Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar 7. janúar 2026 21:01 Heimurinn hefur breyst. Vægi alþjóðalaga og fjölþjóðastofnana hefur veikst og sá heimur sem við blasir er síst af öllu betri fyrir smærri þjóðir. Ef fullkomin virðing væri borin fyrir alþjóðalögum þyrfti varla nokkur þjóð að huga að eigin vörnum. Smærri ríki þyrftu ekki að óttast að fullveldi þeirra yrði skert með valdi. En í heimi þar sem alþjóðalög eru látin mæta afgangi og fullveldi þjóða er ekki virt, þar eykst óöryggið sannarlega. Samvinna besta vörnin En við getum samt alltaf haft áhrif á okkar örlög. Öryggi smærri ríkja hvílir ekki á alþjóðalögum einum saman – og hefur reyndar aldrei gert í tilfelli Íslands. Öll lönd, sem ekki teljast til stórvelda, geta tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum. Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja eru NATO og Evrópusambandið. Ísland er aðili að NATO, sem er lykilbandalag þjóða báðum megin Atlantshafsins um sameiginlegar varnir. Vera okkar þar snýst þó ekki aðeins um hernaðarlegt öryggi, heldur einnig um aðild að því pólitíska bandalagi líkt-þenkjandi þjóða sem NATO er. Við eigum heima við borðið Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er. Þegar mynd birtist af forsætisráðherrum hinna fjögurra Norðurlandanna við kvöldverðarborð, án þess að fulltrúi Íslands væri viðstaddur var það gagnrýnt. Fólki fannst við eiga heima við þetta borð. En á sama hátt má benda á að í hverri viku og í hverjum mánuði hittast leiðtogar Evrópuríkja innan vébanda ESB og ræða sín sameiginlegu hagsmuna- og öryggismál án okkar þátttöku. Það er tímabært að breyta því. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur breyst. Vægi alþjóðalaga og fjölþjóðastofnana hefur veikst og sá heimur sem við blasir er síst af öllu betri fyrir smærri þjóðir. Ef fullkomin virðing væri borin fyrir alþjóðalögum þyrfti varla nokkur þjóð að huga að eigin vörnum. Smærri ríki þyrftu ekki að óttast að fullveldi þeirra yrði skert með valdi. En í heimi þar sem alþjóðalög eru látin mæta afgangi og fullveldi þjóða er ekki virt, þar eykst óöryggið sannarlega. Samvinna besta vörnin En við getum samt alltaf haft áhrif á okkar örlög. Öryggi smærri ríkja hvílir ekki á alþjóðalögum einum saman – og hefur reyndar aldrei gert í tilfelli Íslands. Öll lönd, sem ekki teljast til stórvelda, geta tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum. Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja eru NATO og Evrópusambandið. Ísland er aðili að NATO, sem er lykilbandalag þjóða báðum megin Atlantshafsins um sameiginlegar varnir. Vera okkar þar snýst þó ekki aðeins um hernaðarlegt öryggi, heldur einnig um aðild að því pólitíska bandalagi líkt-þenkjandi þjóða sem NATO er. Við eigum heima við borðið Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er. Þegar mynd birtist af forsætisráðherrum hinna fjögurra Norðurlandanna við kvöldverðarborð, án þess að fulltrúi Íslands væri viðstaddur var það gagnrýnt. Fólki fannst við eiga heima við þetta borð. En á sama hátt má benda á að í hverri viku og í hverjum mánuði hittast leiðtogar Evrópuríkja innan vébanda ESB og ræða sín sameiginlegu hagsmuna- og öryggismál án okkar þátttöku. Það er tímabært að breyta því. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun