Jordan lagði NASCAR Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2025 13:16 Sögulegar sættir. Michael Jordan (t.v.) tekur í spaðann á Jim France, stjórnarformanni NASCAR, fyrir utan dómshús í Charlotte í Bandaríkjunum eftir að sátt var gerð í málaferlum þeirra í millum. AP/Jenna Fryer Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan náði sínu fram þegar NASCAR-lið hans gerði sátt við keppnishaldarann fyrr í þessum mánuði. Þar með var bundinn endi á málaferli liðsins gegn NASCAR sem reyndust vandræðaleg fyrir alla málsaðila. Tilkynnt var um sáttina þegar réttarhöldin höfðu þegar staðið yfir í átta daga um miðjan desember. „Þetta er góður dagur í dag,“ sagði Jordan um sáttina en hann var viðstaddur réttarhöldin frá upphafi. Með sáttinni féllst NASCAR á að gera svonefnd sérleyfi, sem veita liðum þátttöku í öllum kappökstrum mótaraðarinnar, varanleg. Málaferlin hófust þegar lið Jordans var eitt tveggja sem neitaði að skrifa undir endurnýjun á sérleyfi sínu í fyrra. Liðin urðu þá af hlutdeild í tekjum mótaraðarinnar. Neitaði að lúta í grasið fyrir eigendunum Líkt og flestar aðrar liðsíþróttir í Bandaríkunum er NASCAR lokuð deild þar sem lið eiga fast sæti í gegnum sérleyfi sem þau eiga. NASCAR kom því fyrirkomulagi á árið 2016 en margir liðseigendur hafa síðan verið ósáttir við að sérleyfin væru ekki varanleg og að eigendur mótaraðarinnar gætu afturkallað þau. Samningaviðræður báru engan árangur. Þegar mótaröðin setti liðunum afarkosti um að skrifa undir endurnýjun sérleyfanna í september í fyrra neitaði lið Jordans að gera það og stefndi NASCAR fyrir einokunartilburði. Við réttarhöldin kom fram að þó að fulltrúar hinna liðanna þrettán hefðu skrifað undir endurnýjun sérleyfanna þá hefðu þeir gert það „með byssu við höfuðið“ þar sem eigendur NASCAR hefðu annars getað svipt þá sérleyfinu og þar með lifibrauði sínu. Goðsögn í sportinu kölluð „sveitalubbi“ Jordan sagðist í framburði sínum dómi talið sig hafa styrk til að taka slaginn við NASCAR þar sem hann væri nýkominn inn í seríuna árið 2021. AP-fréttastofan segir að lögmenn NASCAR hafi átt erfitt uppdráttar í réttarhöldunum. Á níunda degi réttarhaldanna náðu deiluaðilarnir saman. Dómur í málinu hefði getað haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir mótaröðina og eigendur hennar. „Þetta eru tímamót sem tryggja að grundvöllur NASCAR er sterkari, framtíðin er bjartari og möguleikarnir eru meiri,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu NASCAR og liðanna tveggja sem höfðuðu málið. Richard Childress (t.h.) og Dale Earnhardt (t.v.) ráða ráðum sínum fyrir NASCAR-keppni á níunda áratugnum.Vísir/Getty Málaferlin opinberuðu alls kyns óþægilegar beinagrindur í skápum beggja aðila. Þannig kom í ljós að Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, hefði kallað Richard Childress, einn þekktasta liðseiganda mótaraðarinnar, „sveitalubba“ (e. redneck) og öðrum illum nöfnum. Childress þessi átti meðal annars bílinn sem Dale Earnhardt, ein helsta goðsögn íþróttarinnar, keyrði þegar hann lést í Dayona-kappakstrinum árið 2001. Akstursíþróttir Bandaríkin Dómsmál Körfubolti Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Tilkynnt var um sáttina þegar réttarhöldin höfðu þegar staðið yfir í átta daga um miðjan desember. „Þetta er góður dagur í dag,“ sagði Jordan um sáttina en hann var viðstaddur réttarhöldin frá upphafi. Með sáttinni féllst NASCAR á að gera svonefnd sérleyfi, sem veita liðum þátttöku í öllum kappökstrum mótaraðarinnar, varanleg. Málaferlin hófust þegar lið Jordans var eitt tveggja sem neitaði að skrifa undir endurnýjun á sérleyfi sínu í fyrra. Liðin urðu þá af hlutdeild í tekjum mótaraðarinnar. Neitaði að lúta í grasið fyrir eigendunum Líkt og flestar aðrar liðsíþróttir í Bandaríkunum er NASCAR lokuð deild þar sem lið eiga fast sæti í gegnum sérleyfi sem þau eiga. NASCAR kom því fyrirkomulagi á árið 2016 en margir liðseigendur hafa síðan verið ósáttir við að sérleyfin væru ekki varanleg og að eigendur mótaraðarinnar gætu afturkallað þau. Samningaviðræður báru engan árangur. Þegar mótaröðin setti liðunum afarkosti um að skrifa undir endurnýjun sérleyfanna í september í fyrra neitaði lið Jordans að gera það og stefndi NASCAR fyrir einokunartilburði. Við réttarhöldin kom fram að þó að fulltrúar hinna liðanna þrettán hefðu skrifað undir endurnýjun sérleyfanna þá hefðu þeir gert það „með byssu við höfuðið“ þar sem eigendur NASCAR hefðu annars getað svipt þá sérleyfinu og þar með lifibrauði sínu. Goðsögn í sportinu kölluð „sveitalubbi“ Jordan sagðist í framburði sínum dómi talið sig hafa styrk til að taka slaginn við NASCAR þar sem hann væri nýkominn inn í seríuna árið 2021. AP-fréttastofan segir að lögmenn NASCAR hafi átt erfitt uppdráttar í réttarhöldunum. Á níunda degi réttarhaldanna náðu deiluaðilarnir saman. Dómur í málinu hefði getað haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir mótaröðina og eigendur hennar. „Þetta eru tímamót sem tryggja að grundvöllur NASCAR er sterkari, framtíðin er bjartari og möguleikarnir eru meiri,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu NASCAR og liðanna tveggja sem höfðuðu málið. Richard Childress (t.h.) og Dale Earnhardt (t.v.) ráða ráðum sínum fyrir NASCAR-keppni á níunda áratugnum.Vísir/Getty Málaferlin opinberuðu alls kyns óþægilegar beinagrindur í skápum beggja aðila. Þannig kom í ljós að Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, hefði kallað Richard Childress, einn þekktasta liðseiganda mótaraðarinnar, „sveitalubba“ (e. redneck) og öðrum illum nöfnum. Childress þessi átti meðal annars bílinn sem Dale Earnhardt, ein helsta goðsögn íþróttarinnar, keyrði þegar hann lést í Dayona-kappakstrinum árið 2001.
Akstursíþróttir Bandaríkin Dómsmál Körfubolti Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira