Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar 2. janúar 2026 07:31 Áramót eru kjörinn tímapunktur til að staldra við og líta yfir árið sem er að ljúka, ekki til að dæma það eða flokka í „gott“ og „slæmt“, heldur til að skilja betur hvað það gaf þér, hvað þú lærðir og hvað þú vilt taka með þér áfram. Þegar við gefum okkur rými til að líta til baka verður auðveldara að sjá heildarmyndina: hápunktana, áskoranirnar og það sem nærði okkur. Spurningarnar hér fyrir neðan bjóða upp á að líta yfir árið 2025 með mildi og forvitni og skapa rými fyrir minningar, þakklæti, lærdóm og innsýn. Þú þarft hvorki að svara þeim öllum né hafa skýr svör. Veldu þær spurningar sem tala til þín og leyfðu ferlinu að vera heiðarlegt, opið og ófullkomið. Spurningar um árið sem er að líða Hvað gekk vel á þessu ári? Hverjir voru hápunktarnir? Fyrir hvað eða hvern er ég þakklát/ur? Hvað eða hverjir lögðu mest af mörkum til vellíðanar minnar á þessu ári? Hvaða áskoranir sigraði ég á þessu ári og hvernig? Hvað lærði ég um sjálfa/n mig, aðra og heiminn? Hvaða athafnir eða fólk færði mér gleði? Ef ég gæti lifað þetta ár aftur, myndi ég gera eitthvað öðruvísi? Á hvaða hátt hef ég vaxið eða orðið seigari? Hvenær fannst mér ég vera mest í takt við sjálfa/n mig og vera sönn sjálfri/sjálfum mér? Hver var erfiðasta ákvörðunin sem ég tók á þessu ári og hvað lærði ég af henni? Hvað hefði ég sagt við sjálfa/n mig í upphafi ársins ef ég gæti farið aftur í tímann? Hvað eða hver lét mig finna að ég skipti raunverulega máli og gaf mér tilfinningu fyrir merkingu? Þegar við gefum okkur tíma til að líta til baka með mildi og heiðarleika vaknar oft næsta spurning af sjálfu sér: Hvernig vil ég halda áfram? Hér fyrir neðan eru spurningar sem beina sjónum að árinu 2026. Spurningar um komandi ár Hvers hlakka ég til á næsta ári? Hvað vil ég halda áfram með eða halda í þegar ég geng inn í nýtt ár? Á hvaða sviði ætti ég að sleppa takinu á eða hætta að verja orku? Hvað vil ég byrja á eða bjóða inn í líf mitt? Hvernig vil ég hlúa að mér, bæði líkamlega, andlega og tilfinningalega? Með hverjum vil ég verja meiri tíma? Með hverjum vil ég verja minni tíma? Hvaða gildi vil ég lifa eftir og hvernig get ég iðkað þau í daglegu lífi? Í hverju vil ég vaxa, læra meira eða dýpka skilning minn á næsta ári? Hvaða ótta vil ég mæta og hvað gæti hjálpað mér að gera það? Hvaða áskoranir gætu beðið mín og hvernig vil ég mæta þeim? Á hvaða hátt vil ég hafa vaxið þegar árið 2026 er liðið? Í hvað er ég tilbúin/n að fjárfesta í þágu eigin þroska (tíma, orku, athygli, peninga)? Ef árið 2026 reynist mér gott og nærandi á helstu sviðum lífsins (sambönd, vinna, heilsa o.s.frv.), hvernig lítur það út? Og hvernig líður mér þá? Komandi ár þarf ekki að vera verkefni sem þú þarft að ná tökum á. Það má vera ferðalag sem þú stígur inn í, skref fyrir skref, með forvitni og mildi að leiðarljósi. Þú þarft ekki að vita allt núna. Það nægir að vita hvernig þú vilt mæta sjálfri/sjálfum þér á leiðinni. Leyfðu gildunum sem skipta þig máli að vera eins og leiðarljós, ekki til að dæma þig, heldur til að minna þig á það sem nærir þig og gefur lífinu merkingu. Mundu að vöxtur er ekki alltaf sýnilegur strax. Stundum á hann sér stað í kyrrðinni: í því að sleppa, í því að hlusta dýpra, í því að velja sjálfsumhyggju þar sem áður var sjálfsgagnrýni. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Áramót eru kjörinn tímapunktur til að staldra við og líta yfir árið sem er að ljúka, ekki til að dæma það eða flokka í „gott“ og „slæmt“, heldur til að skilja betur hvað það gaf þér, hvað þú lærðir og hvað þú vilt taka með þér áfram. Þegar við gefum okkur rými til að líta til baka verður auðveldara að sjá heildarmyndina: hápunktana, áskoranirnar og það sem nærði okkur. Spurningarnar hér fyrir neðan bjóða upp á að líta yfir árið 2025 með mildi og forvitni og skapa rými fyrir minningar, þakklæti, lærdóm og innsýn. Þú þarft hvorki að svara þeim öllum né hafa skýr svör. Veldu þær spurningar sem tala til þín og leyfðu ferlinu að vera heiðarlegt, opið og ófullkomið. Spurningar um árið sem er að líða Hvað gekk vel á þessu ári? Hverjir voru hápunktarnir? Fyrir hvað eða hvern er ég þakklát/ur? Hvað eða hverjir lögðu mest af mörkum til vellíðanar minnar á þessu ári? Hvaða áskoranir sigraði ég á þessu ári og hvernig? Hvað lærði ég um sjálfa/n mig, aðra og heiminn? Hvaða athafnir eða fólk færði mér gleði? Ef ég gæti lifað þetta ár aftur, myndi ég gera eitthvað öðruvísi? Á hvaða hátt hef ég vaxið eða orðið seigari? Hvenær fannst mér ég vera mest í takt við sjálfa/n mig og vera sönn sjálfri/sjálfum mér? Hver var erfiðasta ákvörðunin sem ég tók á þessu ári og hvað lærði ég af henni? Hvað hefði ég sagt við sjálfa/n mig í upphafi ársins ef ég gæti farið aftur í tímann? Hvað eða hver lét mig finna að ég skipti raunverulega máli og gaf mér tilfinningu fyrir merkingu? Þegar við gefum okkur tíma til að líta til baka með mildi og heiðarleika vaknar oft næsta spurning af sjálfu sér: Hvernig vil ég halda áfram? Hér fyrir neðan eru spurningar sem beina sjónum að árinu 2026. Spurningar um komandi ár Hvers hlakka ég til á næsta ári? Hvað vil ég halda áfram með eða halda í þegar ég geng inn í nýtt ár? Á hvaða sviði ætti ég að sleppa takinu á eða hætta að verja orku? Hvað vil ég byrja á eða bjóða inn í líf mitt? Hvernig vil ég hlúa að mér, bæði líkamlega, andlega og tilfinningalega? Með hverjum vil ég verja meiri tíma? Með hverjum vil ég verja minni tíma? Hvaða gildi vil ég lifa eftir og hvernig get ég iðkað þau í daglegu lífi? Í hverju vil ég vaxa, læra meira eða dýpka skilning minn á næsta ári? Hvaða ótta vil ég mæta og hvað gæti hjálpað mér að gera það? Hvaða áskoranir gætu beðið mín og hvernig vil ég mæta þeim? Á hvaða hátt vil ég hafa vaxið þegar árið 2026 er liðið? Í hvað er ég tilbúin/n að fjárfesta í þágu eigin þroska (tíma, orku, athygli, peninga)? Ef árið 2026 reynist mér gott og nærandi á helstu sviðum lífsins (sambönd, vinna, heilsa o.s.frv.), hvernig lítur það út? Og hvernig líður mér þá? Komandi ár þarf ekki að vera verkefni sem þú þarft að ná tökum á. Það má vera ferðalag sem þú stígur inn í, skref fyrir skref, með forvitni og mildi að leiðarljósi. Þú þarft ekki að vita allt núna. Það nægir að vita hvernig þú vilt mæta sjálfri/sjálfum þér á leiðinni. Leyfðu gildunum sem skipta þig máli að vera eins og leiðarljós, ekki til að dæma þig, heldur til að minna þig á það sem nærir þig og gefur lífinu merkingu. Mundu að vöxtur er ekki alltaf sýnilegur strax. Stundum á hann sér stað í kyrrðinni: í því að sleppa, í því að hlusta dýpra, í því að velja sjálfsumhyggju þar sem áður var sjálfsgagnrýni. Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun