Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar 11. janúar 2026 22:01 Það er eitthvað sérstakt augnablik sem kemur þegar maður les boðslista nýársfagnaðar Bessastaða. Ekki reiði og ekki sjokk. Heldur þessi rólega, dálítið kaldhæðni skýrleiki: aha… þetta er enn svona.Ekki af því að fólk hafi kannski ekki breyst……heldur af því að kerfið hefur það ekki. Bessastaðir eiga að vera heimili þjóðarinnar. Tákn um sameiginlega stofu þar sem allir eru velkomnir sem þar koma. En ár eftir ár birtist sami listinn, sama mynstrið, sama tengslanetið. Fólk með stöður, fólk með titla, og fólk sem kann kóðann. Fólk sem er svo oft boðið að það hlýtur að vera komið með inniskó þarna. Ekki miskilja mig, það er ekki það að þetta fólk eigi aldrei að vera boðið. Málið er einfaldara, og um leið svo miklu alvarlegra….. það er nánast bara þetta fólk sem er boðið ár eftir ár….(með smávægilegum breytingum til að friða almenning) Þarna birtist satórían. Ekki í orðum forsetans, ekki í veislunni sjálfri, heldur í speglinum sem boðslistinn heldur uppi. Spegill sem segir…..Þetta er hvernig Ísland lítur út þegar valdið velur sjálft sig.Svo stendur almenningur fyrir utan og horfir inn í stofuna, sem á að vera okkar allra. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er þetta ekki lengur saklaust. Ekki vegna þess að fólk sé öfundsjúkt eða „biturt“…. Heldur vegna þess að fólk er orðið meðvitað. Það sér hvernig sama fólkið birtist aftur og aftur, í stjórnum, í nefndum, í fjölmiðlum, og á Bessastöðum…oft með mismunandi titla eftir því hvar það stendur. Ræðismaður á Bessastöðum eða eitthvað fínt sem passar við tilefnið, enn sérfræðingur eða athafnamaður þegar þarf að verja hagsmuni eða vera „Óháður álitsgjafi“ í fjölmiðlum og öðrum mikilvægum málum,.. þegar hentar að sjálfsögðu. Það er þetta titlaflakk sem sumir elska því að þau vita að þetta er gamla góða aðgangskerfið sem opna dyr til þeirra sem deila sama siðferðislega kompásnum. Svo er hitt, sem flestir finna í maganum þó það sé sjaldan sagt upphátt..”hvar er almenningur?”Ekki fulltrúar almennings, ekki formenn, ekki stjórnendur, ekki fólk sem er þar „fyrir hönd“. Heldur bara fólk. Venjulegt fólk. Fólk sem heldur samfélaginu gangandi án þess að fá boðskort, sviðsljós eða laun fyrir að sitja í fleiri en einni stöðu í einu. Kennarinn sem mætir þreyttur í vinnuna, sjúkraliðinn á næturvakt, móðirin sem heldur heimilinu og fjölskyldunni saman. Iðnaðarmaðurinn sem lagar hlutina sem kerfið gleymir. Námsmaðurinn sem trúir enn að framtíðin verði betri. Öryrkinn sem þarf stöðugt að sanna rétt sinn. Fólkið sem stendur í biðröðum, fyllir út eyðublöð, borgar skatta og treystir, jafnvel eftir áföll…..það sér að samfélagið er bara fyrir hina. Ef nýársboð forseta á að vera þjóðarboð, þá er lausnin í raun ótrúlega einföld…. Og hún er ekki róttæk…nema kannski í íslenskum skilningi, þar sem allt sem raskar valdajafnvægi telst óþægilegt. Meiri en helmingur boðslista á að vera almennir borgarar Ekki valdir út frá stöðu, ekki út frá tengslum, ekki út frá titlum. Heldur valdir handahófskennt. Valið af heiðarlegu valdalausu fólki sem er í tengslum við fólkið sem hefur engin völd, eins og samfélagið sjálft…. Fólk sem á ekkert sameiginlegt nema að búa hér og lifa raunveruleikanum sem ákvarðanirnar hafa áhrif á. Ímyndið ykkur táknmálið í því. Að valdið neyðist til að sitja í sama herbergi og veruleikinn. Ekki til að sjá fólk þegja eða „hlusta kurteislega“, heldur einfaldlega til að vera til staðar saman. Engin ræðuhöld, engin sýning. Bara samvera sem segir…Þetta er líka þjóðin. Því eins og þetta er núna, þá er kaldhæðnin sú að orð eins og „samstaða“ og „sameiginleg gildi“ eru sögð í sal þar sem stór hluti þjóðarinnar er kerfisbundið fjarverandi,…og fólk finnur það. Það finnur ósamræmið. Það finnur að þetta snýst ekki um hefðir, heldur um hver fær að skilgreina hverjir teljast með. En það er eitt sem veldur mestri ónotatilfinningu, og það er hversu margir dómarar og fulltrúar réttarkerfisins eru á einhvers konar skyldumætingu á slíkum samkomum. Ekki sem einkaaðilar, heldur í krafti stöðu sinnar. Það er gríðarlega óviðeigandi. Réttarkerfið á að standa utan við pólitískt og félagslegt vald, ekki sitja í sömu stofu og það. Þegar dómarar mæta í slíkar veislur verður sjálf nærvera þeirra að tákni, og það tákn veikir traust. Réttlæti verður ekki aðeins að vera óháð. Það verður líka að sjást. Það er líka ástæða fyrir því að mörgum finnst óþægilegt þegar rætt er um að bjóða fórnarlömbum ranglætis eða ofbeldis inn, fólki sem barðist við kerfið, eða fólki sem þurfti að krefjast réttar síns árum saman. Því þá stendur vondadrottningin loks frammi fyrir speglinum sem lýgur ekki. Samhljómsmyndin stenst það ekki. Og þá þarf að horfast í augu við afleiðingarnar. En einmitt þar liggur vonin. Því samfélag sem þorir að opna stofuna sína fyrir öllum, ekki bara þeim sem eru fasta gestir er samfélag sem er tilbúið að vaxa. Bessastaðir gætu verið tákn þess. Ekki staður þar sem valdið brosir að sjálfu sér, heldur staður þar sem þjóðin sér sjálfa sig og hugsar: Já. Þetta erum við. Allir. Og kannski er satórían sú…þetta er ekki flókið. Þetta er bara óþægilegt fyrir þá sem eru vanir að vera boðnir. Fyrir almenning væri þetta einfaldlega sanngjarnt. Og sanngirnin, ef hún birtist loksins, vekur kannski reiði meðal þeirra sem hafa gengið að forréttindum vísum. Enn hjá almenningi mun hún vekja létti og von, og þessa kyrru gleði yfir því að einhver hafi loksins rjúft mynstur sem hefur þjónað misgóðu fólki, og …valdi sem erfðist í gegnum tengslanet, og sjálfgefnu aðgengi að þægilegra lífi,..á kostnað annarra. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitthvað sérstakt augnablik sem kemur þegar maður les boðslista nýársfagnaðar Bessastaða. Ekki reiði og ekki sjokk. Heldur þessi rólega, dálítið kaldhæðni skýrleiki: aha… þetta er enn svona.Ekki af því að fólk hafi kannski ekki breyst……heldur af því að kerfið hefur það ekki. Bessastaðir eiga að vera heimili þjóðarinnar. Tákn um sameiginlega stofu þar sem allir eru velkomnir sem þar koma. En ár eftir ár birtist sami listinn, sama mynstrið, sama tengslanetið. Fólk með stöður, fólk með titla, og fólk sem kann kóðann. Fólk sem er svo oft boðið að það hlýtur að vera komið með inniskó þarna. Ekki miskilja mig, það er ekki það að þetta fólk eigi aldrei að vera boðið. Málið er einfaldara, og um leið svo miklu alvarlegra….. það er nánast bara þetta fólk sem er boðið ár eftir ár….(með smávægilegum breytingum til að friða almenning) Þarna birtist satórían. Ekki í orðum forsetans, ekki í veislunni sjálfri, heldur í speglinum sem boðslistinn heldur uppi. Spegill sem segir…..Þetta er hvernig Ísland lítur út þegar valdið velur sjálft sig.Svo stendur almenningur fyrir utan og horfir inn í stofuna, sem á að vera okkar allra. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er þetta ekki lengur saklaust. Ekki vegna þess að fólk sé öfundsjúkt eða „biturt“…. Heldur vegna þess að fólk er orðið meðvitað. Það sér hvernig sama fólkið birtist aftur og aftur, í stjórnum, í nefndum, í fjölmiðlum, og á Bessastöðum…oft með mismunandi titla eftir því hvar það stendur. Ræðismaður á Bessastöðum eða eitthvað fínt sem passar við tilefnið, enn sérfræðingur eða athafnamaður þegar þarf að verja hagsmuni eða vera „Óháður álitsgjafi“ í fjölmiðlum og öðrum mikilvægum málum,.. þegar hentar að sjálfsögðu. Það er þetta titlaflakk sem sumir elska því að þau vita að þetta er gamla góða aðgangskerfið sem opna dyr til þeirra sem deila sama siðferðislega kompásnum. Svo er hitt, sem flestir finna í maganum þó það sé sjaldan sagt upphátt..”hvar er almenningur?”Ekki fulltrúar almennings, ekki formenn, ekki stjórnendur, ekki fólk sem er þar „fyrir hönd“. Heldur bara fólk. Venjulegt fólk. Fólk sem heldur samfélaginu gangandi án þess að fá boðskort, sviðsljós eða laun fyrir að sitja í fleiri en einni stöðu í einu. Kennarinn sem mætir þreyttur í vinnuna, sjúkraliðinn á næturvakt, móðirin sem heldur heimilinu og fjölskyldunni saman. Iðnaðarmaðurinn sem lagar hlutina sem kerfið gleymir. Námsmaðurinn sem trúir enn að framtíðin verði betri. Öryrkinn sem þarf stöðugt að sanna rétt sinn. Fólkið sem stendur í biðröðum, fyllir út eyðublöð, borgar skatta og treystir, jafnvel eftir áföll…..það sér að samfélagið er bara fyrir hina. Ef nýársboð forseta á að vera þjóðarboð, þá er lausnin í raun ótrúlega einföld…. Og hún er ekki róttæk…nema kannski í íslenskum skilningi, þar sem allt sem raskar valdajafnvægi telst óþægilegt. Meiri en helmingur boðslista á að vera almennir borgarar Ekki valdir út frá stöðu, ekki út frá tengslum, ekki út frá titlum. Heldur valdir handahófskennt. Valið af heiðarlegu valdalausu fólki sem er í tengslum við fólkið sem hefur engin völd, eins og samfélagið sjálft…. Fólk sem á ekkert sameiginlegt nema að búa hér og lifa raunveruleikanum sem ákvarðanirnar hafa áhrif á. Ímyndið ykkur táknmálið í því. Að valdið neyðist til að sitja í sama herbergi og veruleikinn. Ekki til að sjá fólk þegja eða „hlusta kurteislega“, heldur einfaldlega til að vera til staðar saman. Engin ræðuhöld, engin sýning. Bara samvera sem segir…Þetta er líka þjóðin. Því eins og þetta er núna, þá er kaldhæðnin sú að orð eins og „samstaða“ og „sameiginleg gildi“ eru sögð í sal þar sem stór hluti þjóðarinnar er kerfisbundið fjarverandi,…og fólk finnur það. Það finnur ósamræmið. Það finnur að þetta snýst ekki um hefðir, heldur um hver fær að skilgreina hverjir teljast með. En það er eitt sem veldur mestri ónotatilfinningu, og það er hversu margir dómarar og fulltrúar réttarkerfisins eru á einhvers konar skyldumætingu á slíkum samkomum. Ekki sem einkaaðilar, heldur í krafti stöðu sinnar. Það er gríðarlega óviðeigandi. Réttarkerfið á að standa utan við pólitískt og félagslegt vald, ekki sitja í sömu stofu og það. Þegar dómarar mæta í slíkar veislur verður sjálf nærvera þeirra að tákni, og það tákn veikir traust. Réttlæti verður ekki aðeins að vera óháð. Það verður líka að sjást. Það er líka ástæða fyrir því að mörgum finnst óþægilegt þegar rætt er um að bjóða fórnarlömbum ranglætis eða ofbeldis inn, fólki sem barðist við kerfið, eða fólki sem þurfti að krefjast réttar síns árum saman. Því þá stendur vondadrottningin loks frammi fyrir speglinum sem lýgur ekki. Samhljómsmyndin stenst það ekki. Og þá þarf að horfast í augu við afleiðingarnar. En einmitt þar liggur vonin. Því samfélag sem þorir að opna stofuna sína fyrir öllum, ekki bara þeim sem eru fasta gestir er samfélag sem er tilbúið að vaxa. Bessastaðir gætu verið tákn þess. Ekki staður þar sem valdið brosir að sjálfu sér, heldur staður þar sem þjóðin sér sjálfa sig og hugsar: Já. Þetta erum við. Allir. Og kannski er satórían sú…þetta er ekki flókið. Þetta er bara óþægilegt fyrir þá sem eru vanir að vera boðnir. Fyrir almenning væri þetta einfaldlega sanngjarnt. Og sanngirnin, ef hún birtist loksins, vekur kannski reiði meðal þeirra sem hafa gengið að forréttindum vísum. Enn hjá almenningi mun hún vekja létti og von, og þessa kyrru gleði yfir því að einhver hafi loksins rjúft mynstur sem hefur þjónað misgóðu fólki, og …valdi sem erfðist í gegnum tengslanet, og sjálfgefnu aðgengi að þægilegra lífi,..á kostnað annarra. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar