Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar 5. janúar 2026 07:00 Einu sinni, fyrir ekki svo margt löngu stóð til að gera hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn svo íbúar Breiðholts kæmust fyrr niður í miðbæ. Íbúar Fossvogsdals mótmæltu og bæjarstjórn Kópavogs einnig. Þess vegna eigum við útivistarvin í Fossvogsdal. Nú stendur til að bæta almenningssamgöngur og auka net hjólastíga um höfuðborgarsvæðið. Er það vel. En það er eitt sem skyldi hafa í huga, að það er ekki sama hjól sem fer hratt og það sem hægar ferðast. Nú stendur til að leggja stofnhjólahraðbraut meðfram strandlengjunni á sunnanverðu Kársnesi. Til að fólk sem komi sunnan úr Hafnarfirði, Garðabæ og víðar komist fljótar leiðar sinnar niður í miðbæ Reykjavíkur – og svo væntanlega heim aftur. Í skýrslu Umhverfissviðs Kópavogsbæjar kemur m.a. fram: „Gert er ráð fyrir að með opnun Fossvogsbrúar verði Kárnsnesstígurinn einn umferðarþyngsti hjólastígur höfuðborgarsvæðisins...Búast má við að með tilkomu Fossvogsbrúar aukist hjólaumferð um stíginn það mikið að á álagstímum verði gangandi umferð í víkjandi stöðu“. Strandlengjan er skilgreind sem „ grænt svæði“ og útivistarsvæði skv. aðalskipulagi Kópavogs. Það er hið besta mál að leggja hjólahraðbrautir því þær eru framtíðin. Og ber þær að leggja sem víðast. En þær eiga ekki heima á kyrrðar útivistarsvæðum, því strandlengjan á Kársnesi er aðalútivistarsvæðið hér, friðland hvar fólk á öllum aldri gengur suður með sjó og nýtur útsýnis, kyrrðar og fuglalífs. „Ef lund þín er hrelldþessum fylgdu orðumgakktu með sjó og sittu við eldsvo mælti völvan forðum“ svo segir í þjóðvísu og þannig sé ég strandlengjuna notaða. Þetta er hæglætissvæði, fólk hleypur jú en þarf ekki að eiga það á hættu að vera hjólað niður af hraðhjólamanneskju. Eitt sinn var ég á göngu á Kársnesstígnum með hundinn minn, kemur þá ekki hjólamaður æðandi á fullri ferð öskrandi á mig því ég var fyrir honum og hans hröðu ferð. Ég þurfti næstum að hoppa útí sjó með hundinn í fanginu svo hann þyrfti ekki að hægja á sér. Margir íbúar Kársness hafa lagt til að stofn-hjólabraut verði lögð meðfram Kópavogsbraut sem liggur ofar á nesinu, er breið og rúmar vel slíka hjólabraut sem síðan færi niður að Kópavogsbryggju og þaðan út að Fossvogsbrú. Þannig yrði skapað öruggt umhverfi fyrir hraðhjólafólk. Og athuga skyldi eitt, slíkar hjólabrautir verða að vera vel upplýstar öryggissins vegna – og flóðlýsing á ekki heima í friðlandi. Hinir sem hjóla hægar, ganga, njóta náttúru, spjalla saman eða þegja – gætu þannig áfram notið friðlandsins sem er meðfram strandlengjunni samkvæmt aðalskipulagi. Stofnuð hafa verið útivistarsamtök Kársness sem öllum er frjálst að ganga í. Þar má finna alls kyns fróðleik er varðar útivist, lífsgæði í borg, fuglalíf og fleira. Höfundur er gönguleiðsögumaður og áhugamanneskja um hæglætis útivist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni, fyrir ekki svo margt löngu stóð til að gera hraðbraut gegnum Fossvogsdalinn svo íbúar Breiðholts kæmust fyrr niður í miðbæ. Íbúar Fossvogsdals mótmæltu og bæjarstjórn Kópavogs einnig. Þess vegna eigum við útivistarvin í Fossvogsdal. Nú stendur til að bæta almenningssamgöngur og auka net hjólastíga um höfuðborgarsvæðið. Er það vel. En það er eitt sem skyldi hafa í huga, að það er ekki sama hjól sem fer hratt og það sem hægar ferðast. Nú stendur til að leggja stofnhjólahraðbraut meðfram strandlengjunni á sunnanverðu Kársnesi. Til að fólk sem komi sunnan úr Hafnarfirði, Garðabæ og víðar komist fljótar leiðar sinnar niður í miðbæ Reykjavíkur – og svo væntanlega heim aftur. Í skýrslu Umhverfissviðs Kópavogsbæjar kemur m.a. fram: „Gert er ráð fyrir að með opnun Fossvogsbrúar verði Kárnsnesstígurinn einn umferðarþyngsti hjólastígur höfuðborgarsvæðisins...Búast má við að með tilkomu Fossvogsbrúar aukist hjólaumferð um stíginn það mikið að á álagstímum verði gangandi umferð í víkjandi stöðu“. Strandlengjan er skilgreind sem „ grænt svæði“ og útivistarsvæði skv. aðalskipulagi Kópavogs. Það er hið besta mál að leggja hjólahraðbrautir því þær eru framtíðin. Og ber þær að leggja sem víðast. En þær eiga ekki heima á kyrrðar útivistarsvæðum, því strandlengjan á Kársnesi er aðalútivistarsvæðið hér, friðland hvar fólk á öllum aldri gengur suður með sjó og nýtur útsýnis, kyrrðar og fuglalífs. „Ef lund þín er hrelldþessum fylgdu orðumgakktu með sjó og sittu við eldsvo mælti völvan forðum“ svo segir í þjóðvísu og þannig sé ég strandlengjuna notaða. Þetta er hæglætissvæði, fólk hleypur jú en þarf ekki að eiga það á hættu að vera hjólað niður af hraðhjólamanneskju. Eitt sinn var ég á göngu á Kársnesstígnum með hundinn minn, kemur þá ekki hjólamaður æðandi á fullri ferð öskrandi á mig því ég var fyrir honum og hans hröðu ferð. Ég þurfti næstum að hoppa útí sjó með hundinn í fanginu svo hann þyrfti ekki að hægja á sér. Margir íbúar Kársness hafa lagt til að stofn-hjólabraut verði lögð meðfram Kópavogsbraut sem liggur ofar á nesinu, er breið og rúmar vel slíka hjólabraut sem síðan færi niður að Kópavogsbryggju og þaðan út að Fossvogsbrú. Þannig yrði skapað öruggt umhverfi fyrir hraðhjólafólk. Og athuga skyldi eitt, slíkar hjólabrautir verða að vera vel upplýstar öryggissins vegna – og flóðlýsing á ekki heima í friðlandi. Hinir sem hjóla hægar, ganga, njóta náttúru, spjalla saman eða þegja – gætu þannig áfram notið friðlandsins sem er meðfram strandlengjunni samkvæmt aðalskipulagi. Stofnuð hafa verið útivistarsamtök Kársness sem öllum er frjálst að ganga í. Þar má finna alls kyns fróðleik er varðar útivist, lífsgæði í borg, fuglalíf og fleira. Höfundur er gönguleiðsögumaður og áhugamanneskja um hæglætis útivist.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun