Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar 8. janúar 2026 15:00 Leikskólinn er ekki kosningaloforð – hann er fyrsta skólastigið Fréttir af því að skerða eigi þjónustu við öll börn í leikskólanum Funaborg í Grafarvogi um 30% vegna manneklu ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur öllum. Þetta er alvarlegt þetta er ekki smávægilegt skipulagsmál! Þetta er skerðing á daglegu lífi, námi og þroskatækifærum barna í leikskóla. Ég finn til með foreldrum sem standa frammi fyrir því að missa stóran hluta af þeirri vistun sem þau treysta á og ekki síst með börnunum, sem missa úr rútínu, tengslum og daglegu námi í leikskóla. En við verðum að segja þetta skýrt: leikskólinn er ekki geymsla. Hann er menntastofnun. Hann er fyrsta skólastigið. Í Aðalnámskrá leikskóla og í lögum um leikskóla er hlutverk hans skilgreint skýrt: þar eiga velferð og hagur barna að vera leiðarljós, þeim á að vera tryggt öruggt, hvetjandi og faglegt náms- og leikskilyrði, starfshættir eiga að byggja á virðingu, jafnrétti, lýðræði og umhyggju. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Þetta krefst fagfólks, stöðugleika og rýmis til faglegs starfs. Þess vegna vil ég segja þetta: það er ábyrgt og faglegt að leikskóli grípi til fáliðunaráætlunar þegar ekki er hægt að tryggja öryggi og faglegt starf með viðunandi hætti. Ég fagna því að stjórnendur setji velferð barna og starfsfólks ofar rekstrarþrýstingi. En það er alvarlegt þegar slíkt ástand verður langvarandi. Staðan sem við erum að horfa upp á í dag kom ekki óvænt. Hún var fyrirséð. Árið 2022 varaði formaður Félags leikskólakennara við því að rót vandans væri skortur á leikskólakennurum og að of hraður vöxtur leikskólastigsins, sérstaklega með sífellt yngri börnum, væri að fara fram úr burðargetu kerfisins. Við höfum verið að byggja brú – án nægilega margra brúarstólpa. Kjarni málsins er einfaldur:Það er ekki hægt að tryggja gæðamenntun barna í leikskóla án nægilega margra leikskólakennara. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur lagagildi á Íslandi, eiga allar ákvarðanir sem varða börn að byggjast á því hvað þeim er fyrir bestu. Þar er líka kveðið á um skyldu stjórnvalda til að tryggja rétt barna til þroska, styðja foreldra og uppfylla markmið menntunar. Í Aðalnámskrá er leikskólinn kallaður sáttmáli í þágu barna. Það ætti ekki að vera til skrauts. Hugtakið sáttmáli felur í sér loforð og skyldu. Vandinn er því ekki að leikskólar eða stjórnendur bregðist börnum þegar þeir grípa til fáliðunar. Vandinn er að kerfið hefur of lengi verið rekið umfram efni og burði. Og nú styttist í sveitarstjórnarkosningar. Við vitum hvað gerist þá: leikskólinn verður aftur eitt helsta kosningaloforðið. Það verður lofað fleiri plássum, lengri opnunartíma og styttri biðlistum, eins og verið sé að ræða þjónustuvöru en ekki líf og menntun barna í leikskóla. Þetta er orðið óþolandi endurtekning. Leikskólinn á ekki að vera kosningamál á fjögurra ára fresti, hann á að vera traustur grunn-innviður samfélagsins alla daga. Þessi stöðuga „bráðabirgðavæðing“ leikskólans er líka óvirðing við starfið sjálft. Hún hefur bein áhrif á hvort fólk velur leikskólann sem starfsævi eða forðast hann. Sumir koma inn af tilviljun eða nauðsyn og uppgötva að það er gott að starfa í leikskóla. En engin stétt á að byggja framtíð sína á tilviljun. Í kjölfar umræðunnar hafa aftur komið fram hugmyndir um „einfaldar lausnir“ eins og að stytta nám, rýmka skilgreiningar og í heild lækka kröfur. Þetta er ekki lausn, þetta er að hverfa frá réttindum barna og frá hlutverki leikskólans sem menntastofnunar. Börn þurfa ekki minna menntaða fullorðna.Þau þurfa fleiri fagmenntaða fullorðna. Mig langar því að koma með áskorun til stjórnvalda og stjórnmálamanna: Stjórnvöld verða að hætta að reka leikskólastigið í viðvarandi neyðarástandi. Setja verður skýra, fjármagnaða og tímasetta áætlun um að fjölga leikskólakennurum og stöðva vöxt kerfisins þar til burðirnir eru til staðar (til dæmis með því að lengja fæðingarorlofið). Stjórnmálafólk verður að hætta að nota leikskólann sem kosningaloforð og byrja að meðhöndla hann sem fyrsta skólastigið. Börn geta ekki beðið.Þroski þeirra bíður ekki.Æska þeirra kemur ekki aftur. Ef Barnasáttmálinn og Aðalnámskrá eiga að vera meira en orð á blaði, þá er kominn tími til að haga kerfinu eftir þeim ekki öfugt. Höfundur er dósent í stefnu- og stjórnunarfræðum við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólinn er ekki kosningaloforð – hann er fyrsta skólastigið Fréttir af því að skerða eigi þjónustu við öll börn í leikskólanum Funaborg í Grafarvogi um 30% vegna manneklu ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá okkur öllum. Þetta er alvarlegt þetta er ekki smávægilegt skipulagsmál! Þetta er skerðing á daglegu lífi, námi og þroskatækifærum barna í leikskóla. Ég finn til með foreldrum sem standa frammi fyrir því að missa stóran hluta af þeirri vistun sem þau treysta á og ekki síst með börnunum, sem missa úr rútínu, tengslum og daglegu námi í leikskóla. En við verðum að segja þetta skýrt: leikskólinn er ekki geymsla. Hann er menntastofnun. Hann er fyrsta skólastigið. Í Aðalnámskrá leikskóla og í lögum um leikskóla er hlutverk hans skilgreint skýrt: þar eiga velferð og hagur barna að vera leiðarljós, þeim á að vera tryggt öruggt, hvetjandi og faglegt náms- og leikskilyrði, starfshættir eiga að byggja á virðingu, jafnrétti, lýðræði og umhyggju. Þetta gerist ekki af sjálfu sér. Þetta krefst fagfólks, stöðugleika og rýmis til faglegs starfs. Þess vegna vil ég segja þetta: það er ábyrgt og faglegt að leikskóli grípi til fáliðunaráætlunar þegar ekki er hægt að tryggja öryggi og faglegt starf með viðunandi hætti. Ég fagna því að stjórnendur setji velferð barna og starfsfólks ofar rekstrarþrýstingi. En það er alvarlegt þegar slíkt ástand verður langvarandi. Staðan sem við erum að horfa upp á í dag kom ekki óvænt. Hún var fyrirséð. Árið 2022 varaði formaður Félags leikskólakennara við því að rót vandans væri skortur á leikskólakennurum og að of hraður vöxtur leikskólastigsins, sérstaklega með sífellt yngri börnum, væri að fara fram úr burðargetu kerfisins. Við höfum verið að byggja brú – án nægilega margra brúarstólpa. Kjarni málsins er einfaldur:Það er ekki hægt að tryggja gæðamenntun barna í leikskóla án nægilega margra leikskólakennara. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur lagagildi á Íslandi, eiga allar ákvarðanir sem varða börn að byggjast á því hvað þeim er fyrir bestu. Þar er líka kveðið á um skyldu stjórnvalda til að tryggja rétt barna til þroska, styðja foreldra og uppfylla markmið menntunar. Í Aðalnámskrá er leikskólinn kallaður sáttmáli í þágu barna. Það ætti ekki að vera til skrauts. Hugtakið sáttmáli felur í sér loforð og skyldu. Vandinn er því ekki að leikskólar eða stjórnendur bregðist börnum þegar þeir grípa til fáliðunar. Vandinn er að kerfið hefur of lengi verið rekið umfram efni og burði. Og nú styttist í sveitarstjórnarkosningar. Við vitum hvað gerist þá: leikskólinn verður aftur eitt helsta kosningaloforðið. Það verður lofað fleiri plássum, lengri opnunartíma og styttri biðlistum, eins og verið sé að ræða þjónustuvöru en ekki líf og menntun barna í leikskóla. Þetta er orðið óþolandi endurtekning. Leikskólinn á ekki að vera kosningamál á fjögurra ára fresti, hann á að vera traustur grunn-innviður samfélagsins alla daga. Þessi stöðuga „bráðabirgðavæðing“ leikskólans er líka óvirðing við starfið sjálft. Hún hefur bein áhrif á hvort fólk velur leikskólann sem starfsævi eða forðast hann. Sumir koma inn af tilviljun eða nauðsyn og uppgötva að það er gott að starfa í leikskóla. En engin stétt á að byggja framtíð sína á tilviljun. Í kjölfar umræðunnar hafa aftur komið fram hugmyndir um „einfaldar lausnir“ eins og að stytta nám, rýmka skilgreiningar og í heild lækka kröfur. Þetta er ekki lausn, þetta er að hverfa frá réttindum barna og frá hlutverki leikskólans sem menntastofnunar. Börn þurfa ekki minna menntaða fullorðna.Þau þurfa fleiri fagmenntaða fullorðna. Mig langar því að koma með áskorun til stjórnvalda og stjórnmálamanna: Stjórnvöld verða að hætta að reka leikskólastigið í viðvarandi neyðarástandi. Setja verður skýra, fjármagnaða og tímasetta áætlun um að fjölga leikskólakennurum og stöðva vöxt kerfisins þar til burðirnir eru til staðar (til dæmis með því að lengja fæðingarorlofið). Stjórnmálafólk verður að hætta að nota leikskólann sem kosningaloforð og byrja að meðhöndla hann sem fyrsta skólastigið. Börn geta ekki beðið.Þroski þeirra bíður ekki.Æska þeirra kemur ekki aftur. Ef Barnasáttmálinn og Aðalnámskrá eiga að vera meira en orð á blaði, þá er kominn tími til að haga kerfinu eftir þeim ekki öfugt. Höfundur er dósent í stefnu- og stjórnunarfræðum við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun