Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 19:02 Atvikið umrædda með Arsenal-manninum William Saliba og Everton-maninum Thierno Barry. Getty/Chris Brunskill Topplið ensku úrvalsdeildarinnar slapp heldur betur með skrekkinn á dögunum í naumum sigri og dómaramatsnefndin fræga hefur nú komist að því að Arsenal græddi á mistökum dómara og myndbandsdómara. Everton hefði nefnilega átt að fá vítaspyrnu í 1-0 tapi sínu gegn Arsenal þann 20. desember síðastliðinn, að sögn umræddrar nefndar ensku úrvalsdeildarinnar sem tekur fyrir lykilatvik í leikjum. Arsenal var 1-0 yfir á 57. mínútu þegar William Saliba og framherji Everton, Thierno Barry, lentu saman innan vítateigs. Barry náði boltanum fyrst en franski varnarmaður Arsenal sparkaði í fót hans. Everton wrongly denied penalty in Arsenal loss, says panel https://t.co/PogcXZjhDs— BBC News (UK) (@BBCNews) December 31, 2025 Nefndin kaus með þremur atkvæðum gegn tveimur að ákvörðun dómarans, Sam Barrott, um að dæma ekki vítaspyrnu hefði verið röng. Hún kaus einnig með þremur atkvæðum gegn tveimur að myndbandsdómarinn, Michael Salisbury, hefði átt að senda dómarann af skjánum til að breyta ákvörðun sinni. Þrír nefndarmenn tóku fram að „Saliba sparkar af gáleysi í Barry án þess að snerta boltann“ og töldu þeir þetta vera augljós mistök. Tveir nefndarmenn studdu ákvörðunina um að dæma ekki víti þar sem „snertingin var ekki nægilega mikil og viðbrögðin komu seint“. David Moyes stjóri Everton skildi ekki hvers vegna svipuð atvik hefðu leitt til vítaspyrna. Hann vísaði sérstaklega til vítaspyrnu sem dæmd var á Fulham gegn Nottingham Forest tveimur dögum síðar. Nefndin studdi þá ákvörðun einróma. „Ég var hálfpartinn að kafna í gærkvöldi þegar ég sá ákvörðunina sem var tekin fyrir Fulham en ekki fyrir okkur,“ sagði Moyes. „Það er eins og ákveðin félög fái þessar ákvarðanir en önnur ekki.“ Hver nefnd um lykilatvik í leikjum er skipuð fimm meðlimum. Þrír eru fyrrverandi leikmenn eða þjálfarar, auk þess sem einn fulltrúi er frá ensku úrvalsdeildinni og einn frá samtökum atvinnudómara. Það má sjá þetta atvik í myndbandinu hér fyrir ofan þar sem eru sýndar svipmyndir úr leiknum. Atvikið kemur rúmlega mínútu í myndbandinu. Enski boltinn Arsenal FC Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira
Everton hefði nefnilega átt að fá vítaspyrnu í 1-0 tapi sínu gegn Arsenal þann 20. desember síðastliðinn, að sögn umræddrar nefndar ensku úrvalsdeildarinnar sem tekur fyrir lykilatvik í leikjum. Arsenal var 1-0 yfir á 57. mínútu þegar William Saliba og framherji Everton, Thierno Barry, lentu saman innan vítateigs. Barry náði boltanum fyrst en franski varnarmaður Arsenal sparkaði í fót hans. Everton wrongly denied penalty in Arsenal loss, says panel https://t.co/PogcXZjhDs— BBC News (UK) (@BBCNews) December 31, 2025 Nefndin kaus með þremur atkvæðum gegn tveimur að ákvörðun dómarans, Sam Barrott, um að dæma ekki vítaspyrnu hefði verið röng. Hún kaus einnig með þremur atkvæðum gegn tveimur að myndbandsdómarinn, Michael Salisbury, hefði átt að senda dómarann af skjánum til að breyta ákvörðun sinni. Þrír nefndarmenn tóku fram að „Saliba sparkar af gáleysi í Barry án þess að snerta boltann“ og töldu þeir þetta vera augljós mistök. Tveir nefndarmenn studdu ákvörðunina um að dæma ekki víti þar sem „snertingin var ekki nægilega mikil og viðbrögðin komu seint“. David Moyes stjóri Everton skildi ekki hvers vegna svipuð atvik hefðu leitt til vítaspyrna. Hann vísaði sérstaklega til vítaspyrnu sem dæmd var á Fulham gegn Nottingham Forest tveimur dögum síðar. Nefndin studdi þá ákvörðun einróma. „Ég var hálfpartinn að kafna í gærkvöldi þegar ég sá ákvörðunina sem var tekin fyrir Fulham en ekki fyrir okkur,“ sagði Moyes. „Það er eins og ákveðin félög fái þessar ákvarðanir en önnur ekki.“ Hver nefnd um lykilatvik í leikjum er skipuð fimm meðlimum. Þrír eru fyrrverandi leikmenn eða þjálfarar, auk þess sem einn fulltrúi er frá ensku úrvalsdeildinni og einn frá samtökum atvinnudómara. Það má sjá þetta atvik í myndbandinu hér fyrir ofan þar sem eru sýndar svipmyndir úr leiknum. Atvikið kemur rúmlega mínútu í myndbandinu.
Enski boltinn Arsenal FC Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Sjá meira