„Þetta er skrýtið fyrir alla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2025 10:30 Tómas Bent þegar hann skoraði fyrir Hearts á dögunum. vísir/getty Knattspyrnumaðurinn Tómas Bent Magnússon hefur slegið í gegn með toppliði skoska boltans í vetur. Hann gekk óvænt í raðir Hearts um mitt sumar þegar hann var keyptur frá Val. Hearts tapaði gegn Hibernian 2-1 um helgina en er samt sem áður með þriggja stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Tómas var á sínum stað í byrjunarliði Hearts sem hefur komið gríðarlega á óvart á tímabilinu. Á dögunum gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Rangers að velli, 2-1. Það var annar sigur Hearts á Rangers á tímabilinu en liðið hefur einnig unnið Celtic í tvígang. Hearts er með 41 stig á toppi skosku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á undan Celtic. Tómas Bent og félagar hafa aðeins tapað tveimur af átján deildarleikjum sínum í vetur. Þessi 23 ára Eyjamaður hefur leikið sextán leiki í skosku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað eitt mark. „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri,“ segir Tómas í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. Ekki gerst síðan 1993 „Þetta var alveg ákveðið sjokk. Að koma inn á í fimm mínútur í fyrsta leik gegn Aberdeen og spila fyrir framan allan þennan mannfjölda og ná að hrista það svolítið af sér. Maður var vanur að spila fyrir framan nokkur hundruð manns,“ segir Tómas og heldur áfram. „Um daginn var maður síðan að spila á Celtic Park fyrir framan sextíu þúsund manns og þetta venst bara,“ segir miðjumaðurinn. Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart hversu stórt hlutverk hann fékk í liðinu frá upphafi. „Ég kom inn í þetta með það hugarfar að gera eins vel og ég get. Ég hef fengið séns og ég hef reynt að nýta það eins vel og ég get og það hefur gengið þokkalega hingað til. Þegar ég samdi við liðið var sagt við mig að á næstu fimm til tíu árum væri markmiðið að vinna deildina. En við tökum bara einn leik í einu. Við vorum á toppnum um jól og það hefur ekki gerst að það sé annað lið en Celtic og Rangers síðan 1993, svo þetta er skrýtið fyrir alla.“ Skoski boltinn Valur Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Sjá meira
Tómas var á sínum stað í byrjunarliði Hearts sem hefur komið gríðarlega á óvart á tímabilinu. Á dögunum gerði liðið sér lítið fyrir og lagði Rangers að velli, 2-1. Það var annar sigur Hearts á Rangers á tímabilinu en liðið hefur einnig unnið Celtic í tvígang. Hearts er með 41 stig á toppi skosku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum á undan Celtic. Tómas Bent og félagar hafa aðeins tapað tveimur af átján deildarleikjum sínum í vetur. Þessi 23 ára Eyjamaður hefur leikið sextán leiki í skosku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað eitt mark. „Þetta er búið að vera ákveðið ævintýri,“ segir Tómas í Sportpakkanum á Sýn í gærkvöldi. Ekki gerst síðan 1993 „Þetta var alveg ákveðið sjokk. Að koma inn á í fimm mínútur í fyrsta leik gegn Aberdeen og spila fyrir framan allan þennan mannfjölda og ná að hrista það svolítið af sér. Maður var vanur að spila fyrir framan nokkur hundruð manns,“ segir Tómas og heldur áfram. „Um daginn var maður síðan að spila á Celtic Park fyrir framan sextíu þúsund manns og þetta venst bara,“ segir miðjumaðurinn. Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart hversu stórt hlutverk hann fékk í liðinu frá upphafi. „Ég kom inn í þetta með það hugarfar að gera eins vel og ég get. Ég hef fengið séns og ég hef reynt að nýta það eins vel og ég get og það hefur gengið þokkalega hingað til. Þegar ég samdi við liðið var sagt við mig að á næstu fimm til tíu árum væri markmiðið að vinna deildina. En við tökum bara einn leik í einu. Við vorum á toppnum um jól og það hefur ekki gerst að það sé annað lið en Celtic og Rangers síðan 1993, svo þetta er skrýtið fyrir alla.“
Skoski boltinn Valur Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina Sjá meira