Sport

Dag­skráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af al­vöru

Sindri Sverrisson skrifar
Caleb Williams og félagar í Chicago Bears ætla að skrá sig í sögubækurnar. Þeir mæta Green Bay Packers í nótt.
Caleb Williams og félagar í Chicago Bears ætla að skrá sig í sögubækurnar. Þeir mæta Green Bay Packers í nótt. Getty/Michael Reaves

Úrslitakeppnin í NFL-deildinni hefst í dag með tveimur leikjum sem að sjálfsögðu verða sýndir á sportrásum Sýnar, og fjórir flottir leikir eru á dagskrá í ensku bikarkeppninni í fótbolta.

Sýn Sport

Aðdáendur NFL ættu að koma sér vel fyrir í sófanum í kvöld því klukkan 21:30 hefst bein útsending frá leik Carolina Panthers og LA Rams. Eftir miðnætti, eða klukkan 1, er svo komið að slag Chicago Bears og Green Bay Packers.

Sýn Sport Viaplay

Enski bikarinn er á fullu um helgina og eru leikir á dagskrá í dag frá hádegi og langt fram á kvöld. Crystal Palace sækir Macclesfield heim í hádeginu og klukkan 15 er svo úrvalsdeildarslagur Newcastle og Bournemouth. Það má ekki síður búast við spennu þegar Tottenham og Aston Villa mætast klukkan 17:45, og klukkan 20 er svo Lundúnaslagur Charlton og Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×