Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 7. janúar 2026 13:30 Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í dag var umferðargreining Reykjanesbrautar við Lækjargötu tekin til umræðu að nýju. Niðurstaðan er skýr: Ráðið gerir kröfu um að farið verði í ljósastýringu (metering) við hringtorgið á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu til reynslu strax. Þessi krafa er ekki tilkomin fyrir tilviljun, heldur er hún niðurstaða margra ára vinnu og eftirfylgni þar sem við höfum lagt áherslu á að finna raunhæfar leiðir til úrbóta fyrir íbúa. Í þessu hagsmunamáli ríkir algjör pólitísk samstaða og standa allir fulltrúar í ráðinu þétt saman í þessari kröfu. Tölurnar sýna alvarleika málsins Nýjustu greiningar verkfæðistofunnar COWI og Vegagerðarinnar frá 2025 staðfesta þá þungu stöðu sem íbúar þekkja af eigin raun. Reykjanesbrautin klýfur bæinn og hamlar eðlilegu flæði innanbæjar. Gögn staðfesta að yfir 36.000 ökutæki fara um þennan kafla daglega, en meirihlutinn er gegnumumferð sem tefur verulega fyrir íbúum í Setbergi og við Lækjargötu. Á álagstímum árdegis eru biðraðirnar sláandi: Lækjargata: Meðalbiðröðin er um 959 metrar. Hlíðarberg: Meðalbiðröðin er um 912 metrar. Þetta ástand er óþolandi fyrir íbúa og hrekur umferð inn í íbúðahverfi og um Flóttamannaveg, en tafir á Reykjanesbrautinni valda nú þegar auknu álagi þar. Nauðsynleg bráðabirgðalausn Krafist er ljósastýringar við hringtorgið sem fyrst, en hún myndi stytta biðraðir á hliðargötum úr ríflega 900 metrum í 60 metra. Þetta er nauðsynleg bráðabirgðalausn þar til framtíðarlausn Reykjanesbrautar fer í framkvæmd, hvort sem það verða göng eða önnur útfærsla, samkvæmt samgöngusáttmála. Varanleg lausn samkvæmt er á áætlun í Samgöngusáttmála Höfuðborgarsvæðisins og fagna ég því að ábatagreining á þeim kostum sé á lokametrunum. Hins vegar geta íbúar ekki beðið án úrbóta fram að því. Við ætlum að halda þrýstingnum á Vegagerðina þar til þessi hnútur hefur verið leystur. Hafnarfjörður á ekki að vera biðstofa fyrir gegnumumferð og það er kominn tími til að forgangsraða fólkinu sem hér býr. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umferð Garðabær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs í dag var umferðargreining Reykjanesbrautar við Lækjargötu tekin til umræðu að nýju. Niðurstaðan er skýr: Ráðið gerir kröfu um að farið verði í ljósastýringu (metering) við hringtorgið á mótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu til reynslu strax. Þessi krafa er ekki tilkomin fyrir tilviljun, heldur er hún niðurstaða margra ára vinnu og eftirfylgni þar sem við höfum lagt áherslu á að finna raunhæfar leiðir til úrbóta fyrir íbúa. Í þessu hagsmunamáli ríkir algjör pólitísk samstaða og standa allir fulltrúar í ráðinu þétt saman í þessari kröfu. Tölurnar sýna alvarleika málsins Nýjustu greiningar verkfæðistofunnar COWI og Vegagerðarinnar frá 2025 staðfesta þá þungu stöðu sem íbúar þekkja af eigin raun. Reykjanesbrautin klýfur bæinn og hamlar eðlilegu flæði innanbæjar. Gögn staðfesta að yfir 36.000 ökutæki fara um þennan kafla daglega, en meirihlutinn er gegnumumferð sem tefur verulega fyrir íbúum í Setbergi og við Lækjargötu. Á álagstímum árdegis eru biðraðirnar sláandi: Lækjargata: Meðalbiðröðin er um 959 metrar. Hlíðarberg: Meðalbiðröðin er um 912 metrar. Þetta ástand er óþolandi fyrir íbúa og hrekur umferð inn í íbúðahverfi og um Flóttamannaveg, en tafir á Reykjanesbrautinni valda nú þegar auknu álagi þar. Nauðsynleg bráðabirgðalausn Krafist er ljósastýringar við hringtorgið sem fyrst, en hún myndi stytta biðraðir á hliðargötum úr ríflega 900 metrum í 60 metra. Þetta er nauðsynleg bráðabirgðalausn þar til framtíðarlausn Reykjanesbrautar fer í framkvæmd, hvort sem það verða göng eða önnur útfærsla, samkvæmt samgöngusáttmála. Varanleg lausn samkvæmt er á áætlun í Samgöngusáttmála Höfuðborgarsvæðisins og fagna ég því að ábatagreining á þeim kostum sé á lokametrunum. Hins vegar geta íbúar ekki beðið án úrbóta fram að því. Við ætlum að halda þrýstingnum á Vegagerðina þar til þessi hnútur hefur verið leystur. Hafnarfjörður á ekki að vera biðstofa fyrir gegnumumferð og það er kominn tími til að forgangsraða fólkinu sem hér býr. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun