Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Aron Guðmundsson skrifar 7. janúar 2026 09:02 Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, hefur vanist því að vera í fjölmiðlafárinu í kringum liðið og tekist að loka sig frá hávaðanum. Athyglin sé af hinu góða og skárri staða heldur en ef öllum væri drullusama. Freyr hefur nú verið þjálfari Brann í tæpt ár og vakti það athygli á sínum tíma þegar norskir fjölmiðlamenn sátu fyrir honum á flugvellinum í Bergen á sínum tíma er hann var að klára sín mál gagnvart félaginu. Reyndist það aðeins toppurinn á ísjakanum þegar talað er um þá athygli sem er á öllu sem við kemur Brann. Þar fylgjast fjölmiðlar með hverri einustu æfingu liðsins og kastljósið er mikið. Því hafði Freyr ekki kynnst áður á sínum ferli en hefur þurft að venjast. „Já það er ótrúlegt að þetta venjist,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Því þetta er svo mikið brjálæði. Það sem ég finn er að þetta tekur rosalega mikla orku frá mér. Það sem ég hef lært er að svamla bara einhvern veginn í þessu, loka hávaðann frá mér. Ég fylgist ekki með neinu.“ Lokar sig af Í byrjun hafi hann viljað sjá hvernig landið lægi. „Ég verð auðvitað að vita einhverja hluti, verð að vita hvað er í gangi. Stundum þarf ég að vernda leikmennina mína eða félagið og svara fyrir ákveðna hluti. En ég get ekki fylgst með þessu og er því með fólk í því að koma til mín ef ég þarf að grípa inn í eitthvað. En hávaðinn er nægilega hár til þess að ég loki mig hreinlega af gagnvart þeim hluta. En ég á í mjög góðum samskiptum við fjölmiðlana hér í Noregi en þetta er mikið, ég er búinn að eyða of miklum tíma með þeim verð ég að segja.“ Freyr skömmu eftir komuna til Bergen, umkringdur fjölmiðlamönnumMynd: BA.no Vill frekar hafa þetta svona Brann endaði í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys en á enn góðan möguleika að komast á næsta stig Evrópudeildarinnar. Stuðningsmenn liðsins eru ástríðufullir og stuðningurinn magnaður, uppselt á alla leiki og þó að athyglin sé mikil, stundum of mikil, eru þetta forréttindi sem Freyr tekur ekki sem gefnu. „Maður má ekki gleyma því að þetta eru líka forréttindi. Það eru forréttindi að það sé uppselt á alla leiki hjá okkur, við höfum spilað 48 mótsleiki og á heimavelli er alltaf uppselt, fleiri þúsund manns fylgja okkur síðan á alla okkar útileiki. Það eru forréttindi að hver einasti maður í bænum sýni kærleika og ást í kringum fótboltaliðið sitt sem skiptir þá svo miklu máli. Maður verður að njóta þess á sama tíma og það fylgir því ábyrgð. Ég reyni að gera það. Stundum verður maður þreyttur á athyglinni og umtalinu en maður vill frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama um það sem maður er að gera.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Sjá meira
Freyr hefur nú verið þjálfari Brann í tæpt ár og vakti það athygli á sínum tíma þegar norskir fjölmiðlamenn sátu fyrir honum á flugvellinum í Bergen á sínum tíma er hann var að klára sín mál gagnvart félaginu. Reyndist það aðeins toppurinn á ísjakanum þegar talað er um þá athygli sem er á öllu sem við kemur Brann. Þar fylgjast fjölmiðlar með hverri einustu æfingu liðsins og kastljósið er mikið. Því hafði Freyr ekki kynnst áður á sínum ferli en hefur þurft að venjast. „Já það er ótrúlegt að þetta venjist,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild. „Því þetta er svo mikið brjálæði. Það sem ég finn er að þetta tekur rosalega mikla orku frá mér. Það sem ég hef lært er að svamla bara einhvern veginn í þessu, loka hávaðann frá mér. Ég fylgist ekki með neinu.“ Lokar sig af Í byrjun hafi hann viljað sjá hvernig landið lægi. „Ég verð auðvitað að vita einhverja hluti, verð að vita hvað er í gangi. Stundum þarf ég að vernda leikmennina mína eða félagið og svara fyrir ákveðna hluti. En ég get ekki fylgst með þessu og er því með fólk í því að koma til mín ef ég þarf að grípa inn í eitthvað. En hávaðinn er nægilega hár til þess að ég loki mig hreinlega af gagnvart þeim hluta. En ég á í mjög góðum samskiptum við fjölmiðlana hér í Noregi en þetta er mikið, ég er búinn að eyða of miklum tíma með þeim verð ég að segja.“ Freyr skömmu eftir komuna til Bergen, umkringdur fjölmiðlamönnumMynd: BA.no Vill frekar hafa þetta svona Brann endaði í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Freys en á enn góðan möguleika að komast á næsta stig Evrópudeildarinnar. Stuðningsmenn liðsins eru ástríðufullir og stuðningurinn magnaður, uppselt á alla leiki og þó að athyglin sé mikil, stundum of mikil, eru þetta forréttindi sem Freyr tekur ekki sem gefnu. „Maður má ekki gleyma því að þetta eru líka forréttindi. Það eru forréttindi að það sé uppselt á alla leiki hjá okkur, við höfum spilað 48 mótsleiki og á heimavelli er alltaf uppselt, fleiri þúsund manns fylgja okkur síðan á alla okkar útileiki. Það eru forréttindi að hver einasti maður í bænum sýni kærleika og ást í kringum fótboltaliðið sitt sem skiptir þá svo miklu máli. Maður verður að njóta þess á sama tíma og það fylgir því ábyrgð. Ég reyni að gera það. Stundum verður maður þreyttur á athyglinni og umtalinu en maður vill frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama um það sem maður er að gera.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Sjá meira