Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar 7. janúar 2026 11:02 Í umsögnum um Fjarðarheiðargöng segir Samgöngufélagið: „…væri t.d. fróðlegt að sjá hvað aukinn búnað þarf til að tryggja öryggi í göngum sem leiðir af hinni miklu lengd þeirra, en sem fram hefur komið eru þau tíundu lengstu veggöng í heimi, hvorki meira né minna.“ (áhersla greinarhöfundar). Þarna er gefið í skyn að 13,2 km jarðgöng séu óðs manns æði. Að þau verði tíundu lengstu veggöng í heimi og því er það fásinna að ráðast í verkið. Vegagerðin svarar þessari umsögn skilmerkilega í “Viðbrögðum við umsögnum” m.a. aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar. En hvenær er verk of stórt? Kárahnjúkastífla varð stærsta stífla sinnar tegundar í Evrópu á þeim árum. En ef orðalagið er skoðað eru jarðgöng sem fara í topp tíu í heimi algert glapræði, eins og áður segir. En hvað ef það komu göng síðan þessi umsögn var gerð sem gerir Fjarðarheiðargöng “bara” elleftu lengstu í heimi? West Connex opnaði árið 2023 í Sydney, Ovit í Tyrklandi sömuleiðis. Muzhailing í Ganzu 2024, Tianshan Shengli í Xinjang 2025. Umsögnin er frá júlí 2022. Þarna eru komin nokkur göng síðan. Þá eru Fjarðarheiðargöng komin niður í 17 sæti. Því að þarna er reyndar rangfært að þau hefðu á þessum tíma orðið tíundu lengstu veggöng heims. Þá má skoða verkefni sem eru á dagskrá í heiminum í dag – en ég ætla að láta Evrópu duga: Rogfast, Noregi. Flotgöng, veg- og járnbraut: 26,7 km, opnar 2033 Förbifart, Svíþjóð. 16,5 km, opnar 2030 Fehmarn belt, Danmörk/Þýskaland. Botnfest einingagöng, veg- og járnbraut: 17,6 km, opnar 2029 Suðuroyartunnilin, Færeyjar. Undir hafsbotni, 26 km á undirbúningsstigi, opnar eftir 2030 Þrenn göng komast uppfyrir áætluð Fjarðarheiðargöng ef farið yrði í þau núna og gert ráð fyrir sjö ára framkvæmdatíma, þá gætu göngin í Suðurey einnig farið framúr, ef ný samgönguáætlun á að taka gildi. Þá eru Fjarðarheiðargöng “bara” komin í 22. sætið og fjölmörg önnur göng enn ekki nefnd hér, á framkvæmda- eða undirbúningsstigi. Þannig að þetta er kannski ekki svo rosalegt. Mig langar svo að nefna göngin undir Brenner Pass, sem reyndar eru járnbrautargöng. Þau tengja Innsbruck í Austurríki við tæplega 1000 manna bæ í Ítölsku ölpunum, sem kallast Franzensfeste og eru 55 km long (64 um aðgöng (en: bypass). Kostnaðurinn er 1,5 milljón milljarðar íslenskra króna. Einhverjum datt í hug að reikna kostnað Fjarðarheiðarganga á fjölda íbúa á Seyðisfirði, en þar var gleymt að ferja Smyril Line og fjöldi skemmtiferðaskipa kemur í fjörðinn á ári hverju. Ef maður vill má maður sjálfur reikna 1,5 milljón milljarða á höfðatöluna 1000 en það „meikar ekkert sens“, frekar en að reikna kostnað Fjarðarheiðarganga á höfðatölu íbúa Seyðisfjarðar. Að lengd eða kostnaður ganganna sé til fyrirstöðu er varla rétt, nema það þjóni pólitískum tilgangi. Kostnaður er metinn aðeins 6 ma. hærri en við svökölluð “Fjarðagöng” sem nú voru sett framfyrir í drögum að nýrri samgönguáætlun. Ætlun þeirra sem tala hæst fyrir “Fjarðagöngum” er svo þriðju göngin undir Mjóafjarðarheiði, sem ekki eru mikið ódýrari en Fjarðaheiðargöng. Það besta í stöðunni fyrir Austurland er að byrja á Fjarðarheiðargöngum, sem eru tilbúin til útboðs og fara síðar í “Fjarðagöngin” (Mjóafjarðar- og Seyðisfjarðargöng, bæði um Mjóafjörð til Fannardals í Norðfirði). Einhverjir virðast halda að það sé hægt að gera þrjú göng á svæðinu fyrir sama verð og ein Fjarðarheiðargöng. Það er alrangt og mjög skrítin stærðfræði á bak við þær kenningar. Eru göng um Öxnadalsheiði (með neikvæðari arðsemi en Fjarðarheiðargöng, með sambærilega eða minni áætlaða umferð, sérstaklega eftir byggingu “Fjarðaganga”) uppá 11 km þá í lagi? Eða 22 km göng á Tröllaskaga? Eða á sama svæði, tvenn göng um Skíðadal, samanlagt ca. 29 km. og bæði göngin um og yfir 13 km? Þetta er kynnt sem raunhæfir möguleikar hjá Vegagerðinni og einnig sbr. þingsályktunartillögu á 155. Löggjafarþingi, þingskjal 105. Verðin eru 34-67 ma. Eru þau verkefni “fjárhagslega forsvaranleg”? Innviðaráðherra var meðal flutningsmanna tillögunnar. Eru 10 km max-ið fyrir göng á Íslandi? Má þá ekki bara gefa það út? Eða gildir að bara á Austfjörðum? Þessi umræða er komin langt út fyrir staðreyndir málsins. Fjarðarheiðagöng eru samþykkt af Alþingi, þau eiga að vera næstu göng – og Austfirðingar eiga að standa saman að þeim og tryggja Fjarðagöng í kjölfarið. Höfundur er alþjóðaviðskipta- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í umsögnum um Fjarðarheiðargöng segir Samgöngufélagið: „…væri t.d. fróðlegt að sjá hvað aukinn búnað þarf til að tryggja öryggi í göngum sem leiðir af hinni miklu lengd þeirra, en sem fram hefur komið eru þau tíundu lengstu veggöng í heimi, hvorki meira né minna.“ (áhersla greinarhöfundar). Þarna er gefið í skyn að 13,2 km jarðgöng séu óðs manns æði. Að þau verði tíundu lengstu veggöng í heimi og því er það fásinna að ráðast í verkið. Vegagerðin svarar þessari umsögn skilmerkilega í “Viðbrögðum við umsögnum” m.a. aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar. En hvenær er verk of stórt? Kárahnjúkastífla varð stærsta stífla sinnar tegundar í Evrópu á þeim árum. En ef orðalagið er skoðað eru jarðgöng sem fara í topp tíu í heimi algert glapræði, eins og áður segir. En hvað ef það komu göng síðan þessi umsögn var gerð sem gerir Fjarðarheiðargöng “bara” elleftu lengstu í heimi? West Connex opnaði árið 2023 í Sydney, Ovit í Tyrklandi sömuleiðis. Muzhailing í Ganzu 2024, Tianshan Shengli í Xinjang 2025. Umsögnin er frá júlí 2022. Þarna eru komin nokkur göng síðan. Þá eru Fjarðarheiðargöng komin niður í 17 sæti. Því að þarna er reyndar rangfært að þau hefðu á þessum tíma orðið tíundu lengstu veggöng heims. Þá má skoða verkefni sem eru á dagskrá í heiminum í dag – en ég ætla að láta Evrópu duga: Rogfast, Noregi. Flotgöng, veg- og járnbraut: 26,7 km, opnar 2033 Förbifart, Svíþjóð. 16,5 km, opnar 2030 Fehmarn belt, Danmörk/Þýskaland. Botnfest einingagöng, veg- og járnbraut: 17,6 km, opnar 2029 Suðuroyartunnilin, Færeyjar. Undir hafsbotni, 26 km á undirbúningsstigi, opnar eftir 2030 Þrenn göng komast uppfyrir áætluð Fjarðarheiðargöng ef farið yrði í þau núna og gert ráð fyrir sjö ára framkvæmdatíma, þá gætu göngin í Suðurey einnig farið framúr, ef ný samgönguáætlun á að taka gildi. Þá eru Fjarðarheiðargöng “bara” komin í 22. sætið og fjölmörg önnur göng enn ekki nefnd hér, á framkvæmda- eða undirbúningsstigi. Þannig að þetta er kannski ekki svo rosalegt. Mig langar svo að nefna göngin undir Brenner Pass, sem reyndar eru járnbrautargöng. Þau tengja Innsbruck í Austurríki við tæplega 1000 manna bæ í Ítölsku ölpunum, sem kallast Franzensfeste og eru 55 km long (64 um aðgöng (en: bypass). Kostnaðurinn er 1,5 milljón milljarðar íslenskra króna. Einhverjum datt í hug að reikna kostnað Fjarðarheiðarganga á fjölda íbúa á Seyðisfirði, en þar var gleymt að ferja Smyril Line og fjöldi skemmtiferðaskipa kemur í fjörðinn á ári hverju. Ef maður vill má maður sjálfur reikna 1,5 milljón milljarða á höfðatöluna 1000 en það „meikar ekkert sens“, frekar en að reikna kostnað Fjarðarheiðarganga á höfðatölu íbúa Seyðisfjarðar. Að lengd eða kostnaður ganganna sé til fyrirstöðu er varla rétt, nema það þjóni pólitískum tilgangi. Kostnaður er metinn aðeins 6 ma. hærri en við svökölluð “Fjarðagöng” sem nú voru sett framfyrir í drögum að nýrri samgönguáætlun. Ætlun þeirra sem tala hæst fyrir “Fjarðagöngum” er svo þriðju göngin undir Mjóafjarðarheiði, sem ekki eru mikið ódýrari en Fjarðaheiðargöng. Það besta í stöðunni fyrir Austurland er að byrja á Fjarðarheiðargöngum, sem eru tilbúin til útboðs og fara síðar í “Fjarðagöngin” (Mjóafjarðar- og Seyðisfjarðargöng, bæði um Mjóafjörð til Fannardals í Norðfirði). Einhverjir virðast halda að það sé hægt að gera þrjú göng á svæðinu fyrir sama verð og ein Fjarðarheiðargöng. Það er alrangt og mjög skrítin stærðfræði á bak við þær kenningar. Eru göng um Öxnadalsheiði (með neikvæðari arðsemi en Fjarðarheiðargöng, með sambærilega eða minni áætlaða umferð, sérstaklega eftir byggingu “Fjarðaganga”) uppá 11 km þá í lagi? Eða 22 km göng á Tröllaskaga? Eða á sama svæði, tvenn göng um Skíðadal, samanlagt ca. 29 km. og bæði göngin um og yfir 13 km? Þetta er kynnt sem raunhæfir möguleikar hjá Vegagerðinni og einnig sbr. þingsályktunartillögu á 155. Löggjafarþingi, þingskjal 105. Verðin eru 34-67 ma. Eru þau verkefni “fjárhagslega forsvaranleg”? Innviðaráðherra var meðal flutningsmanna tillögunnar. Eru 10 km max-ið fyrir göng á Íslandi? Má þá ekki bara gefa það út? Eða gildir að bara á Austfjörðum? Þessi umræða er komin langt út fyrir staðreyndir málsins. Fjarðarheiðagöng eru samþykkt af Alþingi, þau eiga að vera næstu göng – og Austfirðingar eiga að standa saman að þeim og tryggja Fjarðagöng í kjölfarið. Höfundur er alþjóðaviðskipta- og stjórnmálafræðingur.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun