.) Hefur verið magnaður á EM og frammistaðan í kvöld var sú besta á mótinu. Skoraði sjö mörk, gaf slatta af stoðsendingum og var sá eini í útilínunni sem komst eitthvað áleiðis. Hugaður og kjarkaður og réðist ítrekað á ungversku varnarmennina, sérstaklega Adrian Sipos sem fær eflaust martraðir um Gísla um ókomna tíð. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (4/3 mörk - 54:21 mín.) Ómar hefur ekki sýnt sitt rétta andlit á mótinu og átti í talsverðum vandræðum í kvöld. Þrjú af fjórum mörkum hans komu úr vítum en gekk illa í skotunum utan af velli. Virkaði ragur á köflum en gerði allavega fá mistök í seinni hálfleik þegar allir voru hengdir upp á þráð. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (3 mörk - 54:37 mín.) Skoraði tvö mörk snemma leiks, annað með skoti fyrir aftan bak. Fékk boltann síðan ekkert þangað til fimm mínútur voru eftir og staðan var jöfn, 21-21. Nýtti það færi og skoraði gríðarlega mikilvægt mark. Flottur í vörninni eins og hann hefur verið á mótinu. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 4:19 mín.) Byrjaði nokkuð óvænt inn á en nýtti tækifærið ekki nógu vel. Spilaði ekkert í seinni hálfleik og verður að gera betur. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 15:23 mín.) Járnkarlinn frá Selfossi fékk högg á höndina í fyrri hálfleik og spilaði ekkert í þeim seinni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska liðsins, virkaði ekki bjartsýnn á framhaldið hjá Elvari. Það yrði skelfilegt fyrir Ísland að missa Elvar sem er einn allra besti varnarmaður heims. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (0 mörk - 15:36 mín.) Fékk rautt spjald í byrjun seinni hálfleiks fyrir að fara í andlitið á Gergö Fazekas. Hafði verið flottur í vörninni fram að því. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (1 mark - 47:54 mín.) Var í smá vandræðum í vörninni í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim seinni. Spilaði í miðri vörninni með Einari Þorsteini og þeir náðu gríðarlega vel saman. Skoraði eitt mark og fiskaði tvö víti fyrir utan vasklega framgöngu í vörninni. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 8:56 mín.) Kom aðeins inn á í fyrri hálfleik og skoraði þá eitt mark. Sýndi í síðasta leik að hann getur nýst íslenska liðinu. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (2 mörk - 4:29 mín.) Spilaði nánast ekkert en átti samt risastóran þátt í sigri Íslands. Eftir að Ómar og Orri Freyr Þorkelsson höfðu báðir klikkað á vítalínunni steig Viggó fram og tók síðustu tvö víti Íslands. Kom íslenska liðinu í 19-20 og kláraði dæmið svo þegar hann skoraði með skemmtilegum snúningi og kom Íslandi í 22-24. Gríðarlega svalur undir pressu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 3 (3/2 mörk - 30:00 mín.) Kom sterkur inn í seinni hálfleik. Skoraði eitt mark úr vinstra horninu og svo úr tveimur vítum. Klikkaði hins vegar á þriðja vítinu, tók frákastið en setti boltann í stöng. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - 5 (0 mörk - 16:36 mín.) Missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins vegna veikinda. En vegna forfalla hjá varnarmönnum Íslands var ekkert annað í boði fyrir Einar en að stíga fram og gera sig gildandi í seinni hálfleik í kvöld. Og þvílík frammistaða. Fékk endalausar árásir á sig en varðist þeim fimlega og var duglegur að trufla langskot Ungverjanna. Frábær innkoma hjá Einar sem skipti sannarlega sköpum í kvöld. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (15 sek.) Reyndi sig við eitt vítakast en án árangurs. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - Spilaði ekkert. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Ungverjalandi, 24-23, í afar spennandi og löngum lokaleik sínum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í handbolta 2026. 20. janúar 2026 21:57 Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Ísland vann frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á EM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2026 21:22 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Mótlætið dundi á íslenska liðinu í kvöld. Norður-makedónsku dómararnir og eftirlitsmaðurinn voru stórir þátttakendur í leiknum, Ýmir Örn Gíslason fékk rautt spjald og Elvar Örn Jónsson meiddist og spilaði ekkert í seinni hálfleik. Þá gekk sóknin afar treglega lengst af. Ekkert fékk samt á íslenska liðið bitið. Frammistaða Viktors í upphafi seinni hálfleiks var mögnuð en hann varði hvert skotið á fætur öðru og tók svo mikilvæga bolta undir lokin. Sóknarleikurinn var stirður en Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik og kom að nánast öllum mörkum íslenska liðsins. Vörnin var sterk og Einar Þorsteinn Ólafsson átti eftirminnilega innkomu í seinni hálfleik. Ísland fékk aðeins níu mörk á sig í seinni hálfleik og gerði nóg í sókninni til að landa langþráðum sigri á okkar ungversku fjendum. Viggó Kristjánsson skoraði úr tveimur vítaköstum á lokakaflanum og gulltryggði sigur Íslendinga þegar hann skoraði 24. markið mínútu fyrir leikslok. Íslenska liðið heldur nú til Malmö þar sem milliriðill II verður leikinn. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 6 (23/1 varin skot - 56:32 mín.) Stórfengleg frammistaða hjá Börsungnum! Var góður í fyrri hálfleik en ósigrandi í þeim seinni. Varði og varði og varði svo meira. Richard Bodo var sá eini sem fann leiðina framhjá Viktori í seinni hálfleik en Viktor fann svo svarið við honum undir lokin og varði tvisvar frá skyttunni öflugu á síðustu þremur mínútum leiksins. Fullkomin frammistaða hjá Viktori. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (1 mark - 24:57 mín.) Klikkaði á tveimur góðum færum snemma leiks, skoraði úr þriðja skotinu en klikkaði á síðasta skoti sínu í fyrri hálfleik. Ágætur í vörninni en Bjarki getur miklu betur. Janus Daði Smárason, vinstri skytta - 3 (2 mörk - 47:26 mín.) Átti í erfiðleikum í sókninni. Tapaði boltanum of oft og var tæpur á köflum. En var frábær í vörninni. Hleypti engu í gegn, var hreyfanlegur og sterkur. Lagði sitt að mörkum til þess að Ísland vann leikinn. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (7 mörk - 32:27 mín.) Hefur verið magnaður á EM og frammistaðan í kvöld var sú besta á mótinu. Skoraði sjö mörk, gaf slatta af stoðsendingum og var sá eini í útilínunni sem komst eitthvað áleiðis. Hugaður og kjarkaður og réðist ítrekað á ungversku varnarmennina, sérstaklega Adrian Sipos sem fær eflaust martraðir um Gísla um ókomna tíð. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (4/3 mörk - 54:21 mín.) Ómar hefur ekki sýnt sitt rétta andlit á mótinu og átti í talsverðum vandræðum í kvöld. Þrjú af fjórum mörkum hans komu úr vítum en gekk illa í skotunum utan af velli. Virkaði ragur á köflum en gerði allavega fá mistök í seinni hálfleik þegar allir voru hengdir upp á þráð. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 4 (3 mörk - 54:37 mín.) Skoraði tvö mörk snemma leiks, annað með skoti fyrir aftan bak. Fékk boltann síðan ekkert þangað til fimm mínútur voru eftir og staðan var jöfn, 21-21. Nýtti það færi og skoraði gríðarlega mikilvægt mark. Flottur í vörninni eins og hann hefur verið á mótinu. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (0 mörk - 4:19 mín.) Byrjaði nokkuð óvænt inn á en nýtti tækifærið ekki nógu vel. Spilaði ekkert í seinni hálfleik og verður að gera betur. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 3 (0 mörk - 15:23 mín.) Járnkarlinn frá Selfossi fékk högg á höndina í fyrri hálfleik og spilaði ekkert í þeim seinni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska liðsins, virkaði ekki bjartsýnn á framhaldið hjá Elvari. Það yrði skelfilegt fyrir Ísland að missa Elvar sem er einn allra besti varnarmaður heims. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 3 (0 mörk - 15:36 mín.) Fékk rautt spjald í byrjun seinni hálfleiks fyrir að fara í andlitið á Gergö Fazekas. Hafði verið flottur í vörninni fram að því. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (1 mark - 47:54 mín.) Var í smá vandræðum í vörninni í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim seinni. Spilaði í miðri vörninni með Einari Þorsteini og þeir náðu gríðarlega vel saman. Skoraði eitt mark og fiskaði tvö víti fyrir utan vasklega framgöngu í vörninni. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 8:56 mín.) Kom aðeins inn á í fyrri hálfleik og skoraði þá eitt mark. Sýndi í síðasta leik að hann getur nýst íslenska liðinu. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (2 mörk - 4:29 mín.) Spilaði nánast ekkert en átti samt risastóran þátt í sigri Íslands. Eftir að Ómar og Orri Freyr Þorkelsson höfðu báðir klikkað á vítalínunni steig Viggó fram og tók síðustu tvö víti Íslands. Kom íslenska liðinu í 19-20 og kláraði dæmið svo þegar hann skoraði með skemmtilegum snúningi og kom Íslandi í 22-24. Gríðarlega svalur undir pressu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 3 (3/2 mörk - 30:00 mín.) Kom sterkur inn í seinni hálfleik. Skoraði eitt mark úr vinstra horninu og svo úr tveimur vítum. Klikkaði hins vegar á þriðja vítinu, tók frákastið en setti boltann í stöng. Einar Þorsteinn Ólafsson, varnarmaður - 5 (0 mörk - 16:36 mín.) Missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins vegna veikinda. En vegna forfalla hjá varnarmönnum Íslands var ekkert annað í boði fyrir Einar en að stíga fram og gera sig gildandi í seinni hálfleik í kvöld. Og þvílík frammistaða. Fékk endalausar árásir á sig en varðist þeim fimlega og var duglegur að trufla langskot Ungverjanna. Frábær innkoma hjá Einar sem skipti sannarlega sköpum í kvöld. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (15 sek.) Reyndi sig við eitt vítakast en án árangurs. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - Spilaði ekkert. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Ungverjalandi, 24-23, í afar spennandi og löngum lokaleik sínum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í handbolta 2026. 20. janúar 2026 21:57 Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Ísland vann frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á EM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2026 21:22 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Ungverjalandi, 24-23, í afar spennandi og löngum lokaleik sínum í riðlakeppninni á Evrópumótinu í handbolta 2026. 20. janúar 2026 21:57
Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Ísland vann frækinn eins marks sigur gegn Ungverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils á EM í handbolta í kvöld. 20. janúar 2026 21:22