Erlent

Dóttur­dóttir JFK er látin

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Schlossberg átti glæstan feril í blaðamennsku en hún sérhæfði sig í loftslagsmálum.
Schlossberg átti glæstan feril í blaðamennsku en hún sérhæfði sig í loftslagsmálum. AP

Tatiana Schlossberg, barnabarn Johns F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er látin 35 ára að aldri. Hún lést úr hvítblæði.

Schlossberg var dóttir Caroline Kennedy, eina eftirlifandi barns Johns F. Kennedy. Samtök JFK greindu frá andláti hennar í gær. 

Schlossberg starfaði sem loftslagsmálablaðamaður hjá New York Times en starfaði áður meðal annars hjá Washington Post, Bloomberg og Vanity Fair. Hún sendi frá sér bókina Inconspicuous Consumption: The Environmental Impact You Don't Know You Have árið 2019 þar sem hún fjallaði um neysluvenjur í daglegu lífi fólks og leiðir til þess að sporna gegn loftslagsvánni.

Í nóvember greindi Schlossberg frá því að hún hefði greinst með illvígt krabbamein og hún ætti í mesta lagi ár ólifað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×