Sport

Dag­skráin í dag: Bónus deildin og undan­úr­slit á Eng­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik KR fyrr á tímabilinu
Frá leik KR fyrr á tímabilinu Vísir/Anton Brink

Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá á sportrásum Sýnar í kvöld. Bónus deild kvenna heldur áfram að rúlla og undanúrslitaeinvígi hefst í enska deildarbikarnum í fótbolta.

Áður en að þeim viðburðum kemur verður hins vegar sýnt beint frá leik Stuttgart og Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport Viaplay en sá leikur hefst klukkan hálf sex. 

 Þrír leikir eru síðan á dagskrá Bónus deildar kvenna í körfubolta og hefjast þeir allir klukkan korter yfir sjö. 

Á Sýn Sport Ísland tekur KR á móti Tindastól. KR er í toppbaráttu deildarinnar en laut í lægra haldi gegn Tindastól um síðastliðna helgi í átta liða úrslitum VÍS bikarsins og fær því tækifæri til þess að hefna fyrir þær ófarir í kvöld en Tindastóll er í neðri hluta deildarinnar.

 Á Sýn Sport Ísland 2 taka Valskonur svo á móti nýliðum Ármanns. Valur er í fjórða sæti deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá toppnum, á meðan að Ármann er í næst neðsta sæti með fjögur stig. 

Þá tekur Keflavík á móti Stjörnunni á Sýn Sport 3. Fyrir leikinn eru þær keflvísku í 5.sæti deildarinnar með sextán stig og halda í við efstu lið en Stjarnan er í sjöunda sæti með sex stigum minna. 

Klukkan átta á Sýn Sport Viaplay hefst svo fyrri leikur Newcastle United og Manchester City í undanúrslitaeinvígi enska deildarbikarsins í fótbolta. 

Á sama tíma á Sýn Sport hefst síðan Lokasóknin þar sem farið er yfir síðustu umferð í NFL deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×