Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. janúar 2026 11:57 Gísli Þorgeir er einn besti handboltamaður heims og lykilleikmaður hjá íslenska landsliðinu. vísir Gísli Þorgeir Kristjánsson ræddi möguleika Íslands á EM í Brennslunni á FM957 í morgun. Gísli Þorgeir átti frábært ár í fyrra, hann var verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni með sigurliði Magdeburg, sem situr ósigrað í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, og varð á meðal þriggja efstu í kjörinu um íþróttamann ársins. Brennslubræðurnir Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Plöder ræddu við Gísla á léttu nótunum um árið sem er að baki og stórmótið sem er að hefjast um þarnæstu helgi. Gísli sagði frá meiðslunum sem hrjáðu hann á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en hann er alveg heill heilsu fyrir komandi stórmót og verður þar í lykilhlutverki líkt og liðsfélagi sinn hjá Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon. Væntingar þjóðarinnar eru að venju miklar og því var ekki úr vegi að spyrja Gísla, hvort undanúrslit væru raunsætt markmið eða heimtufrekja? „Sko, ég held að það séu eðlilegar pælingar. Af því að maður hugsar einhvern veginn, já þeir eru í Magdeburg sem er besta félagslið í heimi um þessar mundir. Á það ekki bara að færast beint yfir í landsliðið? Þetta er ekki svo auðvelt“ sagði Gísli. Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30 „Þetta er samblanda af svo mörgum þáttum í handbolta og svo er það líka bara þannig að hin liðin eru mjög góð líka. Allir búast við því að við eigum að vinna Ítalíu og Pólland, mögulega Ungverjaland líka en staðan er bara þannig: Ef þú ert ekki hundrað prósent, þá verður þetta vesen“ bætti Gísli við. Hann sagði íslenska landsliðið geta unnið hvaða lið sem er þegar það er á sínum degi, en sagði það líka geta tapað gegn hvaða liði sem er. Pressan sem íslenska þjóðin setur á liðið sé þó af hinu góða. „Ég fíla pressuna, hundrað prósent. Og ef við pælum í síðasta móti þá unnum við alla nema einn leik. Við töpuðum á einhverjum erfiðasta útivelli sem til er, á móti Króatíu í Zagreb. Ég get lofað ykkur því að þetta hefði ekki verið mjög auðvelt, fyrir Dani eða hvern sem er.“ Danir líklegastir til að „outcoacha“ Ísland Danmörk þykir einmitt líklegust til sigurs á EM, eftir að hafa unnið síðustu fjögur HM en mistekist að landa gulli á EM. Undir lok viðtalsins á Brennslunni var Gísli spurður skemmtilegra hraðaspurninga og hann sagði danska þjálfarann Nikolaj Jacobsen líklegastan til að „outcoacha“ Snorra Stein Guðjónsson. „Danir eru helvíti sterkir sko“ sagði Gísli. Viðtalið úr Brennslunni á FM957 má heyra í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Sjá meira
Gísli Þorgeir átti frábært ár í fyrra, hann var verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeildinni með sigurliði Magdeburg, sem situr ósigrað í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, og varð á meðal þriggja efstu í kjörinu um íþróttamann ársins. Brennslubræðurnir Ríkharð Óskar Guðnason og Egill Plöder ræddu við Gísla á léttu nótunum um árið sem er að baki og stórmótið sem er að hefjast um þarnæstu helgi. Gísli sagði frá meiðslunum sem hrjáðu hann á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar en hann er alveg heill heilsu fyrir komandi stórmót og verður þar í lykilhlutverki líkt og liðsfélagi sinn hjá Magdeburg, Ómar Ingi Magnússon. Væntingar þjóðarinnar eru að venju miklar og því var ekki úr vegi að spyrja Gísla, hvort undanúrslit væru raunsætt markmið eða heimtufrekja? „Sko, ég held að það séu eðlilegar pælingar. Af því að maður hugsar einhvern veginn, já þeir eru í Magdeburg sem er besta félagslið í heimi um þessar mundir. Á það ekki bara að færast beint yfir í landsliðið? Þetta er ekki svo auðvelt“ sagði Gísli. Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30 „Þetta er samblanda af svo mörgum þáttum í handbolta og svo er það líka bara þannig að hin liðin eru mjög góð líka. Allir búast við því að við eigum að vinna Ítalíu og Pólland, mögulega Ungverjaland líka en staðan er bara þannig: Ef þú ert ekki hundrað prósent, þá verður þetta vesen“ bætti Gísli við. Hann sagði íslenska landsliðið geta unnið hvaða lið sem er þegar það er á sínum degi, en sagði það líka geta tapað gegn hvaða liði sem er. Pressan sem íslenska þjóðin setur á liðið sé þó af hinu góða. „Ég fíla pressuna, hundrað prósent. Og ef við pælum í síðasta móti þá unnum við alla nema einn leik. Við töpuðum á einhverjum erfiðasta útivelli sem til er, á móti Króatíu í Zagreb. Ég get lofað ykkur því að þetta hefði ekki verið mjög auðvelt, fyrir Dani eða hvern sem er.“ Danir líklegastir til að „outcoacha“ Ísland Danmörk þykir einmitt líklegust til sigurs á EM, eftir að hafa unnið síðustu fjögur HM en mistekist að landa gulli á EM. Undir lok viðtalsins á Brennslunni var Gísli spurður skemmtilegra hraðaspurninga og hann sagði danska þjálfarann Nikolaj Jacobsen líklegastan til að „outcoacha“ Snorra Stein Guðjónsson. „Danir eru helvíti sterkir sko“ sagði Gísli. Viðtalið úr Brennslunni á FM957 má heyra í spilaranum að ofan.
Leikir Íslands á EM 16. janúar: Ísland - Ítalía kl. 17 18. janúar: Ísland - Pólland kl. 17 20. janúar: Ísland - Ungverjaland kl. 19:30
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Sjá meira