Lífið

Heyra ekkert í Harry og Meghan

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Katrín og Vilhjálmur einbeita sér að því sem máli skiptir í lífinu.
Katrín og Vilhjálmur einbeita sér að því sem máli skiptir í lífinu. EPA/ANDREW MATTHEWS

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín Middleton heyra ekkert í Harry Bretaprinsi og Meghan Markle og hafa ekki gert í langan tíma. Prinsessunni þykir lífið hinsvegar of stutt til að hafa áhyggjur af samskiptunum, hún vill njóta.

Það er breska blaðið The Times sem fullyrðir þetta og hefur meðal annars eftir ónafngreindu vinafólki hjónanna. Líkt og fram hefur komið er Katrín nú í krabbameinsmeðferð en samkvæmt frétt miðilsins er hún við góða heilsu og gengur vel.

„Harry Bretaprins er ekki í neinum samskiptum við Vilhjálm. Eftir að hann hefur ítrekað skotið á bróður sinn og mágkonu þá kemur það lítið á óvart að Vilhjálmur og Katrín vilji frekar einbeita sér að því að ala upp fjölskyldu,“ segir í greininni þar sem kafað er á dýptina.

Fullyrt er að prinsessan verði hin fullkomna drottning og haft eftir starfsfólki hallarinnar að hún muni leggja sig fram við að hlusta á fólk. „Ef Katrín hefur lært eitthvað af því að greinast með krabbamein þá er það það að lífið er alltof stutt til þess að staldra við Harry.“

Fram kemur í frétt breska götublaðsins Daily Mail að fjármunir til lífvarða og lögreglugæslu til handa Harry þegar hann kemur í heimsókn til Bretlands frá Kaliforníu verði metnir af fjárlaganefnd í janúar. Fjármunir hafa verið frystir og hefur Harry ekki treyst sér til Bretlands á meðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.