Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 6. janúar 2026 13:01 Traust almennings á leigubílaþjónustu á Íslandi hefur beðið hnekki á undanförnum árum. Endurtekin dæmi um óljósa verðlagningu sem eðlilega valda pirringi, skortur á gagnsæi og veikburða eftirlit hafa grafið undan þeirri grunnþjónustu sem leigubílar eiga að vera. Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur. Því miður er hætt við að þær breytingar sem lagðar eru til nái ekki að takast á við rót vandans. Í hægt er að horfa á tvær ólíkar leiðir: hefðbundnir leiugbílar sem keyra á mæli og svokallaðra farveitna líkt og Uber eða Hopp. Báðar þjónustur sinna sama grunn hlutverki að koma fólki á milli staða. Munurinn liggur í því hvernig það er gert og þar skiptir tæknin öllu máli. Farveitur byggja þjónustu sína alfarið á hugbúnaði. Farþegi sér verð ferðar og samþykkir það áður en hann velur að kaupa hana og keyrir af stað. Ekki er hægt að breyta verðinu eftir á. Upplýsingar um bílstjóra, leiðina sem á að keyra og kvittanir eru aðgengilegar. Bílstjóri og farþegi gefa hvort öðru endurgjöf. Leyfi bílstjóra eru vottað áður en þau eru samþykkt inn í kerfi. Í hefðbundnum leigubílaakstri þar sem ekið er eftir gjaldmæli ríkir hins vegar óvissa sem elur af sér vantraust. Farþegi veit ekki endanlegt verð fyrr en ferð lýkur. Auðkenning bílstjóra er takmörkuð og eftirlit kostnaðarsamt og að stórum hluta handvirkt. Neytandinn hefur litlar upplýsingar um gæði þjónustunnar sem hann er að kaupa. Gjaldmælar eru barn síns tíma. Í flestum öðrum viðskiptum myndi slíkt fyrirkomulag ekki líðast. Neytendur gera kröfu um gagnsæi og fyrirfram ákveðið verð og það með réttu. Leigubílamarkaðurinn á ekki að vera undantekning frá þeirri grunnreglu. Þið getið rétt ímyndað ykkur handalögmálin sem myndu skapast ef almenna “reglan” væri sú að það væru ekki verð á matseðlum á veitingastöðum bæjarins. Þú myndir einfaldlega giska á hvað maturinn og drykkirnir kosta og verða svo mögulega afar undrandi þegar að uppgjöri kemur og reikningurinn er miklu hærri en þú áttir von á. Neytendur gera kröfu um meiri upplýsingar á veitingastöðum og ættu að gera það líka í leigubílum landsins. Frumvarpið sem nú er til umfjöllunar leggur meðal annars áherslu á stöðvaskyldu bílstjóra. Sú nálgun leysir hins vegar ekki þau vandamál sem hafa komið upp. Alvarleg atvik á markaðnum undanfarin misseri tengjast ekki skorti á stöðvaskyldu heldur veikri yfirsýn takmarkaðri gagnasöfnun og ófullnægjandi eftirliti. Þar skiptir meira máli hvernig upplýsingum er safnað miðlað og nýtt ekki hvaða skilti eru á bílunum. Farveitur eru í einstakri stöðu til að styðja við opinbert eftirlit. Gögn um ferðir leiðir og viðskipti liggja fyrir í rauntíma og eru auðveldlega aðgengileg bæði fyrir notendur, þjónustuver og yfirvöld þegar þörf krefur. Slíkt umhverfi gerir raunhæft markvisst og hagkvæmt eftirlit mögulegt eitthvað sem núverandi kerfi mælanna ræður illa við. Ef markmiðið er að endurheimta traust almennings þarf löggjöfin að horfa fram á veginn. Það kallar á að farveitur fái skýran sess í lögum með sértæku regluverki sem tekur mið af ólíku starfsumhverfi þeirra. Það kallar einnig á einfaldari og markvissari menntunarkröfur fyrir bílstjóra sem starfa eingöngu fyrir farveitur þar sem áhersla er lögð á fagmennsku, þjónustu, samskipti og öryggi ekki úreltar kröfur sem endurspegla ekki raunveruleikann. Leigubílamarkaðurinn er mikilvægur hluti af samgöngukerfi landsins. Með því að nýta tæknina til fulls, auka gagnsæi, bæta eftirlit og lækka aðgangshindranir má efla samkeppni bæta þjónustu og auka öryggi farþega. Það er til mikils að vinna en þá þarf löggjöfin að taka mið af raunveruleikanum eins og hann er í dag ekki eins og hann var fyrir tuttugu árum. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Leigubílar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Traust almennings á leigubílaþjónustu á Íslandi hefur beðið hnekki á undanförnum árum. Endurtekin dæmi um óljósa verðlagningu sem eðlilega valda pirringi, skortur á gagnsæi og veikburða eftirlit hafa grafið undan þeirri grunnþjónustu sem leigubílar eiga að vera. Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á lögum um leigubifreiðaakstur. Því miður er hætt við að þær breytingar sem lagðar eru til nái ekki að takast á við rót vandans. Í hægt er að horfa á tvær ólíkar leiðir: hefðbundnir leiugbílar sem keyra á mæli og svokallaðra farveitna líkt og Uber eða Hopp. Báðar þjónustur sinna sama grunn hlutverki að koma fólki á milli staða. Munurinn liggur í því hvernig það er gert og þar skiptir tæknin öllu máli. Farveitur byggja þjónustu sína alfarið á hugbúnaði. Farþegi sér verð ferðar og samþykkir það áður en hann velur að kaupa hana og keyrir af stað. Ekki er hægt að breyta verðinu eftir á. Upplýsingar um bílstjóra, leiðina sem á að keyra og kvittanir eru aðgengilegar. Bílstjóri og farþegi gefa hvort öðru endurgjöf. Leyfi bílstjóra eru vottað áður en þau eru samþykkt inn í kerfi. Í hefðbundnum leigubílaakstri þar sem ekið er eftir gjaldmæli ríkir hins vegar óvissa sem elur af sér vantraust. Farþegi veit ekki endanlegt verð fyrr en ferð lýkur. Auðkenning bílstjóra er takmörkuð og eftirlit kostnaðarsamt og að stórum hluta handvirkt. Neytandinn hefur litlar upplýsingar um gæði þjónustunnar sem hann er að kaupa. Gjaldmælar eru barn síns tíma. Í flestum öðrum viðskiptum myndi slíkt fyrirkomulag ekki líðast. Neytendur gera kröfu um gagnsæi og fyrirfram ákveðið verð og það með réttu. Leigubílamarkaðurinn á ekki að vera undantekning frá þeirri grunnreglu. Þið getið rétt ímyndað ykkur handalögmálin sem myndu skapast ef almenna “reglan” væri sú að það væru ekki verð á matseðlum á veitingastöðum bæjarins. Þú myndir einfaldlega giska á hvað maturinn og drykkirnir kosta og verða svo mögulega afar undrandi þegar að uppgjöri kemur og reikningurinn er miklu hærri en þú áttir von á. Neytendur gera kröfu um meiri upplýsingar á veitingastöðum og ættu að gera það líka í leigubílum landsins. Frumvarpið sem nú er til umfjöllunar leggur meðal annars áherslu á stöðvaskyldu bílstjóra. Sú nálgun leysir hins vegar ekki þau vandamál sem hafa komið upp. Alvarleg atvik á markaðnum undanfarin misseri tengjast ekki skorti á stöðvaskyldu heldur veikri yfirsýn takmarkaðri gagnasöfnun og ófullnægjandi eftirliti. Þar skiptir meira máli hvernig upplýsingum er safnað miðlað og nýtt ekki hvaða skilti eru á bílunum. Farveitur eru í einstakri stöðu til að styðja við opinbert eftirlit. Gögn um ferðir leiðir og viðskipti liggja fyrir í rauntíma og eru auðveldlega aðgengileg bæði fyrir notendur, þjónustuver og yfirvöld þegar þörf krefur. Slíkt umhverfi gerir raunhæft markvisst og hagkvæmt eftirlit mögulegt eitthvað sem núverandi kerfi mælanna ræður illa við. Ef markmiðið er að endurheimta traust almennings þarf löggjöfin að horfa fram á veginn. Það kallar á að farveitur fái skýran sess í lögum með sértæku regluverki sem tekur mið af ólíku starfsumhverfi þeirra. Það kallar einnig á einfaldari og markvissari menntunarkröfur fyrir bílstjóra sem starfa eingöngu fyrir farveitur þar sem áhersla er lögð á fagmennsku, þjónustu, samskipti og öryggi ekki úreltar kröfur sem endurspegla ekki raunveruleikann. Leigubílamarkaðurinn er mikilvægur hluti af samgöngukerfi landsins. Með því að nýta tæknina til fulls, auka gagnsæi, bæta eftirlit og lækka aðgangshindranir má efla samkeppni bæta þjónustu og auka öryggi farþega. Það er til mikils að vinna en þá þarf löggjöfin að taka mið af raunveruleikanum eins og hann er í dag ekki eins og hann var fyrir tuttugu árum. Höfundur er framkvæmdastjóri Hopp Reykjavíkur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun