Íslenski boltinn

Lands­liðs­bræður Palestínu sam­einast í Kefla­vík

Sindri Sverrisson skrifar
Halid Alghoul ólst upp í akademíu Dinamo Zagreb í Króatíu. Hann er nú mættur til Keflavíkur.
Halid Alghoul ólst upp í akademíu Dinamo Zagreb í Króatíu. Hann er nú mættur til Keflavíkur. Keflavík

Nýliðar Keflavíkur í Bestu deildinni í fótbolta geta nú teflt fram króatískum bræðrum sem spilað hafa landsleiki fyrir Palestínu.

Muhamed Alghoul lék sína fyrstu leiki fyrir Keflavík í Bestu deildinni 2023 og var svo aftur með liðinu á síðustu leiktíð, þegar liðið vann sig á ný upp úr Lengjudeildinni. Hann skoraði þá alls 11 mörk í 24 leikjum í deild og bikar.

Núna hefur svo yngri bróðirinn Halid, sem er 23 ára gamall, samið við Keflavík. Hann er kantmaður og hefur spilað í efstu deild Króatíu en lék í vetur með NK Jarun í næstefstu deild þar í landi.

Bræðurnir hafa spilað fyrir landslið Palestínu, Halid 8 leiki með U23-landsliðinu og Muhamed með A-landsliðinu, en pabbi þeirra er palestínskur og flutti frá Gaza til Króatíu, þar sem bræðurnir fæddust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×