Erlent

Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mótmælin hófust hjá verslunareigendum í Teheran en breiðast nú út um landið.
Mótmælin hófust hjá verslunareigendum í Teheran en breiðast nú út um landið. Fars News Agency via AP

Vaxandi ólga er nú á götum úti í Íran en fimmta daginn í röð hefur komið til átaka á milli lögreglu og almennings. Átökin blossuðu upp meðal annars vegna mikillar dýrtíðar sem nú er í landinu eftir að íranski gjaldmiðillinn Rial hrundi  gagnvart Bandaríkjadal.

Tveir eru sagðir hafa látist í suðvesturhluta landsins og fjórir í vesturhluta þess í nótt. Mótmælendurinir krefjast þess margir hverjir að klerkastjórnin í landinu fari frá löndum og sumir kalla eftir því að Íran verði gert að konungsveldi á ný.

Mótmælin hófust hjá verslunarrekendum í Teheran á dögunum en fljótlega fóru háskólanemar að taka þátt einnig og nú er mótmælt í mörgum borgum landsins.

Mótmælin nú eru þau viðamestu frá mótmælunum 2022 sem brutust út eftir að unglingsstúlkan Mahsa Amini lést í varðhaldi lögreglu eftir að hún hafði verið handtekin fyrir að fela andlit sitt ekki nægilega vel með blæju sinni. Mótmælin nú hafa þó ekki náð sömu stærðargráðu og þá, að sögn breska ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×