Innlent

Á­kærður fyrir gróf kyn­ferðis­brot gegn sex ára stúlku

Árni Sæberg skrifar
Karlmaðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn stúlkunni í Reykjavík.
Karlmaðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn stúlkunni í Reykjavík. Vísir/Anton Brink

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá handtöku um miðjan október síðastliðinn.

Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Hann segir að maðurinn hafi verið ákærður þann 29. desember síðastliðinn. Þinghald í málinu verði lokað og því geti hann ekki afhent fjölmiðlum ákæruna.

Maðurinn er einn þriggja sem sæta nú gæsluvarðhaldi fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Annar hinna tveggja er grunaður um að hafa nauðgað barni á leikskólanum Múlaborg og hinn er grunaður um að hafa nauðgað stúlku yngri en fjórtán ára, sem er tengd honum fjölskylduböndum.

Þá hefur mál fjórða manns verið í hámæli undanfarnar vikur. Sá heitir Helgi Bjartur Þorvarðarson og er grunaður um að hafa brotist inn á heimili drengs í Hafnarfirði og brotið gróflega á honum kynferðislega. Hann sætir aftur á móti ekki gæsluvarðhaldi vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×