Handbolti

Fara inn í nýja árið á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk í stórsigri Blomberg-Lippe á Union Halle-Neustadt í kvöld.
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk í stórsigri Blomberg-Lippe á Union Halle-Neustadt í kvöld. vísir/anton

Íslendingaliðið Blomberg-Lippe verður á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta þegar árið 2026 gengur í garð.

Þetta var ljóst eftir sigur Blomberg-Lippe á Union Halle-Neustadt í kvöld, 34-23.

Íslendingarnir í liði Blomberg-Lippe skoruðu samtals tíu mörk í leiknum.

Andrea Jacobsen, sem missti af heimsmeistaramótinu vegna meiðsla, átti afbragðs leik; skoraði fimm mörk úr sex skotum og gaf þrjár stoðsendingar.

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði þrjú mörk og Elín Rósa Magnúsdóttir tvö.

Blomberg-Lippe er með sextán stig á toppi þýsku deildarinnar, jafn mörg og Bensheim-Auerbach.

Á síðasta tímabili varð Blomberg-Lippe deildarmeistari og komst í úrslit um þýska meistaratitilinn þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Ludwigsburg, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×