Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar 31. desember 2025 08:31 Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun