Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar 16. janúar 2026 08:15 Nú um miðjan janúar hafa um 7000 Íslendingar skrifað undir beiðni þessi að leiðrétta klukkuna á Íslandi og færa hana nær gangi sólar. Lífeðlisfræðilegu rökin eru skýr: við erum lífverur sem lifa í takt við innri líkamsklukku, sem er stillt af ljósi og myrkri en ekki af tölum á klukku. Á undanförnum mánuðum hef ég átt ótal samtöl við bæði fræðimenn og fólk á förnum vegi um þetta málefni. Almennt hef ég fundið fyrir miklum meðbyr með leiðréttingu klukkunar, en einnig hlustað af athygli á rök þeirra sem eru ósammála. Snýst ekki um að taka upp sumar- og vetrartíma Einn algengur misskilningur er að hér sé verið að tala um að taka upp sumar- og vetrartíma eins og víða erlendis. Það er alls ekki málið. Tillagan snýst um eina leiðréttingu: að færa klukkuna aftur um eina klukkustund og halda þeim tíma allt árið. Slík breyting myndi þjóna landinu nokkuð jafnt. Í dag er tímaskekkjan um 90 mínútur á Vesturlandi en um 60 mínútur á Austurlandi. Með leiðréttingunni yrði klukkan nánast hárrétt á Austurlandi og skekkjan á höfuðborgarsvæðinu, þar sem meirihluti landsmanna býr, myndi minnka niður í um 30 mínútur. Algeng mótrök snúa að því að við myndum fá minni birtu síðdegis. Það er rétt, við erum ekki að fjölga birtustundum heldur færa þær til. Margir njóta þess að hafa birtu eftir vinnu, og það er skiljanlegt. En frá líffræðilegu sjónarhorni er það morgunbirtan sem skiptir mestu máli. Birta snemma dags dregur úr framleiðslu melatóníns og stillir líkamsklukkuna þannig að hún fari í réttan takt. Hún hjálpar okkur einnig að mynda melatónín fyrr um kvöldið, sem auðveldar að sofna og halda svefni stöðugum. Þannig er morgunbirtan lykill að betri svefni, meiri orku og betri líðan, sérstaklega yfir dimmustu mánuði ársins. Getum ekki samið við náttúruna Við getum ekki staðið í fjörunni og ákveðið að flóðið komi ekki. Við getum ekki skipað tunglinu að hætta að toga í hafið. Á sama hátt getum við ekki skipað líkamsklukku okkar að fylgja klukkunni á veggnum frekar en sólinni. Líkt og flóð og fjara fylgja tunglinu, fylgir líkamsklukkan sólinni, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ef þú vilt leiðrétta klukkuna á Íslandi og færa hana nær gangi sólar, hvet ég þig til að leggja þitt af mörkum og skrifa undir. Undirskriftalistinn er skýrt lýðræðislegt þrýstiafl og nú er boltinn hjá stjórnvöldum. Skrifa undir hér. Höfundur er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Klukkan á Íslandi Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Nú um miðjan janúar hafa um 7000 Íslendingar skrifað undir beiðni þessi að leiðrétta klukkuna á Íslandi og færa hana nær gangi sólar. Lífeðlisfræðilegu rökin eru skýr: við erum lífverur sem lifa í takt við innri líkamsklukku, sem er stillt af ljósi og myrkri en ekki af tölum á klukku. Á undanförnum mánuðum hef ég átt ótal samtöl við bæði fræðimenn og fólk á förnum vegi um þetta málefni. Almennt hef ég fundið fyrir miklum meðbyr með leiðréttingu klukkunar, en einnig hlustað af athygli á rök þeirra sem eru ósammála. Snýst ekki um að taka upp sumar- og vetrartíma Einn algengur misskilningur er að hér sé verið að tala um að taka upp sumar- og vetrartíma eins og víða erlendis. Það er alls ekki málið. Tillagan snýst um eina leiðréttingu: að færa klukkuna aftur um eina klukkustund og halda þeim tíma allt árið. Slík breyting myndi þjóna landinu nokkuð jafnt. Í dag er tímaskekkjan um 90 mínútur á Vesturlandi en um 60 mínútur á Austurlandi. Með leiðréttingunni yrði klukkan nánast hárrétt á Austurlandi og skekkjan á höfuðborgarsvæðinu, þar sem meirihluti landsmanna býr, myndi minnka niður í um 30 mínútur. Algeng mótrök snúa að því að við myndum fá minni birtu síðdegis. Það er rétt, við erum ekki að fjölga birtustundum heldur færa þær til. Margir njóta þess að hafa birtu eftir vinnu, og það er skiljanlegt. En frá líffræðilegu sjónarhorni er það morgunbirtan sem skiptir mestu máli. Birta snemma dags dregur úr framleiðslu melatóníns og stillir líkamsklukkuna þannig að hún fari í réttan takt. Hún hjálpar okkur einnig að mynda melatónín fyrr um kvöldið, sem auðveldar að sofna og halda svefni stöðugum. Þannig er morgunbirtan lykill að betri svefni, meiri orku og betri líðan, sérstaklega yfir dimmustu mánuði ársins. Getum ekki samið við náttúruna Við getum ekki staðið í fjörunni og ákveðið að flóðið komi ekki. Við getum ekki skipað tunglinu að hætta að toga í hafið. Á sama hátt getum við ekki skipað líkamsklukku okkar að fylgja klukkunni á veggnum frekar en sólinni. Líkt og flóð og fjara fylgja tunglinu, fylgir líkamsklukkan sólinni, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ef þú vilt leiðrétta klukkuna á Íslandi og færa hana nær gangi sólar, hvet ég þig til að leggja þitt af mörkum og skrifa undir. Undirskriftalistinn er skýrt lýðræðislegt þrýstiafl og nú er boltinn hjá stjórnvöldum. Skrifa undir hér. Höfundur er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun