Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2026 11:49 Epstein-skjölin eru að reynast ríkisstjórn Donalds Trump mjög erfið. AP/Jon Elswick Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafnar því að alríkisdómari geti skipað hlutlausan eftirlitsaðila til að halda hafa eftirlit með birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Þingmenn sem þvinguðu ríkisstjórn Donalds Trump til að samþykkja að birta gögnin segja ráðuneytið vera að brjóta lög með hægagangi sínum og hafa farið fram á að eftirlitsaðili verði skipaður. Þeir Ro Khanna, demókrati frá Kaliforníu, og Thomas Massie, repúblikani frá Kentucky, hafa lýst yfir miklum áhyggjum af framferði ráðuneytisins og leituðu þess vegna til dómara. Í beiðni til dómarans Paul A. Engelmayer, sem send var í síðustu viku, segjast þingmennirnir í þeirri trú að ráðuneytið sé að brjóta gegn lögum um Epstein-skjölin. Þeir segja einnig að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi sýnt að þeim sé ekki treystandi til að framfylgja lögunum um birtingu skjalanna. Alríkissaksóknarinn Jay Clayton sendi einnig bréf til dómarans þar sem hann sagði þingmennina ekki hafa rétt til að krefjast þess að eftirlitsaðili verði skipaður og þar að auki hafi Engelmayer ekki vald til verða við slíkri beiðni, eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar. Í bréfi Clayton til dómarans segir að raunverulegur fjöldi skjalanna sé óljós, þar sem í ljós hafi komið að einhver skjöl séu eins. Hann segir einnig að rúmlega fimm hundruð lögmenn vinni við að fara yfir skjölin. Epstein-skjölin eru í raun öll þau gögn sem ráðuneytið hefur aflað í gegnum árin vegna rannsókna sem tengst hafa brotum Epsteins og annarra sem honum tengjast, eins og Ghislane Maxwell, fyrrverandi kærustu hans og aðstoðarkonu til langs tíma. Samkvæmt lögunum sem þvinguðu ríkisstjórn Trumps til að opinbera skjölin átti að birta þau öll í desember. Þrátt fyrir það er einungis búið að birta agnarsmáan hluta þeirra og hafa þingmenn lýst yfir áhyggjum af því hve mörg skjöl og hve stór hluti þeirra hafa verið svertar til að fela upplýsingar. Sjá einnig: Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala Meðal þess sem ráðuneytið hefur verið sakað um að hylma yfir eru nöfn saksóknara og löggæslumanna sem hafa komið að máli Epsteins í gegnum árin og upplýsingar um ákvarðanatökur innan ráðuneytisins í tengslum við Epstein. Einungis tólf þúsund skjöl, en þau gætu verið alls rúmlega tvær milljónir talsins. Clayton sagði í bréfi sínu að ráðuneytið myndi bráðum veita upplýsingar um stöðu mála í birtingu skjalanna. Segja ráðuneytið brjóta lög Áður en hann tók aftur við embætti hét Trump því að birta Epstein-skjölin öll og varpa ljósi á mál kynferðisbrotamannsins alræmda. Það tóku bandamenn hans og núverandi ráðherrar og embættismenn heilshugar undir. Tónninn breyttist þó fljótt eftir að Trump settist að í Hvíta húsinu og hefur hann síðan þá ekki viljað opinbera skjöl tengd Epstein. Sjá einnig: Trump sýndi verkamanni puttann Það var ekki fyrr en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tóku höndum saman með Demókrötum og samþykktu lagafrumvarp sem skilyrti ráðuneytið til að opinbera gögnin sem hreyfing komst á hlutina. Khanna og Massie hafa leitt þessa viðleitni þingmanna til að fá skjölin opinberuð. AP hefur eftir Khanna að Clayton sé að rangtúlka beiðni þeirra um eftirlitsaðila. „Við erum að tilkynna dómnum að dómsmálaráðuneytið sé að brjóta lögin og bóta sé þörf. Bóta sem við teljum að dómurinn geti veitt og fórnarlömb Epsteins hafa beðið um,“ sagði Khanna. „Markmið okkar er að tryggja að ráðuneytið fari eftir orðum sínum til dómsins og skuldbindingum sínum í takt við lögin.“ Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. 6. janúar 2026 17:01 Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Bandarísk stjórnvöld hafa fundið yfir milljón skjöl sem gætu tengs máli barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Þó nokkur skjöl hafa verið birt opinberlega og stendur til að birta nýju skjölin. 25. desember 2025 10:40 Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá sem grunað er að sé frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. 23. desember 2025 16:34 Málið sem Trump getur ekki losað sig við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn. 21. desember 2025 20:02 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Þeir Ro Khanna, demókrati frá Kaliforníu, og Thomas Massie, repúblikani frá Kentucky, hafa lýst yfir miklum áhyggjum af framferði ráðuneytisins og leituðu þess vegna til dómara. Í beiðni til dómarans Paul A. Engelmayer, sem send var í síðustu viku, segjast þingmennirnir í þeirri trú að ráðuneytið sé að brjóta gegn lögum um Epstein-skjölin. Þeir segja einnig að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi sýnt að þeim sé ekki treystandi til að framfylgja lögunum um birtingu skjalanna. Alríkissaksóknarinn Jay Clayton sendi einnig bréf til dómarans þar sem hann sagði þingmennina ekki hafa rétt til að krefjast þess að eftirlitsaðili verði skipaður og þar að auki hafi Engelmayer ekki vald til verða við slíkri beiðni, eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar. Í bréfi Clayton til dómarans segir að raunverulegur fjöldi skjalanna sé óljós, þar sem í ljós hafi komið að einhver skjöl séu eins. Hann segir einnig að rúmlega fimm hundruð lögmenn vinni við að fara yfir skjölin. Epstein-skjölin eru í raun öll þau gögn sem ráðuneytið hefur aflað í gegnum árin vegna rannsókna sem tengst hafa brotum Epsteins og annarra sem honum tengjast, eins og Ghislane Maxwell, fyrrverandi kærustu hans og aðstoðarkonu til langs tíma. Samkvæmt lögunum sem þvinguðu ríkisstjórn Trumps til að opinbera skjölin átti að birta þau öll í desember. Þrátt fyrir það er einungis búið að birta agnarsmáan hluta þeirra og hafa þingmenn lýst yfir áhyggjum af því hve mörg skjöl og hve stór hluti þeirra hafa verið svertar til að fela upplýsingar. Sjá einnig: Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala Meðal þess sem ráðuneytið hefur verið sakað um að hylma yfir eru nöfn saksóknara og löggæslumanna sem hafa komið að máli Epsteins í gegnum árin og upplýsingar um ákvarðanatökur innan ráðuneytisins í tengslum við Epstein. Einungis tólf þúsund skjöl, en þau gætu verið alls rúmlega tvær milljónir talsins. Clayton sagði í bréfi sínu að ráðuneytið myndi bráðum veita upplýsingar um stöðu mála í birtingu skjalanna. Segja ráðuneytið brjóta lög Áður en hann tók aftur við embætti hét Trump því að birta Epstein-skjölin öll og varpa ljósi á mál kynferðisbrotamannsins alræmda. Það tóku bandamenn hans og núverandi ráðherrar og embættismenn heilshugar undir. Tónninn breyttist þó fljótt eftir að Trump settist að í Hvíta húsinu og hefur hann síðan þá ekki viljað opinbera skjöl tengd Epstein. Sjá einnig: Trump sýndi verkamanni puttann Það var ekki fyrr en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tóku höndum saman með Demókrötum og samþykktu lagafrumvarp sem skilyrti ráðuneytið til að opinbera gögnin sem hreyfing komst á hlutina. Khanna og Massie hafa leitt þessa viðleitni þingmanna til að fá skjölin opinberuð. AP hefur eftir Khanna að Clayton sé að rangtúlka beiðni þeirra um eftirlitsaðila. „Við erum að tilkynna dómnum að dómsmálaráðuneytið sé að brjóta lögin og bóta sé þörf. Bóta sem við teljum að dómurinn geti veitt og fórnarlömb Epsteins hafa beðið um,“ sagði Khanna. „Markmið okkar er að tryggja að ráðuneytið fari eftir orðum sínum til dómsins og skuldbindingum sínum í takt við lögin.“
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Tengdar fréttir „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. 6. janúar 2026 17:01 Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Bandarísk stjórnvöld hafa fundið yfir milljón skjöl sem gætu tengs máli barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Þó nokkur skjöl hafa verið birt opinberlega og stendur til að birta nýju skjölin. 25. desember 2025 10:40 Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá sem grunað er að sé frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. 23. desember 2025 16:34 Málið sem Trump getur ekki losað sig við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn. 21. desember 2025 20:02 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
„Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veltir vöngum yfir því af hverju kjósendur í Bandaríkjunum væru ekki ánægðari með störf Repúblikana. Í ávarpi til þingmanna flokksins í dag nefndi hann einnig að hætta við þingkosningar í haust en sagðist ekki vilja segja það, því þá yrði hann kallaður einræðisherra. 6. janúar 2026 17:01
Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Bandarísk stjórnvöld hafa fundið yfir milljón skjöl sem gætu tengs máli barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Þó nokkur skjöl hafa verið birt opinberlega og stendur til að birta nýju skjölin. 25. desember 2025 10:40
Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá sem grunað er að sé frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. 23. desember 2025 16:34
Málið sem Trump getur ekki losað sig við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans í Hvíta húsinu eru sagðir hafa vonast til þess að geta losnað við vandræðin sem fylgt hafa máli Jeffreys Epstein í vikunni. Það átti að gerast með opinberun Epstein-skjalanna svokölluðu sem dómsmálaráðuneytið átti að birta í heilu lagi á föstudaginn. 21. desember 2025 20:02
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila