Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar 16. janúar 2026 16:32 Nýverið voru fluttar fréttir af því að maðurinn sem tilnefndur hefur verið sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Billy Long, hafi grínast með það í hópi nokkurra þingmanna að Ísland ætti að verða 52. ríki Bandaríkjanna og hann ætti að verða ríkisstjóri þess. Þetta spaug verður ekki skilið til fulls nema í ljósi ásælni Bandaríkjastjórnar gagnvart Grænlandi – en sem kunnugt er þá eru 50 ríki í Bandaríkjunum. „Brandarinn“ var sumsé að Grænland yrði 51. ríkið og svo Ísland 52. ríkið. Bandaríkjastjórn er hins vegar full alvara með að sölsa undir sig Grænland og hefur meðal annars ýjað að slík yfirtaka myndi fara fram með hervaldi ef þess þyrfti. Það var út frá þessu samhengi sem að margir Íslendingar brugðust ókvæða við og sáu ástæðu til að taka þessu sprelli alvarlega. Þar á meðal var utanríkisráðherra, sem hafði samband við bandaríska sendiráðið til að spyrja út í þessi ummæli tilvonandi sendiherrans. Einnig fór af stað undirskriftasöfnun þar sem utanríkisráðherra var hvattur til að hafna skipan sendiherraefnisins. Billy Long hefur síðan áréttað að það væri engin alvara að baki ummælunum og beðist opinberlega afsökunar. Nú gætu einhverjir haldið því fram að fyrst að búið sé að árétta að þetta hafi bara verið grín þá hafi verið óþarfi að bregðast við. Það hafi verið viðkvæmni og húmorsleysi að taka þessu alvarlega. Ályktunin sem ber að draga af þessari atburðarás er aftur á móti þveröfug. Í afsökunarbeiðnum felst viðurkenning á því að farið hafi verið ákveðna línu og þær koma venjulega ekki nema út frá þrýstingi. Sérstaklega ekki í alþjóðasamskiptum. Það sem gerðist var sumsé að það var reynt á ákveðin mörk gagnvart Íslendingum, við brugðumst við með því að setja mörk og það var tekið skref til baka. Þetta er vel þekkt mynstur í samskiptum stærri ríkja og minni, rétt eins og í samskiptum milli einstaklinga. Staða okkar er sterkari og skýrari en ef við hefðum þagað og ummælunum um okkur sem 52. ríkið leyft að liggja í loftinu. Fyrir lítil ríki, sem byggja öryggi sitt að miklu leyti á skýrum reglum og gagnkvæmri virðingu fremur en eigin hervaldi, er krafa um skýrleika og virðingu í samskiptum ekki aukaatriði og ekki óþarfa viðkvæmni heldur grundvallarhagsmunamál. Skýr og snör viðbrögð draga úr líkum á endurtekningu þeirrar hegðunar sem brugðist er við. Þögn eða tilraun til að gera lítið úr atvikum sendir hins vegar þau skilaboð að kostnaðurinn við að ganga á mörk sé lítill eða enginn. Út frá hreinum hagsmunum Íslands er það því skynsamleg stefna að bregðast strax við þegar farið er yfir táknræn eða pólitísk mörk, fremur en að vona að slík ummæli hverfi af sjálfu sér. Þetta kallast einfaldlega að geta lesið í söguna, að búa yfir sjálfsvirðingu og vera raunverulega annt um sjálfstæði okkar sem smáríkis. Höfundur er sjálfstæðissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Tengdar fréttir Sendiherraefnið biðst afsökunar Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis hafi verið um grín að ræða. 15. janúar 2026 15:20 Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna gagnvart Íslandi, en sá vakti hörð viðbrögð þegar hann gantaðist með að Ísland gæti orðið 52. ríki Bandaríkjanna á eftir Grænlandi. 15. janúar 2026 22:57 Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið voru fluttar fréttir af því að maðurinn sem tilnefndur hefur verið sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Billy Long, hafi grínast með það í hópi nokkurra þingmanna að Ísland ætti að verða 52. ríki Bandaríkjanna og hann ætti að verða ríkisstjóri þess. Þetta spaug verður ekki skilið til fulls nema í ljósi ásælni Bandaríkjastjórnar gagnvart Grænlandi – en sem kunnugt er þá eru 50 ríki í Bandaríkjunum. „Brandarinn“ var sumsé að Grænland yrði 51. ríkið og svo Ísland 52. ríkið. Bandaríkjastjórn er hins vegar full alvara með að sölsa undir sig Grænland og hefur meðal annars ýjað að slík yfirtaka myndi fara fram með hervaldi ef þess þyrfti. Það var út frá þessu samhengi sem að margir Íslendingar brugðust ókvæða við og sáu ástæðu til að taka þessu sprelli alvarlega. Þar á meðal var utanríkisráðherra, sem hafði samband við bandaríska sendiráðið til að spyrja út í þessi ummæli tilvonandi sendiherrans. Einnig fór af stað undirskriftasöfnun þar sem utanríkisráðherra var hvattur til að hafna skipan sendiherraefnisins. Billy Long hefur síðan áréttað að það væri engin alvara að baki ummælunum og beðist opinberlega afsökunar. Nú gætu einhverjir haldið því fram að fyrst að búið sé að árétta að þetta hafi bara verið grín þá hafi verið óþarfi að bregðast við. Það hafi verið viðkvæmni og húmorsleysi að taka þessu alvarlega. Ályktunin sem ber að draga af þessari atburðarás er aftur á móti þveröfug. Í afsökunarbeiðnum felst viðurkenning á því að farið hafi verið ákveðna línu og þær koma venjulega ekki nema út frá þrýstingi. Sérstaklega ekki í alþjóðasamskiptum. Það sem gerðist var sumsé að það var reynt á ákveðin mörk gagnvart Íslendingum, við brugðumst við með því að setja mörk og það var tekið skref til baka. Þetta er vel þekkt mynstur í samskiptum stærri ríkja og minni, rétt eins og í samskiptum milli einstaklinga. Staða okkar er sterkari og skýrari en ef við hefðum þagað og ummælunum um okkur sem 52. ríkið leyft að liggja í loftinu. Fyrir lítil ríki, sem byggja öryggi sitt að miklu leyti á skýrum reglum og gagnkvæmri virðingu fremur en eigin hervaldi, er krafa um skýrleika og virðingu í samskiptum ekki aukaatriði og ekki óþarfa viðkvæmni heldur grundvallarhagsmunamál. Skýr og snör viðbrögð draga úr líkum á endurtekningu þeirrar hegðunar sem brugðist er við. Þögn eða tilraun til að gera lítið úr atvikum sendir hins vegar þau skilaboð að kostnaðurinn við að ganga á mörk sé lítill eða enginn. Út frá hreinum hagsmunum Íslands er það því skynsamleg stefna að bregðast strax við þegar farið er yfir táknræn eða pólitísk mörk, fremur en að vona að slík ummæli hverfi af sjálfu sér. Þetta kallast einfaldlega að geta lesið í söguna, að búa yfir sjálfsvirðingu og vera raunverulega annt um sjálfstæði okkar sem smáríkis. Höfundur er sjálfstæðissinni.
Sendiherraefnið biðst afsökunar Billy Long, mögulegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um að gera Ísland að 52. ríki Bandaríkjanna. Einungis hafi verið um grín að ræða. 15. janúar 2026 15:20
Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Undirskriftasöfnun er hafin til stuðnings Billy Long, sendiherraefni Bandaríkjanna gagnvart Íslandi, en sá vakti hörð viðbrögð þegar hann gantaðist með að Ísland gæti orðið 52. ríki Bandaríkjanna á eftir Grænlandi. 15. janúar 2026 22:57
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun