„Það mun reyna á okkur hér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 5. janúar 2026 15:10 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir situr í utanríkismálanefnd. Vísir/Einar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Að loknum fundi nefndarinnar í morgun sagðist Þórdís taka undir með formanni nefndarinnar um mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða séu samstíga þegar kemur að hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. „Ég tek hjartanlega undir þau orð og það kemur örugglega fáum á óvart. En ég er þeirrar skoðunar að við lifum nú tíma þar sem að reynir á okkur öll sem berum ábyrgð í íslensku samfélagi, og þeir hagsmunir ná langt umfram og út fyrir okkar eigin hagsmuni. Þannig nú þurfa stjórnmálamenn, meiri hlutinn, minni hlutinn og við saman að sýna það í verki að við tökum vinnuna okkar alvarlega og gerum þetta af ábyrgð og séum í góðum tengslum líka við okkar kollega og samstarfsaðila, vini og bandamenn og líkt þenkjandi ríki. Inni í bandaríska þinginu líka og svo framvegis. Það mun reyna mjög á íslenska stjórnmálamenn á næstu misserum held ég,“ segir Þórdís. Aðgerðin ekki í samræmi við alþjóðalög Utanríkisráðherra óskaði eftir fundi með nefndinni í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina en Bandaríkin gerðu árásir á nokkrum stöðum í Venesúela og handsömuðu harðstjórann Nicolas Maduro forseta og eiginkonu hans. Maduro verður síðan leiddur fyrir dómara í Bandaríkjunum í dag. Var þessi handtaka ekki á skjön við alþjóðalög, og þarf Ísland að fara varlega í yfirlýsingum sínum vegna þess? „Varðandi þá aðgerð þá hefur nú komið nokkuð skýrt fram að hún hafi ekki verið í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Þórdís. Til þess þyrfti ríki að vera í mikilli nauðvörn eða farið í aðgerðir á grundvelli ákvörðunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ekki hafi verið raunin í þessu tilfelli. „En þetta var gert og ég held að það sé mjög mikilvægt að við sameinumst um það, og ég vona það innilega að þessi þjóð fái raunverulegt frelsi og fullveldi yfir sínum auðlindum, sínum málum, og það er það sem hún á skilið eins og hvert mannsbarn,“ bætir Þórdís við og vísar þar til venesúelsku þjóðarinnar. Hún var einnig spurð hvort ekki væri einmitt hætt við því að nú missi Venesúela réttinn yfir eigin auðlindum í ljósi þess sem Bandaríkjaforseti hefur boðað um að bandarísk fyrirtæki muni „laga“ olíuiðnaðinn í landinu. „Vensúelska þjóðin hefur auðvitað ekki haft forráð yfir sínum auðlindum lengi og hún á það sannarlega skilið eins og við öll. Ég get ekki annað en vonað að leiðin fram á við sé að þau fái raunverulega að vera frjáls, fullvalda, sjálfstæð og ráði yfir sínum málum sjálf. Það er það sem sagt er, en svo þurfum við bara að sjá hvað gerist á næstu sólarhringum.“ Undirstriki mikilvægi þess að efla samstarf og viðnámsþrótt Aðgerðir Bandaríkjamanna í Venesúela og ítrekuð ummæli Bandaríkjastjórnar um að eignast Grænland hafa ýtt undir enn frekari spurningar um það hvað hótanir Bandaríkjanna í garð Grænlands kunni að þýða fyrir Ísland og varnir landsins. Þórdís telur þessa stöðu undirstrika mikilvægi þess sem hún hafi bent á áður um að Ísland þurfi að efla varnir sínar. „Við þurfum að vinna okkar heimavinnu. Það mun kalla á aukin útgjöld til varnarmála, við þurfum að auka viðnámsþrótt okkar og fara í markvissar og ákveðnar aðgerðir, bæði er varðar ákveðna aðlögunarhæfni, fjölþáttaógnir og svo framvegis. Við þurfum líka að auka enn frekar samstarf við vini og bandamenn, tvíhliða samstarf eins og við höfum verið að auka og líta til allra átta í því. Við erum auðvitað stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu og út frá herstyrk er það mjög sterkt og við eigum gríðarlega mikið undir, eins og í raun öll ríki bandalagsins, að það allt saman haldi. Síðan erum við auðvitað með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin sem er hornsteinn í okkar þjóðaröryggisstefnu og öryggi,“ svarar Þórdís. Þrátt fyrir allt hafi tvíhliða varnarsamstarf við Bandaríkin eflst ef eitthvað er á undanförnum árum og sambandið hafi verið þétt og gott við Bandaríkin í þeim efnum. „Það er okkar haldreipi og ennþá eru ekki skýrar vísbendingar um að það hafi breyst. En heimurinn er að breytast og hann er að breytast mjög hratt og allt frá allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu hefur legið fyrir að mínu mati að það snerist aldrei um það eingöngu. Það er að segja ef við erum að stíga inn í tíma þar sem alþjóðakerfið er ekki okkar leiðarljós og ekki það sem við vinnum út frá þá eru það vondar fréttir fyrir Ísland og í raun vondar fréttir fyrir allar þjóðir, nánast allar þjóðir og nánast hvert einasta mannsbarn fyrir utan nokkra valdamenn í heiminum.“ Það sé viðvarandi verkefni að efla og dýpka samstarf við bandalagsríki, tryggja fjármögnun, fælingarmátt og byggja um kerfi sem festi Ísland enn betur í sessi sem verðugt bandalagsríki. „Við eigum mikið undir því að gera það sem er rétt, og gera okkar. Það mun reyna á okkur hér og við þurfum að taka því alvarlega að vinna okkar heimavinnu.“ Skrýtin tilhugsun að Bandaríkin geri atlögu að Grænlandi Þórdís var jafnframt spurð hvort hún teldi að atburðir helgarinnar hvað varðar aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela gætu sett fordæmi hvað varðar Grænland, í ljósi þess áhuga sem Trump-stjórnin hefur ítrekað látið í ljós um að vilja eignast landið. „Ég get ekki annað sagt en að ég voni að einn nánasti bandamaður Bandaríkjanna, sem er Danmörk, stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu eins og við og Bandaríkin, að við getum haldið á málum eins og vera ber í samræmi við þetta alþjóðlega réttarríki. Grænlendingar eiga að hafa um það að segja hver framtíð þeirra verður, við stöndum með þeim að sjálfsögðu,“ segir Þórdís sem tekur þannig undir með forsætis- og utanríkisráðherra sem hafa lýst yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í þessum efnum. „Að öðru leyti get ég ekki farið í einhvern viðtengingarhátt og reynt að spáð fyrir um það. Það er einfaldlega einhver sviðsmynd sem er mjög skrýtið að hugsa til. En ég segi bara aftur, við eigum raunverulega rosalega mikið undir því að þetta kerfi haldi.“ Ákveði Bandaríkin að fara þarna inn, hver yrðu viðbrögð ESB, NATO og Sameinuðu þjóðanna og er eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir það? „Það sem við getum gert er að vinna okkar vinnu og þau samtöl sem þurfa að eiga sér stað. Þar auðvitað eru í lykilhlutverki þjóðarleiðtogar, utanríkisráðherrar og líka þingmenn í gegnum sín samtöl en eðli málsins samkvæmt þá er vægi okkar mismikið. Ég get ekki sagt til um hver viðbrögð hvers og eins verða en það blasir við öllum sem vilja sjá að það er til mikils að vinna að menn aðeins setjist niður og hugsi málin til enda og skilji það hvað er raunverulega undir. En ég segi líka að ef við ætlum að skilja hvað er raunverulega undir þá þurfum við líka að horfa á stöðuna eins og hún raunverulega er,“ svarar Þórdís. Hver yrði staða Íslands ef kæmust Bandaríkin að Grænlandi? „Ég get ekki tjáð mig um það hér og nú. Við einfaldlega stöndum við þær skuldbindingar sem við höfum fallist á og eigum mikið undir að haldi. Það á við um alþjóðalögin, það á við um veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, það á við um okkar vini og bandamenn. En að öðru leyti þá ætla ég ekki að fara út í ef og hefði eða hvað gerist næst,“ segir Þórdís. Utanríkismál Bandaríkin Venesúela Grænland Öryggis- og varnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Að loknum fundi nefndarinnar í morgun sagðist Þórdís taka undir með formanni nefndarinnar um mikilvægi þess að stjórn og stjórnarandstaða séu samstíga þegar kemur að hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. „Ég tek hjartanlega undir þau orð og það kemur örugglega fáum á óvart. En ég er þeirrar skoðunar að við lifum nú tíma þar sem að reynir á okkur öll sem berum ábyrgð í íslensku samfélagi, og þeir hagsmunir ná langt umfram og út fyrir okkar eigin hagsmuni. Þannig nú þurfa stjórnmálamenn, meiri hlutinn, minni hlutinn og við saman að sýna það í verki að við tökum vinnuna okkar alvarlega og gerum þetta af ábyrgð og séum í góðum tengslum líka við okkar kollega og samstarfsaðila, vini og bandamenn og líkt þenkjandi ríki. Inni í bandaríska þinginu líka og svo framvegis. Það mun reyna mjög á íslenska stjórnmálamenn á næstu misserum held ég,“ segir Þórdís. Aðgerðin ekki í samræmi við alþjóðalög Utanríkisráðherra óskaði eftir fundi með nefndinni í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina en Bandaríkin gerðu árásir á nokkrum stöðum í Venesúela og handsömuðu harðstjórann Nicolas Maduro forseta og eiginkonu hans. Maduro verður síðan leiddur fyrir dómara í Bandaríkjunum í dag. Var þessi handtaka ekki á skjön við alþjóðalög, og þarf Ísland að fara varlega í yfirlýsingum sínum vegna þess? „Varðandi þá aðgerð þá hefur nú komið nokkuð skýrt fram að hún hafi ekki verið í samræmi við alþjóðalög,“ svarar Þórdís. Til þess þyrfti ríki að vera í mikilli nauðvörn eða farið í aðgerðir á grundvelli ákvörðunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ekki hafi verið raunin í þessu tilfelli. „En þetta var gert og ég held að það sé mjög mikilvægt að við sameinumst um það, og ég vona það innilega að þessi þjóð fái raunverulegt frelsi og fullveldi yfir sínum auðlindum, sínum málum, og það er það sem hún á skilið eins og hvert mannsbarn,“ bætir Þórdís við og vísar þar til venesúelsku þjóðarinnar. Hún var einnig spurð hvort ekki væri einmitt hætt við því að nú missi Venesúela réttinn yfir eigin auðlindum í ljósi þess sem Bandaríkjaforseti hefur boðað um að bandarísk fyrirtæki muni „laga“ olíuiðnaðinn í landinu. „Vensúelska þjóðin hefur auðvitað ekki haft forráð yfir sínum auðlindum lengi og hún á það sannarlega skilið eins og við öll. Ég get ekki annað en vonað að leiðin fram á við sé að þau fái raunverulega að vera frjáls, fullvalda, sjálfstæð og ráði yfir sínum málum sjálf. Það er það sem sagt er, en svo þurfum við bara að sjá hvað gerist á næstu sólarhringum.“ Undirstriki mikilvægi þess að efla samstarf og viðnámsþrótt Aðgerðir Bandaríkjamanna í Venesúela og ítrekuð ummæli Bandaríkjastjórnar um að eignast Grænland hafa ýtt undir enn frekari spurningar um það hvað hótanir Bandaríkjanna í garð Grænlands kunni að þýða fyrir Ísland og varnir landsins. Þórdís telur þessa stöðu undirstrika mikilvægi þess sem hún hafi bent á áður um að Ísland þurfi að efla varnir sínar. „Við þurfum að vinna okkar heimavinnu. Það mun kalla á aukin útgjöld til varnarmála, við þurfum að auka viðnámsþrótt okkar og fara í markvissar og ákveðnar aðgerðir, bæði er varðar ákveðna aðlögunarhæfni, fjölþáttaógnir og svo framvegis. Við þurfum líka að auka enn frekar samstarf við vini og bandamenn, tvíhliða samstarf eins og við höfum verið að auka og líta til allra átta í því. Við erum auðvitað stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu og út frá herstyrk er það mjög sterkt og við eigum gríðarlega mikið undir, eins og í raun öll ríki bandalagsins, að það allt saman haldi. Síðan erum við auðvitað með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin sem er hornsteinn í okkar þjóðaröryggisstefnu og öryggi,“ svarar Þórdís. Þrátt fyrir allt hafi tvíhliða varnarsamstarf við Bandaríkin eflst ef eitthvað er á undanförnum árum og sambandið hafi verið þétt og gott við Bandaríkin í þeim efnum. „Það er okkar haldreipi og ennþá eru ekki skýrar vísbendingar um að það hafi breyst. En heimurinn er að breytast og hann er að breytast mjög hratt og allt frá allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu hefur legið fyrir að mínu mati að það snerist aldrei um það eingöngu. Það er að segja ef við erum að stíga inn í tíma þar sem alþjóðakerfið er ekki okkar leiðarljós og ekki það sem við vinnum út frá þá eru það vondar fréttir fyrir Ísland og í raun vondar fréttir fyrir allar þjóðir, nánast allar þjóðir og nánast hvert einasta mannsbarn fyrir utan nokkra valdamenn í heiminum.“ Það sé viðvarandi verkefni að efla og dýpka samstarf við bandalagsríki, tryggja fjármögnun, fælingarmátt og byggja um kerfi sem festi Ísland enn betur í sessi sem verðugt bandalagsríki. „Við eigum mikið undir því að gera það sem er rétt, og gera okkar. Það mun reyna á okkur hér og við þurfum að taka því alvarlega að vinna okkar heimavinnu.“ Skrýtin tilhugsun að Bandaríkin geri atlögu að Grænlandi Þórdís var jafnframt spurð hvort hún teldi að atburðir helgarinnar hvað varðar aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela gætu sett fordæmi hvað varðar Grænland, í ljósi þess áhuga sem Trump-stjórnin hefur ítrekað látið í ljós um að vilja eignast landið. „Ég get ekki annað sagt en að ég voni að einn nánasti bandamaður Bandaríkjanna, sem er Danmörk, stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu eins og við og Bandaríkin, að við getum haldið á málum eins og vera ber í samræmi við þetta alþjóðlega réttarríki. Grænlendingar eiga að hafa um það að segja hver framtíð þeirra verður, við stöndum með þeim að sjálfsögðu,“ segir Þórdís sem tekur þannig undir með forsætis- og utanríkisráðherra sem hafa lýst yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í þessum efnum. „Að öðru leyti get ég ekki farið í einhvern viðtengingarhátt og reynt að spáð fyrir um það. Það er einfaldlega einhver sviðsmynd sem er mjög skrýtið að hugsa til. En ég segi bara aftur, við eigum raunverulega rosalega mikið undir því að þetta kerfi haldi.“ Ákveði Bandaríkin að fara þarna inn, hver yrðu viðbrögð ESB, NATO og Sameinuðu þjóðanna og er eitthvað hægt að gera til að koma í veg fyrir það? „Það sem við getum gert er að vinna okkar vinnu og þau samtöl sem þurfa að eiga sér stað. Þar auðvitað eru í lykilhlutverki þjóðarleiðtogar, utanríkisráðherrar og líka þingmenn í gegnum sín samtöl en eðli málsins samkvæmt þá er vægi okkar mismikið. Ég get ekki sagt til um hver viðbrögð hvers og eins verða en það blasir við öllum sem vilja sjá að það er til mikils að vinna að menn aðeins setjist niður og hugsi málin til enda og skilji það hvað er raunverulega undir. En ég segi líka að ef við ætlum að skilja hvað er raunverulega undir þá þurfum við líka að horfa á stöðuna eins og hún raunverulega er,“ svarar Þórdís. Hver yrði staða Íslands ef kæmust Bandaríkin að Grænlandi? „Ég get ekki tjáð mig um það hér og nú. Við einfaldlega stöndum við þær skuldbindingar sem við höfum fallist á og eigum mikið undir að haldi. Það á við um alþjóðalögin, það á við um veru okkar í Atlantshafsbandalaginu, það á við um okkar vini og bandamenn. En að öðru leyti þá ætla ég ekki að fara út í ef og hefði eða hvað gerist næst,“ segir Þórdís.
Utanríkismál Bandaríkin Venesúela Grænland Öryggis- og varnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira