Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar 31. desember 2025 13:02 Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. Hún kemur mér engu að síður fyrir sjónir sem trúverðugasti og sterkasti pólitíski leiðtogi sem komið hefur fram hér á landi um langt árabil. Þegar litið er yfir stjórnmálasviðið síðustu áratugi er ljóst að það er langt í frá sjálfgefið að stjórnmálaflokkar hafi sterka leiðtoga. Fremur mætti halda því fram að eitt helsta vandamál íslenskra stjórnmála hafi einmitt verið skortur á slíkri forystu. Stjórnmálaflokkar lifa og deyja. Flestir lifa þó af sveiflur í fylgi, endurskoða stefnur og setja fram ný slagorð, en mistekst samt að höfða til fjöldans. Samfylkingin var í þeirri stöðu. Þangað til skyndilega, nánast eins og hendi væri veifað, fram á sviðið kom ung kona sem virtist fullmótuð til þess að leiða jafnaðarmenn á Íslandi. Upp úr hvaða jarðvegi spretta leiðtogar eins og Kristrún? Það er áhugaverð spurning sem gott væri að hafa svar við. Ég geri mér grein fyrir að henni er vandsvarað, enda flókið samspil margra þátta: uppeldis, persónuleika, hæfileika, eðlisgreindar og aðstæðna. Án þess að geta greint þessa þætti blasir þó eitt við öllum: Kristrún skapar traust. Hún er yfirveguð og geislar af sjálfstrausti. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er að hún kemur ekki upp úr ungliðahreyfingu flokksins. Hún er ekki alin upp í hefðbundnu flokksstarfi og ber ekki með sér bagga fortíðar frá þeim tíma þegar innri átök og sameining flokka skildu eftir sig djúp og erfið sár í árdögum Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún tók við formennsku í flokknum var líkt og hún kæmi að verkefninu sem fullmótuð fagmanneskja, með reynslu úr heimi greiningar, fjármála og stofnana. Í opinberri framkomu eru yfirvegun og skýrleiki einkennandi sem er fremur sjaldgæft í íslenskri pólitík. Hún talar hægt, af festu, hófsemi og trúverðugleika. Hún talar eins og stjórnmálamaður sem skilur samfélagsgerðina og kerfin sem hún vill hafa áhrif á og breyta. Það er nánast nýtt í eyrum margra okkar. Í því ljósi held ég því fram að Kristrún Frostadóttir hafi á liðnu ári orðið tákn fyrir eitthvað sem hefur verið af skornum skammti í íslenskum stjórnmálum allt of lengi: tilfinningu fyrir stjórnmálaleiðtoga sem fólk er tilbúið að treysta, jafnvel án þess að þekkja hana persónulega og án þess að hafa kosið flokk hennar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Samfylkingin Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. Hún kemur mér engu að síður fyrir sjónir sem trúverðugasti og sterkasti pólitíski leiðtogi sem komið hefur fram hér á landi um langt árabil. Þegar litið er yfir stjórnmálasviðið síðustu áratugi er ljóst að það er langt í frá sjálfgefið að stjórnmálaflokkar hafi sterka leiðtoga. Fremur mætti halda því fram að eitt helsta vandamál íslenskra stjórnmála hafi einmitt verið skortur á slíkri forystu. Stjórnmálaflokkar lifa og deyja. Flestir lifa þó af sveiflur í fylgi, endurskoða stefnur og setja fram ný slagorð, en mistekst samt að höfða til fjöldans. Samfylkingin var í þeirri stöðu. Þangað til skyndilega, nánast eins og hendi væri veifað, fram á sviðið kom ung kona sem virtist fullmótuð til þess að leiða jafnaðarmenn á Íslandi. Upp úr hvaða jarðvegi spretta leiðtogar eins og Kristrún? Það er áhugaverð spurning sem gott væri að hafa svar við. Ég geri mér grein fyrir að henni er vandsvarað, enda flókið samspil margra þátta: uppeldis, persónuleika, hæfileika, eðlisgreindar og aðstæðna. Án þess að geta greint þessa þætti blasir þó eitt við öllum: Kristrún skapar traust. Hún er yfirveguð og geislar af sjálfstrausti. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er að hún kemur ekki upp úr ungliðahreyfingu flokksins. Hún er ekki alin upp í hefðbundnu flokksstarfi og ber ekki með sér bagga fortíðar frá þeim tíma þegar innri átök og sameining flokka skildu eftir sig djúp og erfið sár í árdögum Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún tók við formennsku í flokknum var líkt og hún kæmi að verkefninu sem fullmótuð fagmanneskja, með reynslu úr heimi greiningar, fjármála og stofnana. Í opinberri framkomu eru yfirvegun og skýrleiki einkennandi sem er fremur sjaldgæft í íslenskri pólitík. Hún talar hægt, af festu, hófsemi og trúverðugleika. Hún talar eins og stjórnmálamaður sem skilur samfélagsgerðina og kerfin sem hún vill hafa áhrif á og breyta. Það er nánast nýtt í eyrum margra okkar. Í því ljósi held ég því fram að Kristrún Frostadóttir hafi á liðnu ári orðið tákn fyrir eitthvað sem hefur verið af skornum skammti í íslenskum stjórnmálum allt of lengi: tilfinningu fyrir stjórnmálaleiðtoga sem fólk er tilbúið að treysta, jafnvel án þess að þekkja hana persónulega og án þess að hafa kosið flokk hennar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun