Handbolti

Donni dregur sig úr landsliðshópnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni. 
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni.  VÍSIR/VILHELM

Kristján Örn Kristjánsson hefur dregið sig úr landsliðshópi Íslands í handbolta og mun því ekki taka þátt á komandi Evrópumóti.

„Kristján Örn varð fyrir meiðslum í október með félagsliði sínu og talið var að hann myndi ná sér af þeim meiðslum fyrir EM.

Við skoðun læknateymis landsliðsins er ljóst að meiðslin eru alvarlegri en áður var talið og að áframhaldandi þátttaka í undirbúningi og keppni á EM sé ekki raunhæf á þessum tímapunkti. Í samráði við leikmanninn, læknateymi landsliðsins og forráðamenn félagsliðs hans hefur því verið tekin sú ákvörðun að Kristján Örn dragi sig úr landsliðshópnum til að einbeita sér að fullum bata“ segir í tilkynningu HSÍ.

Kristján Örn, eða Donni eins og hann er yfirleitt kallaður, er leikmaður Skanderborg í Danmörku. 

Ekki kemur fram hvort annar leikmaður verði kallaður inn í hópinn í hans stað en nú stendur eftir nítján manna hópur, með þremur markmönnum og meiddum Þorsteini Leó Gunnarssyni. Landsliðshópinn má sjá hér fyrir neðan. 

  • EM-hópur Íslands 2026:
  • Markmenn
  • Björgvin Páll Gústavsson, Val
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona
  • Vinstri hornamenn
  • Bjarki Már Elísson, Veszprém
  • Orri Freyr Þorkelsson, Sporting
  • Vinstri skyttur
  • Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen
  • Elvar Örn Jónsson, Magdeburg
  • Leikstjórnendur
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg
  • Janus Daði Smárason, Pick Szeged
  • Andri Már Rúnarsson, Erlangen
  • Hægri skyttur
  • Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg
  • Viggó Kristjánsson, Erlangen
  • Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg*
  • Hægri hornamann
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen
  • Teitur Örn Einarsson, Gummersbach
  • Línumenn og varnarmenn
  • Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach
  • Ýmir Örn Gíslason, Göppingen
  • Á bakvakt
  • Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto

  • Einar Baldvin Baldvinsson, Aftureldingu

*Dró sig úr hópnum vegna meiðsla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×