Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar 8. janúar 2026 07:31 Ég er alin upp á landsbyggðinni og það sem heillaði mig við Kópavog var að þetta er eins og að búa í litlum bæ í borg. Hér er að finna nálægð við náttúru og samheldið samfélag, en líka fjölbreytt tækifæri, mannlíf og þjónustu sem ekki finnast alls staðar annars staðar á landinu og þóttu alls ekki sjálfsögð þegar ég var að alast upp. Að velja Kópavog sem stað til að búa á og ala upp börn eftir langa dvöl erlendis var því ekki erfið ákvörðun. Það er mér mjög mikilvægt að taka þátt í samfélaginu mínu. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum í foreldrasamstarfi og vera virk í skólasamfélaginu og frístundum barnanna minna. Samhliða þessu hefur mér orðið ljóst, bæði af eigin reynslu og í samtölum við aðra foreldra, hversu snúið daglegt líf fjölskyldna getur verið. Það er erfitt að finna laust pláss hjá dagmömmu, láta dæmið ganga upp með sex tíma vistun á leikskóla eða fá aðgang að lögbundinni þjónustu, eins og talmeinafræðingi eða sálfræðingi. Þetta eru ekkert alltaf stór mál í sjálfu sér, en þau geta haft mikil áhrif á daglegt líf fólks. Ég sat í foreldraráði við innleiðingu nýs leikskólakerfis í Kópavogi. Þar var verið að bregðast við langvarandi vanda sem við þekkjum öll og kerfi sem hafði verið undir miklu álagi, ekki síst í kjölfar heimsfaraldurs. Í þeirri vinnu kom þó í ljós skortur á gagnsæi og fyrirsjáanleika fyrir foreldra. Sú reynsla gerði mér ljóst hversu mikilvægt er að ákvarðanir séu teknar með áhrif þeirra á velferð fjölskyldna í huga og í raunverulegu samtali við íbúa. Það er mikilvægt að sveitarfélagið axli meiri ábyrgð, svo byrðin falli ekki fyrst og fremst á foreldra. Síhækkandi gjaldtaka á barnafjölskyldur hefur áhrif á daglegt líf ungs fólks sem er að reyna að samræma vinnu, fjölskyldulíf og fjárhag, og aukið álag á heimilin bitnar á börnum og ungmennum. Foreldrar eiga að geta treyst því að sveitarfélagið standi með þeim í uppeldi barna og að börn og ungmenni fái stuðning sem mætir þörfum þeirra. Til þess þarf skýra forgangsröðun, ábyrga fjármálastjórn og ákvörðunartöku sem tekur mið af raunverulegu lífi fjölskyldna. Ég býð mig fram vegna þess að ég vil leggja mitt af mörkum til að Kópavogur verði sveitarfélag sem styður við barnafjölskyldur og gerir ungu fólki auðveldara að stofna fjölskyldu, í stað þess að hækka álögur og skerða þjónustu. Ég vil skapa samfélag í Kópavogi sem setur fjölskyldur í fyrsta sæti. Höfundur býður sig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fer fram þann 7. febrúar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Ég er alin upp á landsbyggðinni og það sem heillaði mig við Kópavog var að þetta er eins og að búa í litlum bæ í borg. Hér er að finna nálægð við náttúru og samheldið samfélag, en líka fjölbreytt tækifæri, mannlíf og þjónustu sem ekki finnast alls staðar annars staðar á landinu og þóttu alls ekki sjálfsögð þegar ég var að alast upp. Að velja Kópavog sem stað til að búa á og ala upp börn eftir langa dvöl erlendis var því ekki erfið ákvörðun. Það er mér mjög mikilvægt að taka þátt í samfélaginu mínu. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum í foreldrasamstarfi og vera virk í skólasamfélaginu og frístundum barnanna minna. Samhliða þessu hefur mér orðið ljóst, bæði af eigin reynslu og í samtölum við aðra foreldra, hversu snúið daglegt líf fjölskyldna getur verið. Það er erfitt að finna laust pláss hjá dagmömmu, láta dæmið ganga upp með sex tíma vistun á leikskóla eða fá aðgang að lögbundinni þjónustu, eins og talmeinafræðingi eða sálfræðingi. Þetta eru ekkert alltaf stór mál í sjálfu sér, en þau geta haft mikil áhrif á daglegt líf fólks. Ég sat í foreldraráði við innleiðingu nýs leikskólakerfis í Kópavogi. Þar var verið að bregðast við langvarandi vanda sem við þekkjum öll og kerfi sem hafði verið undir miklu álagi, ekki síst í kjölfar heimsfaraldurs. Í þeirri vinnu kom þó í ljós skortur á gagnsæi og fyrirsjáanleika fyrir foreldra. Sú reynsla gerði mér ljóst hversu mikilvægt er að ákvarðanir séu teknar með áhrif þeirra á velferð fjölskyldna í huga og í raunverulegu samtali við íbúa. Það er mikilvægt að sveitarfélagið axli meiri ábyrgð, svo byrðin falli ekki fyrst og fremst á foreldra. Síhækkandi gjaldtaka á barnafjölskyldur hefur áhrif á daglegt líf ungs fólks sem er að reyna að samræma vinnu, fjölskyldulíf og fjárhag, og aukið álag á heimilin bitnar á börnum og ungmennum. Foreldrar eiga að geta treyst því að sveitarfélagið standi með þeim í uppeldi barna og að börn og ungmenni fái stuðning sem mætir þörfum þeirra. Til þess þarf skýra forgangsröðun, ábyrga fjármálastjórn og ákvörðunartöku sem tekur mið af raunverulegu lífi fjölskyldna. Ég býð mig fram vegna þess að ég vil leggja mitt af mörkum til að Kópavogur verði sveitarfélag sem styður við barnafjölskyldur og gerir ungu fólki auðveldara að stofna fjölskyldu, í stað þess að hækka álögur og skerða þjónustu. Ég vil skapa samfélag í Kópavogi sem setur fjölskyldur í fyrsta sæti. Höfundur býður sig fram í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Kópavogi sem fer fram þann 7. febrúar 2026.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun