Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar 20. janúar 2026 14:00 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og sækist eftir einu af efstu sætum listans. Þarna gefst félögum mínum í borginni einstakt tækifæri til að fá þennan öfluga jafnaðarmann inn í okkar forystulið. Við Steinunn kynntumst þegar við byrjuðum að vinna saman hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton við margvísleg verkefni. Þá kynntist ég vel greiningarhæfni Steinunnar, en hún nálgast viðfangsefni með opnum huga og án fyrirfram gefinnar niðurstöðu og er afar rösk að setja sig inn í fjölbreytt mál. Hún nálgast verkefni með öruggum og skipulegum hætti þar sem áherslan er á að greina aðalatriði frá aukaatriðum og einbeita sér að því sem skiptir meginmáli. Það er gott að vinna með Steinunni og ræða sig í gegnum viðfangsefnin með henni. Hún ber virðingu fyrir ólíkum skoðunum og er til í að velta hlutum fyrir sér frá mörgum hliðum og leita sameiginlegar niðurstöðu. Í störfunum hjá Aton fékk Steinunn afar góða innsýn í málefni og viðfangsefni atvinnulífsins í borginni og æðaslættinum í samfélaginu. Við hennar reynslu bætast svo önnur þau margvíslegu störf sem Steinunn hefur sinnt fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem erlendis og gerir hana sérlega hæfa til að glíma við verkefni á vettvangi borgarinnar. Í henni slær heitt jafnaðarhjarta og hún hefur áhuga á viðfangsefnum daglegs lífs borgarbúa, allt frá leikskólum og upp úr ef svo má segja. Hún þekkir vel veruleika foreldra með börn í skóla- og frístundastarfi og það púsluspil sem því stundum fylgir, og mun án efa nota reynslu sínu og þekkingu til bæta og styrkja það hvernig borgin er rekin til að mæta ólíkum þörfum. Byggt á minni reynslu m.a. sem fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, sem og að þekkja nokkuð vel á sviði sveitarstjórna og stjórnsýslu almennt, þá veit ég að reynsla Steinunnar, dugnaður og greiningarhæfni mun nýtast okkur jafnaðarfólki og borgarbúum afar vel. Hún er líka sérlega skemmtileg og góður félagi. Ég skora á jafnaðarfólk að styðja Steinunni í eitt af efstu sætunum hjá Samfylkingunni í komandi borgarstjórnarkosningum. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og sækist eftir einu af efstu sætum listans. Þarna gefst félögum mínum í borginni einstakt tækifæri til að fá þennan öfluga jafnaðarmann inn í okkar forystulið. Við Steinunn kynntumst þegar við byrjuðum að vinna saman hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton við margvísleg verkefni. Þá kynntist ég vel greiningarhæfni Steinunnar, en hún nálgast viðfangsefni með opnum huga og án fyrirfram gefinnar niðurstöðu og er afar rösk að setja sig inn í fjölbreytt mál. Hún nálgast verkefni með öruggum og skipulegum hætti þar sem áherslan er á að greina aðalatriði frá aukaatriðum og einbeita sér að því sem skiptir meginmáli. Það er gott að vinna með Steinunni og ræða sig í gegnum viðfangsefnin með henni. Hún ber virðingu fyrir ólíkum skoðunum og er til í að velta hlutum fyrir sér frá mörgum hliðum og leita sameiginlegar niðurstöðu. Í störfunum hjá Aton fékk Steinunn afar góða innsýn í málefni og viðfangsefni atvinnulífsins í borginni og æðaslættinum í samfélaginu. Við hennar reynslu bætast svo önnur þau margvíslegu störf sem Steinunn hefur sinnt fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem erlendis og gerir hana sérlega hæfa til að glíma við verkefni á vettvangi borgarinnar. Í henni slær heitt jafnaðarhjarta og hún hefur áhuga á viðfangsefnum daglegs lífs borgarbúa, allt frá leikskólum og upp úr ef svo má segja. Hún þekkir vel veruleika foreldra með börn í skóla- og frístundastarfi og það púsluspil sem því stundum fylgir, og mun án efa nota reynslu sínu og þekkingu til bæta og styrkja það hvernig borgin er rekin til að mæta ólíkum þörfum. Byggt á minni reynslu m.a. sem fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, sem og að þekkja nokkuð vel á sviði sveitarstjórna og stjórnsýslu almennt, þá veit ég að reynsla Steinunnar, dugnaður og greiningarhæfni mun nýtast okkur jafnaðarfólki og borgarbúum afar vel. Hún er líka sérlega skemmtileg og góður félagi. Ég skora á jafnaðarfólk að styðja Steinunni í eitt af efstu sætunum hjá Samfylkingunni í komandi borgarstjórnarkosningum. Höfundur er jafnaðarmaður.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun